Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Er stíflað eða vatnslaust? Hafðu samband hvenær sem er sólarhrings.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.
Stuttmyndin “Kílómetrar” er hópi þeirra stuttmynda sem tilnefndar eru til Edduverðlaunanna 2023. Óli Gunnar og Vilberg Andri voru hluti af hópi þeirra ungmenna sem unnu við skapandi sumarstörf hjá Hafnarfjarðarbæ sumarið 2021. Opið er fyrir umsóknir sumarið 2023 þar sem nýr hópur hæfileikaríkra einstaklinga fær tækifæri til að blómstra.
Stuttmyndin “Kílómetrar”, sem er skrifuð, leikstýrð og leikin af Óla Gunnari Gunnarssyni og Vilbergi Andra, er hópi þeirra stuttmynda sem tilnefndar eru til Edduverðlaunanna 2023. Endanlegt val fer fram á hátíðinni sem haldin verður í Háskólabíó 19. mars. Óli Gunnar og Vilberg Andri voru hluti af hópi þeirra ungmenna sem unnu við skapandi sumarstörf hjá Hafnarfjarðarbæ sumarið 2021. Opið er fyrir umsóknir í sumarstörf Hafnarfjarðarbæjar 2023 þar sem nýr hópur hæfileikaríkra einstaklinga á aldrinum 18-25 ára fær tækifæri til að blómstra.
Hópur ungmenna í skapandi sumarstörfum sumarið 2021. Hér með Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra.
Kílómetrar fjallar um tvo vini á kveðjustund
Kílómetrar fjallar um tvo bestu vini sem eru að halda í ólíkar áttir í lífinu og eru að kveðjast á Keflavíkurflugvelli. Annar þeirra er á leið í nám erlendis og ætlar að búa sér til nýtt líf á nýjum stað. Hinn er áfram á Íslandi, er að flytja inn með kærustunni og í atvinnuleit. Handrit er lauslega byggt á eigin reynslu þeirra félaga við að vaxa úr grasi á Íslandi og standa frammi fyrir þeirri stóru ákvörðun og stóra skrefi fyrir ansi marga; að flytja út eða ekki? Stuttmyndin er ein löng sena sem gerist í einum bíl í einu skoti. Eiríkur Ingi Böðvarsson sá um upptöku og eftirvinnslu og Brynjar Unnsteinsson um hljóðblöndun á myndinni.
Skapandi sumarstörf 2023 – umsóknarfrestur til og með 31. mars 2023
Í sumar býðst einstaklingum og hópum á aldrinum 18-25 ára að koma með hugmyndir að skapandi verkefnum í Hafnarfirði. Einstaklingar og hópar fá tækifæri til að starfa í sumar við að sinna skapandi verkefnum og kynna þau fyrir bæjarbúum og gestum yfir sumartímann. Skapandi sumarstörf, sem rekin eru sem hluti af Vinnuskóla Hafnarfjarðar, í samstarfi við Hamarinn, er ætlað sem stökkpallur fyrir ungt hafnfirskt listafólk til að þróa sig áfram og þjálfa sig í að koma listsköpun sinni á framfæri. Við val á verkefnum verður meðal annars tekið tillit til raunhæfni og frumleika verkefnisins, fjárhagsáætlunar, fjölbreytni verkefna, kynjahlutfalli umsækjenda og gæði umsókna. Horft er sérstaklega til fjölbreytileika verkefna og þess að þau höfði til mismunandi aldurshópa og áhugasviða. Valdir hópar fá svo tækifæri til að lífga upp á mannlíf og skemmtun í hjarta Hafnarfjarðar og gleðja ferðamenn og íbúa með alls kyns uppátækjum. Hægt er að fá aðstoð við gerð umsóknar hjá Möggu Gauju deildastjóra Hamarsins. Hægt er að nálgast Möggu Gauju alla daga í Hamrinum, í síma 6645551 eða með tölvupósti á mgm@hafnarfjordur.is.
Óskað er eftir hugmyndum að dagskrá Bjartra daga sem fagna 20 ára afmæli í ár. Hátíðin í ár hefst á…
Stóra upplestrarkeppnin í Hafnarfirði 2022-2023 verður haldin í Víðistaðakirkju þriðjudaginn 21. mars kl. 17. Á hátíðinni munu nemendur í 7.…
Úthlutun lóða í fyrsta áfanga uppbyggingar í Áslandi 4 átti sér stað í árslok 2022 og ársbyrjun 2023. 61 einbýlishúsalóð…
Skemmtiferðin er framtak sem Snorri Már Snorrason hefur staðið fyrir frá árinu 2012. Framtakinu er ætlað að vekja athygli á…
Veistu svarið spurningakeppni félagsmiðstöðva í Hafnarfirði fór af stað með miklum krafti í byrjun febrúar. Úrslitakeppnin fór svo fram í…
Hafnarfjarðarbær hefur um árabil tekið þátt í árlegri þjónustukönnun Gallup. Í könnun er spurt um viðhorf til þjónustu stærstu sveitarfélaga…
Heimili og skóli fara af stað með verkefni sem snýr að endurreisn foreldrastarfs í kjölfar heimsfaraldurs og eflingu svæðissamtaka foreldra…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna aðgerða á gluggum húsa við umferðarþungar götur. Styrkir eru veittir til endurbóta á…
Laust er til umsóknar starf sviðsstjóra fjármálasviðs Hafnarfjarðarbæjar. Leitað er að öflugum leiðtoga til að stýra fjármálasviði Hafnarfjarðarbæjar og leiða…
Nemendur í Lækjarskóla voru meðal þeirra sem tóku virkan þátt í grunnskólakeppni Lífshlaupsins 2023. 100% þátttaka var meðal nemenda í…