Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Kiwanisklúbburinn Hraunborg í Hafnarfirði stóð í gær að grunnskólaskákmóti 5. -7. bekkja úrvalsskáksveita níu grunnskóla Hafnarfjarðar. Teflt var með nýjum töflum sem Hraunborg lagði til mótsins og færði klúbburinn hverjum grunnskóla í bænum tvö töfl að gjöf að móti loknu.
Kiwanisklúbburinn Hraunborg í Hafnarfirði stóð í gær að grunnskólaskákmóti 5. -7. bekkja úrvalsskáksveita níu grunnskóla Hafnarfjarðar. Teflt var með nýjum töflum sem Hraunborg lagði til mótsins og færði klúbburinn hverjum grunnskóla í bænum tvö töfl að gjöf að móti loknu. Mótstýring og dómgæsla var í höndum Helga Ólafssonar, eins fremsta og þekktasta stórmeistara Íslands. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, lék upphafsleik skákmótsins.
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri lék upphafsleik skákmótsins. Mótstýring og dómgæsla var í höndum Helga Ólafssonar, eins fremsta og þekktasta stórmeistara Íslands.
Sex skákmenn tefldu í hverri skólasveit og skákmenn þeirra þriggja skáksveita sem náðu hæstri vinningatölu og liðsstjóri þeirra voru sæmdir verðlaunapeningum. Hlutskörpustu skáksveitirnar voru skásveitir Áslandsskóla, Hvaleyrarskóla og Öldutúnsskóla. Spennan stigmagnaðist eftir því sem leið á og enduðu leikar þannig að skólasveitir Öldutúnsskóla og Hvaleyrarskóla voru jafnar í leikslok með 24 1/2 vinning. Þá réðu innbyrðis viðureignir og stóð sveit Öldutúnsskóla uppi sem sigurvegari. Sigursveit Öldutúnsskóla tók við glæstum sigurbikar sem verður farandbikar til varðveislu í viðkomandi skóla fram að næsta grunnskólamóti sem til stendur að halda árlega. Með grunnskólaskákmótinu stefnir stjórn Kiwanisklúbbsins Hraunborgar að því að ýta undir og efla skáklíf í Hafnarfirði og það einkum innan grunnskólanna. Einkunnarorð Kiwanishreyfingarinnar hér á landi eru Börnin fyrst og fremst og hefur Hraunborg í Hafnarfirði lagt sig fram um að halda þeim orðum á lofti í verkefnum sínum og framtaki og einkum látið sig varða hag og heill barna og ungmenna í bænum.
Sigursveit Öldutúnsskóla ásamt fyrirliða og þeim Guðna Frey Ingvasyni og Gunnþóri Ingasyni hjá Kiwanisklúbbi Hraunborgar.
Skákdeild Hauka hefur, eftir smá umhugsun og hvatningu frá heilsubænum Hafnarfirði, ákveðið að fara aftur af stað með barnastarf í skák eftir svolítið hlé. Markhópurinn er byrjendur í skák á grunnskólaaldri og mun þátttaka vera ókeypis til að byrja með.
Vignir Vatnar Stefánsson nældi í sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil eftir hreint magnaðan lokadag á Íslandsmótinu í skák að Ásvöllum í Hafnarfirði…
Vinnuskóli Hafnarfjarðar er hugsaður sem fyrsti vinnustaður ungmenna þar sem þau fá að upplifa það að vera á vinnumarkaði og…
Opnaður hefur verið nýr og metnaðarfullur tómstundavefur hjá Hafnarfjarðarbæ. Vefurinn hefur að geyma allar helstu upplýsingar um námskeið og afþreyingu…
Síðan 2021 hefur Hafnarfjarðarbær starfrækt Skapandi sumarstörf í annarri mynd en áður var. Hafnarfjörður mun iða af sköpun í sumar,…
Grunnskólaskákmót Hafnarfjarðar fyrir elstu nemendur í grunnskólum Hafnarfjarðar fór fram miðvikudaginn 10. maí síðastliðinn í Hvaleyrarskóla. Skákmótið var haldið á…
Fjölbreytt námskeið og sumartómstund standa börnum og ungmennum á aldrinum 6-13 ára til boða á vegum Hafnarfjarðarbæjar sumarið 2023. Mikil…
Dreifing á nýjum tvískiptum sorpílátum hófst á Holtinu í Hafnarfirði í gær. Guðrún Árný Karlsdóttir söngkona, kennari og íbúi á…
Dreifing á nýjum sorpílátum hófst í Hafnarfirði í morgun og ef allt gengur áætlunum samkvæmt mun dreifingu ljúka á Völlunum…
Komi til vinnustöðvunar verður skipulag skólastarfs í grunnskólum Hafnarfjarðarbæjar með eftirfarandi hætti.
347 ný krútt fæddust í Hafnarfirði árið 2022. Fyrstu fjóra mánuði árins 2023 hafa 102 krútt til viðbótar fæðst í…