Skóla- og frístundaliði í frístundaheimilið Selið – Öldutúnsskóli

Sækja um starf

Umsóknarfrestur frá: 12.11.2024

Umsóknarfrestur til: 28.11.2024

Tengiliður: Kristján Hans Óskarsson

Öldutúnsskóli auglýsir eftir drífandi og kraftmiklum skóla- og frístundaliða til starfa. 

Um er að ræða 50% starf sem felur í sér stuðning og aðstoð við nemendur í frístundaheimilinu Selinu eftir hádegi alla virka daga

Í tómstundamiðstöðinni er starfsemi frístundaheimilis fyrir 6 – 9 ára börn og félagsmiðstöð fyrir 10 – 16 ára börn. Markmið tómstundamiðstöðvarinnar er að gefa börnum og unglingum tækifæri til að stunda skapandi og þroskandi félagsstarf í heilbrigðu umhverfi á jafnréttisgrundvelli.

Í Öldutúnsskóla er lögð áhersla á skapandi og gefandi námsumhverfi þar sem allir aðilar leitast við að gera námið í senn áhugavert og skemmtilegt. Við leggjum áherslu á góðan starfsanda og fjölbreytta kennsluhætti. Rík áherslu er lögð á teymisvinnu

Einkunnarorð skólans eru virðing, virkni og vellíðan og grundvallast starf skólans af þeim gildum. Skólinn vinnur samkvæmt hugmyndafræði SMT um jákvæða skólafærni og samkvæmt hugmyndafræði Olweusar gegn einelti og andfélagslegri hegðun. Skólinn leggur ríka áherslu á umhverfismál og hefur tekið á móti Grænfánanum fimm sinnum.

Í Öldutúnsskóla eru um 620 nemendur í 1. – 10. bekk.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Aðstoðar við faglegt starf með nemendum.
  • Starfar samkvæmt leiðsögn frá næsta yfirmanni.
  • Stuðlar að góðum aga og jákvæðum samskiptum.
  • Tekur þátt í skipulagningu, undirbúning og framkvæmd á fjölbreyttu tómstundastarfi.
  • Stuðlar að velferð ungmenna í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.
  • Leitast við að virkja sem flesta óháð getu eða þroska í fjölbreytt verkefni og taka fullan þátt í þeim verkefnum og viðburðum sem eru skipulögð.
  • Önnur verkefni sem yfirmaður felur starfsmanni og falla innan eðlilegs starfsviðs hans.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Reynsla og áhugi af starfi með börnum og unglingum.
  • Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Jákvætt viðmót og góð hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
  • Stundvísi og samviskusemi.
  • Góð íslenskukunnátta.

Gerð er krafa um hreint sakavottorð

Nánari upplýsingar veitir Kristján Hans Óskarsson, deildarstjóri tómstundar, í síma 664-5712 og í gegnum tölvupóst kristjan.oskarsson@oldutunsskoli.is. Valdimar Víðisson, skólastjóri, í síma 664-5898 og í gegnum tölvupóst valdimar.vidisson@oldutunsskoli.is

Umsóknarfrestur er til 28. nóvember

Greinargóð ferilsskrá fylgi umsókn.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við STH.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagins.

Önnur störf