Lóðir lausar til úthlutunar

33 einbýlishúsalóðir, 6 raðhúsa- og 5 parhúsalóðir eru lausar til umsóknar og úthlutunar í Áslandi 4.

Nánar um lausar lóðir á Kortavef Hafnarfjarðarbæjar 

——————————————————-

Náttúruperla í suðurhlíðum Ásfjalls

Ásland 4 er nýjasta uppbyggingarsvæðið í Hafnarfirði. Ásland 4 er íbúðahverfi í framhaldi af hverfum beggja vegna, þ.e. Ásland 3 og nýjum íbúðahverfum í Skarðshlíð og Hamranesi.  Ásland 4 og Ásland 5 er í dag sama svæðið og uppbygging kynnt undir heitinu Ásland 4.  Svæðið markast af Ásfjalli með Mógrafarhæð sem stingst inn í svæðið frá norðri, íbúðarbyggð Áslands 3 í norðaustri, Ásvallabraut í austri og suðri og nýrri íbúðabyggð í Skarðshlíð og Hamranesi í vestri.

Lausar lóðir í annarri úthlutun uppbyggingar í Áslandi 4.

Áhersla á lágreist sérbýli

Megináhersla í Áslandi 4 er lögð á lágreistar sérbýlisíbúðir, einbýli, par- og raðhús. Áhersla er lögð á að hverfið tengist innbyrðis með grænum svæðum eða trjábeltum. Í þessum beltum verða göngustígar og fjöldi af gróðursettum trjám sem mynda skjól og náttúrutengsl. Í skipulagi og hönnun á hverfi er rík áhersla lögð á heildræna sýn, vistvænt skipulag, grænt yfirbragð og fjölbreytt útisvæði. Stutt er í útivistarsvæðin við Hvaleyrarvatn auk skógræktar og fjölbreyttrar náttúru víðsvegar í upplandi bæjarins. Eitt af aðalmarkmiðum skipulags svæðisins er að nýta vel einstakt útsýni til suðurs í átt að Helgafelli og Lönguhlíðum.

33 lóðir fyrir einbýli og 6 lóðir fyrir raðhús og fimm fyrir parhús í úthlutun annars áfanga uppbyggingar

Í þessum öðrum áfanga uppbyggingar í Áslandi 4 eru lausar til úthlutunar:

  • 33 lóðir fyrir einbýli 
  • 6 raðhúsalóðir – með samtals 36 íbúðum
  • 5 parhúsalóðir

Vörðurás

  • 2 parhús á 3 hæðum
  • 5 einbýlishús á tveimur hæðum

Byrgisás

  • 2 parhús á 2 hæðum
  • Raðhús á 2 hæðum 7 íbúðir
  • 2 Raðhús á 2 hæðum 6 íbúðir
  • Raðhús á 2 hæðum 5 íbúðir
  • 2 Raðhús á 2 hæðum 4 íbúðir

Brunnás

  • 1 parhús á 1 hæð
  • 5 einbýlishús á 1 hæð
  • 23 einbýlishús á 2 hæðum

Innviðir og þjónusta á svæðinu og nærliggjandi íbúðarsvæðum

  • Leikskólar í Hamranesi, Skarðshlíð, Áslandi og Áslandi 4
  • Grunnskólar í Hamranesi, Skarðshlíð og Áslandi auk þess sem ráðgert er að grunnskóli verði byggður í nýju Vatnshlíðarhverfi (næsta nýja hverfi)
  • Íþróttamiðstöð á Ásvöllum
  • Ásvallalaug
  • Í jarði á Áslandi 4 er afmarkaður reitur fyrir verslun og þjónustu sem á að þjóna Áslandi og Vatnshlíð til framtíðar. Afmarkaður reitur fyrir grunnskóla og leikskóla
  • Nærtækust í dag er verslun, veitingar og þjónusta við Tjarnarvelli auk þess sem stutt er í þjónustu í öðrum hverfum
  • Opnum leiksvæðum verður komið fyrir í grænum geirum skipulagsins
  • Svæðið er tengt stofnbrautarkerfinu með tveimur tengingum á hringtorgum, þ.e. tenging miðsvæðis við Ásvallabraut nálægt hæstu legu hennar og önnur vestar nær Grófarlæk.
  • Tvöföld Reykjanesbraut, mislæg gatnamót við Krýsuvíkurafleggjara og ný Ásvallabraut sem tengir ný íbúðarhverfi við Kaldárselsveg
  • Aðgengilegt og öruggt stíga- og gatnakerfi er til þess fallið að örva fjölbreytta samgöngumáta. Áhersla er lögð á góðar tengingar við nálægar stofnbrautir og stofnstíga.
  • Stígatengingar við nærliggjandi íbúðarsvæði og Áslandsskóla
  • Gert er ráð fyrir tveimur biðstöðum almenningsvagna við Ásvallabraut. Skipulagssvæðið verður í innan við 800 m göngufæri frá stoppistöðvum. Við biðstöðvar verður gert ráð fyrir hjólastæðum

Umsóknir um tilteknar lóðir

Einstaklingar eiga forgang í úthlutun einbýlishúsalóða og einungis lögaðilar geta sótt um raðhúsalóðirnar. Umsækjendur um einbýlishúsalóðir sækja um tilteknar lóðir á Mínar síður á vef Hafnarfjarðarbæjar. Ef fleiri en einn einstaklingur er með gilda umsókn um sömu lóðina er dregið úr umsóknum sbr. 5 gr. almennra reglna Hafnarfjarðarbæjar um úthlutun lóða og sölu byggingaréttar. Lögaðilar geta sótt um ákveðnar raðhúsalóðir og verður dregið úr umsóknum um hverja lóð.

Upplýsingar um stærð lóða, byggingarmagn og verð er að finna á Kortavef bæjarins. Lóðarverð endurspeglar lágmarks byggingarmagn á lóð. Aðrar upplýsingar er að finna hér fyrir neðan.

Almennir úthlutunarskilmálar 2024 fyrir Ásland 4

Opið er fyrir umsóknir

Sótt er um rafrænt á Mínum síðum   

Sótt er um rafrænt og mikilvægt að skila samhliða inn öllum viðeigandi fylgiskjölum til að tryggja að umsókn sé gild.

  • Einstaklingar þurfa að skila inn lánsloforði/yfirlýsingu frá viðskiptabanka eða fjármálastofnun eða greiðslumati upp á 40 milljónir króna
  • Lögaðili sem sækir um raðhúsalóð skal leggja fram ársreikning eða mat frá viðskiptabanka ásamt greinargerð umsækjanda sjálfs um að viðkomandi geti staðið undir þeirri fjárfestingu sem áætluð er. Auk þess skal lögaðili leggja fram önnur umbeðin gögn samkvæmt gr. 2.1 í almennum reglum um úthlutun lóða.

Hraði úrvinnslu umsókna ræðst á fjölda umsókna og verða upplýsingar um það veittar síðar.

Ábendingagátt