Opnunartími safna og sundlauga um Hvítasunnuhelgina  

Tilkynningar

Menningarstofnanir og sundlaugar Hafnarfjarðarbæjar verða opnar yfir Hvítasunnuhelgina sem hér segir. Heilsubærinn Hafnarfjörður hvetur Hafnfirðinga til að draga djúpt andann um Hvítasunnuhelgina og njóta samveru og útiveru í faðmi fjölskyldu og vina. Tilvalið að skella sér í sund eða á safn!

Komdu í sund eða á safn um helgina

Heilsubærinn Hafnarfjörður er að mörgu leyti einstakur bær, ekki síst fyrir lifandi og skemmtilegan miðbæ, heillandi hafnarsvæði og gott aðgengi að fjölbreyttum og fallegum náttúruperlum. Margir áhugaverðir staðir eru í göngufæri frá miðbænum, til dæmis Hellisgerði, Víðistaðatún, Lækurinn og Hamarinn auk þess sem Hafnfirðingar búa við þann munað að vera með Helgafellið, Hvaleyrarvatn, Ásfjallið og Ástjörn í bakgarðinum hjá sér. Heilsubærinn Hafnarfjörður hvetur Hafnfirðinga til að draga djúpt andann um Hvítasunnuhelgina og njóta samveru og útiveru í faðmi fjölskyldu og vina. Menningarstofnanir og sundlaugar Hafnarfjarðarbæjar verða opnar yfir Hvítasunnuhelgina sem hér segir:

Menningarstofnanir

Hafnarborg Byggðasafn Bókasafn
26. maí 12-17 Lokað 11-17
27. maí 12-17 11-17 11-15
28. maí 12-17 Lokað Lokað
29. maí 12-17 11-17 Lokað

Sundlaugar

Ásvallalaug Suðurbæjarlaug Sundhöll
26. maí 6:30-20 6:30-20 6:30-21
27. maí 8-18 8-18 Lokað
28. maí Lokað 8-17 Lokað
29. maí 8-17 8-17 Lokað

Komdu í sund og á safn! 

Ábendingagátt