Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Úthlutun lóða í fyrri hluta fyrsta áfanga uppbyggingar í Áslandi 4 átti sér stað í árslok 2022 og ársbyrjun 2023. Lóðir í síðari hluta fyrsta áfanga uppbyggingarinnar eru nú lausar til umsóknar og úthlutunar. Um er að ræða 22 einbýlishúsalóðir sem fara í almenna úthlutun og 5 raðhúsalóðir með umsóknarfrest til og með 9. desember 2024.
Nánar um lausar lóðir á Kortavef Hafnarfjarðarbæjar
——————————————————-
Ásland 4 er nýjasta uppbyggingarsvæðið í Hafnarfirði. Hafnarfjarðarbær opnaði fyrir umsóknir um lóðir í fyrri hluta fyrsta áfanga uppbyggingar fyrir 65 einbýli og 12 raðhús í árslok 2022. Nú er opið fyrir umsóknir í síðari hluta fyrsta áfanga uppbyggingar í hverfinu fyrir 22 einbýli og 5 raðhús. Ásland 4 er íbúðahverfi í framhaldi af hverfum beggja vegna, þ.e. Ásland 3 og nýjum íbúðahverfum í Skarðshlíð og Hamranesi. Ásland 4 og Ásland 5 er í dag sama svæðið og uppbygging kynnt undir heitinu Ásland 4. Svæðið markast af Ásfjalli með Mógrafarhæð sem stingst inn í svæðið frá norðri, íbúðarbyggð Áslands 3 í norðaustri, Ásvallabraut í austri og suðri og nýrri íbúðabyggð í Skarðshlíð og Hamranesi í vestri.
Lausar lóðir í síðari hluta fyrsta áfanga uppbyggingar í Áslandi 4.
Megináhersla í Áslandi 4 er lögð á lágreistar sérbýlisíbúðir, einbýli, par- og raðhús. Áhersla er lögð á að hverfið tengist innbyrðis með grænum svæðum eða trjábeltum. Í þessum beltum verða göngustígar og fjöldi af gróðursettum trjám sem mynda skjól og náttúrutengsl. Í skipulagi og hönnun á hverfi er rík áhersla lögð á heildræna sýn, vistvænt skipulag, grænt yfirbragð og fjölbreytt útisvæði. Stutt er í útivistarsvæðin við Hvaleyrarvatn auk skógræktar og fjölbreyttrar náttúru víðsvegar í upplandi bæjarins. Eitt af aðalmarkmiðum skipulags svæðisins er að nýta vel einstakt útsýni til suðurs í átt að Helgafelli og Lönguhlíðum.
Í þessum síðari hluta fyrsta áfanga uppbyggingar eru lausar til úthlutunar í Áslandi 4:
Einstaklingar eiga forgang í úthlutun einbýlishúsalóða og einungis lögaðilar geta sótt um raðhúsalóðirnar. Umsækjendur um einbýlishúsalóðir sækja um tilteknar lóðir á Mínar síður á vef Hafnarfjarðarbæjar. Ef fleiri en einn einstaklingur er með gilda umsókn um sömu lóðina er dregið úr umsóknum sbr. 5 gr. almennra reglna Hafnarfjarðarbæjar um úthlutun lóða og sölu byggingaréttar. Lögaðilar geta sótt um ákveðnar raðhúsalóðir og verður dregið úr umsóknum um hverja lóð.
Upplýsingar um stærð lóða, byggingarmagn og verð er að finna á Kortavef bæjarins. Lóðarverð endurspeglar hámarks byggingarmagn á lóð. Verð fyrir einbýlishúsalóðir er frá um 21–32 milljónum króna. Einbýli á einni hæð á rúmar 21 milljón króna og einbýli á tveimur hæðum á tæpar 32 milljónir króna. Verð fyrir raðhúsalóðir er frá um 50–75 milljónum króna. Aðrar upplýsingar er að finna hér fyrir neðan.
Almennir úthlutunarskilmálar 2024 fyrir Ásland 4
Sótt er um rafrænt og mikilvægt að skila samhliða inn öllum viðeigandi fylgiskjölum til að tryggja að umsókn sé gild.