Hafnarfjörður
  • Þjónusta
    Close sub menu button
    • Íþróttir og útivera

      Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.

      • Göngu- og hjólaleiðir
      • Íþróttafélög
      • Íþróttir og tómstundir
      • Leik- og boltavellir
      • Matjurtagarðar
      • Sumarnámskeið
      • Sundlaugar
    • Skóli og frístundastarf

      Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.

      • Dagforeldrar
      • Félagsmiðstöðvar
      • Frístundaheimili
      • Frístundastyrkur
      • Frístundaakstur
      • Grunnskólar
      • Heimgreiðslur
      • Leikskólar
      • Menntastefna
      • Tónlistarskólar
      • Ungmenni
    • Umhverfi og samgöngur

      Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.

      • Dýr
      • Hávaði
      • Hreinsun og umhirða
      • Nágranna­varsla
      • Sorphirða
      • Strætó
      • Veðrið í bænum
      • Veitur
      • Þjónustumiðstöð
    • Velferð

      Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.

      • Barnavernd
      • Eldra fólk
      • Fólk með fötlun
      • Félagsleg úrræði
      • Fjölmenning
    • Farsæld barna

      Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.

    • Þjónustuver

      Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.

  • Mannlíf
    Close sub menu button
    • Menning og listir

      Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.

      • Árlegir viðburðir
      • Bókasafn
      • Byggðasafn
      • Bæjarbíó
      • Bæjarlistamaður
      • Hafnarborg
      • Menningarstyrkir
    • Ferðaþjónusta

      Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.

      • Gististaðir
      • Tjaldsvæði
      • Upplýsingamiðstöð
    • Heilsubærinn

      Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.

      • Íþróttafólk ársins
      • Áhugaverðir staðir
      • Frístundastyrkir barna
      • Frístundastyrkir eldra fólks
      • Göngu- og hjólaleiðir
      • Íþróttafélög
      • Leik- og boltavellir
      • Sundlaugar
      • Sumarnámskeið
      • Veðrið í bænum
    • Viðburðir

      Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.

    • Menningararfur

      Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.

      • Álfa- og víkingabær
      • Brandarabærinn
      • Jólabærinn
      • Menningarbærinn
      • Saga Hafnarfjarðar
      • Vinabærinn
  • Framkvæmdir
    Close sub menu button
    • Byggingarmál

      Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.

      • Byggingarmál
      • Fyrirspurnir og viðtöl
      • Eyðublöð byggingarmála
      • Leiðbeiningar um rafræn skil gagna byggingarmála
      • Fasteignagjöld
    • Kort af bænum

      Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.

    • Lausar lóðir

      Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.

      • Atvinnuhúsnæði
      • Hesthús
      • Íbúðarhúsnæði
      • Lóðarleigusamningar
    • Skipulag

      Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.

      • Aðalskipulag
      • Framkvæmdir
      • Skipulag í kynningu
      • Uppbygging
      • Samgöngusáttmáli
  • Stjórnsýsla
    Close sub menu button
    • Atvinna og mannauður

      Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.

      • Laus störf
      • Símatími
      • Starfsfólk
      • Störf í leikskólum
      • Störf í tómstundamiðstöðvum
      • Vinnuskólinn
      • Starfsvottorð
    • Bæjarstjórn

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu. 

      • Bæjarstjóri
      • Bæjarstjórn
      • Fundur í beinni
      • Ráð og nefndir
    • Fundargerðir

      Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.

    • Rekstur og tölfræði

      Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.

      • Ársreikningar
      • Fjárhagsáætlanir
      • Húsnæðismál
      • Íbúakannanir
      • Opið bókhald
      • Umferð um vefinn
      • Vitinn hönnunarkerfi
    • Gjaldskrár

      Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.

    • Stjórnkerfi

      Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.

      • Barnvænt sveitarfélag
      • Hafðu áhrif
      • Heildarstefna til 2035
      • Neyðarnúmer
      • Neyðarstjórn
      • Persónuvernd
      • Ráð og nefndir
      • Stefnur og samþykktir
      • Skipurit
      • Styrkir
      • Útboð
    • Fréttir og skýrslur

      Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.

      • Fjölmiðlatorg
      • Fréttir og tilkynningar
      • Reglur um samfélagsmiðla
      • Skýrslur
      • Verkefnasögur
      • Útgefið efni
Mínar síður
is
  • English
Toggle Mobile Menu
Sumarstörf
  • Störf hjá Hafnarfjarðarbæ
  • Störf í leikskólum
  • Störf í tómstundamiðstöðvum
  • Mannauðsstefna
  • Jafnréttis- og mannréttindastefna
  • Hlunnindi
  • Nýtt starfsfólk hjá Hafnarfjarðarbæ

Sumarstörf

Skoða öll störf
Ábendingagátt Aðstoð
  • Fundargerðir
  • Netspjall
  • Neyðarnúmer
Hafnarfjörður

Hafnarfjarðarbær

Strandgata 8–10

220 Hafnarfjörður

Kennitala: 590169-7579

  • facebook
  • instagram

Hafðu samband

Opið mán.–fimmtudaga: 08:00–16.00

Opið föstudaga: 08:00–14:00

585 5500

hafnarfjordur@hafnarfjordur.is

  • facebook
  • instagram

Flýtileiðir

  • Ábendingagátt
  • Laus störf
  • Betri Hafnarfjörður
  • Gjaldskrár
  • Starfsfólk
  • Neyðarnúmer

Afleysingastörf í leikskólum

Umsóknarfrestur

28.02.2026
Skrá inn og sækja um starf
image description

Umsóknarfrestur frá: 01.09.2025

Umsóknarfrestur til: 28.02.2026

Tengiliður: mannaudur@hafnarfjordur.is

Deila starfi

Skoða nánar

Hér getur þú lagt inn umsókn í tímabundið afleysingastarf í leikskólum Hafnarfjarðar, en við leitum reglulega að starfsfólki í mjög fjölbreytt afleysingastörf. Oft er hægt að mæta óskum um ákveðið starfshlutfall, aðlaga vinnutíma t.d að annarri vinnu eða námi eða bjóða upp á tímavinnu. Vinsamlegast taktu fram ef þú ert að leita að ákveðnu starfshlutfalli eða tímavinnu í umsókn.

Timabundin afleysingastörf eru ekki alltaf auglýst og þá leita stjórnendur í umsóknargrunni. Hér er um að ræða afleysingastörf sem ekki er ætlað að standa lengur en til 12 mánaða samfellt, s.s. vegna orlofs, veikinda, barnburðarleyfis eða námsleyfis.

Umsóknir hér eru aðeins skoðaðar í tímabundin afleysingastörf og koma ekki til greina við úrvinnslu á störfum sem eru auglýst sérstaklega. Því hvetjum við þig til að fylgjast vel með öllum auglýstum störfum á vef Hafnarfjarðarbæjar og sækja sérstaklega um ef ákveðið starf vekur áhuga.

Umsókn þín um afleysingarstarf er virk í sex mánuði og verður óvirk eftir þann tíma. Hægt er að óska eftir að umsókn verði óvirkjuð innan þess tíma með því að senda póst á mannaudur@hafnarfjordur.is

Umsóknum um tímabundin afleysingastörf er ekki svarað sérstaklega, en farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Umsóknin gildir ekki fyrir sumarstörf eða atvinnuátök.

Skóla- og frístundaliði – Hraunvallaskóli

Umsóknarfrestur

26.12.2025
Skrá inn og sækja um starf
image description

Umsóknarfrestur frá: 12.12.2025

Umsóknarfrestur til: 26.12.2025

Tengiliður: Lars Jóhann Imsland Hilmarsson

Deila starfi

Skoða nánar

Hraunvallaskóli óskar eftir að ráða skóla- og frístundaliða í 50-75% starf út skólaárið 2025-2026.

Hraunvallaskóli hefur þá sérstöðu að innan veggja hans er rekinn bæði leik- og grunnskóli. Skólinn starfar eftir hugmyndafræði opna skólans og er byggingin hönnuð með það í huga. Kennarar vinna saman í teymum í kennslustundum og við skipulagningu og undirbúning kennslunnar. Nemendur í sama árgangi eru í sameiginlegum umsjónarhópum með sameiginlega umsjónarkennara á sínum heimasvæðum. Dyggðir Hraunvallaskóla eru vinátta, samvinna og ábyrgð.

Nánari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðunni www.hraunvallaskoli.is

Helstu verkefni og ábyrgð:

    • Sinnir gangavörslu og eftirliti með húsnæði og búnaði, heldur göngum og snyrtingum snyrtilegum yfir daginn
    • Aðstoðar við almennt bekkjarstarf undir leiðsögn kennara
    • Starfar í frístundaheimili og á sumar- og leikjanámskeiðum
    • Tekur á móti nemendum og aðstoðar
    • Aðstoðar í matsal og við undirbúning matmálstíma
    • Sinnir frímínútnagæslu, fylgd og gæslu í daglegu skólastarfi
    • Starfar með nemendum með sértækan vanda
    • Fylgist með og aðstoðar börnin í leik og starfi
    • Önnur verkefni sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Reynsla af starfi með börnum er æskileg
  • Íslenskukunnátta skilyrði
  • Almenn tölvukunnátta
  • Mikill áhugi og metnaður til að starfa með börnum
  • Uppbyggjandi í samskiptum, sveigjanleiki og mikil samstarfshæfni
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Stundvísi og samviskusemi

Skilyrði við ráðningu er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Lars Jóhann Imsland skólastjóri, lars@hraunvallaskoli.is, og Aðalbjörg Sigurðardóttir aðstoðarskólastjóri, adalbjorgs@hraunvallaskoli.is  í síma 590 2800.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Hafnarfjarðar.

Umsóknarfrestur er til og með 26. desember 2026.  

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika

Sérkennari eða þroskaþjálfi – Leikskólinn Stekkjarás

Umsóknarfrestur

02.01.2026
Skrá inn og sækja um starf
image description

Umsóknarfrestur frá: 05.12.2025

Umsóknarfrestur til: 02.01.2026

Tengiliður: Harpa Kolbeinsdóttir

Deila starfi

Skoða nánar

Leikskólinn Stekkjarás leitar að sérkennara eða þroskaþjálfa í leikskóla í 50-100% starf.

Við leitum að áhugasömum og metnaðarfullum einstakling sem hefur reynslu af vinnu með börnum.  Leikskólinn Stekkjarás er átta deilda og er staðsettur í Áslandshverfinu. Leikskólinn starfar eftir aðferðum Reggio Emilia og einkunnarorð leikskólans eru „Hugmyndir barnsins – verkefni dagsins“. Leitað er eftir áhugasömum og ábyrgum einstaklingi sem hefur metnað fyrir starfinu.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Skipuleggur sérkennslu fyrir barn/börn í samvinnu við deildarstjóra og sérkennslustjóra og leiðbeinir starfsfólki leikskólans þannig að það taki þátt í kennslu barna sem þurfa sérkennslu
  • Gerir skriflegar einstaklingsnámskrár fyrir barn/börn sem fá sérkennslu í samráði við deildarstjóra og sérkennslustjóra
  • Sér um að einstaklingsnámskrám sé framfylgt og þær endurmetnar í samráði við deildarstjóra og sérkennslustjóra
  • Veitir börnum sem þurfa á sérkennslu að halda sérstaka aðstoð og kennslu.
  • Gætir þess að barn sem nýtur sérkennslu einangrist ekki heldur sé hluti af hópnum og eigi hlutdeild í leikskólastarfinu
  • Vinnur í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn barna sem njóta sérkennslu á deildinni og situr fundi og viðtöl með þeim
  • Situr foreldrafundi sem haldnir eru á vegum leikskólans
  • Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Kennaramenntun (leyfisbréf fylgi umsókn) eða þroskaþjálfamenntun (starfsréttindi fylgi umsókn)
  • Framhaldsmenntun á sviði sérkennslufræða kostur
  • Reynsla af sambærilegu starfi kostur
  • Reynsla af teymisvinnu æskileg
  • Góð íslenskukunátta skilyrði
  • Þekking á skipulagðri kennslu (TEACCH) kostur
  • Færni í samskiptum og samstarfshæfileikar 
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

Fríðindi í starfi

  • 75% afsláttur af leikskólagjöldum
  • Bókasafnskort
  • Sundkort
  • Heilsuræktarstyrkur
  • Forgangur á leikskóla
  • Samgöngustyrkur

Skilyrði er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.

Nánari upplýsingar veitir um starfið veitir Harpa Kolbeinsdóttir, leikskólastjóri, harpako@hafnarfjordur.is, eða í síma 517-5920.

Umsóknarfrestur er til og með 2. janúar 2026.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags leikskólakennara eða Þroskaþjálfafélagi Íslands.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Skóla- og frístundaliði í Skarðsel – Skarðshlíðarskóli

Umsóknarfrestur

19.12.2025
Skrá inn og sækja um starf
image description

Umsóknarfrestur frá: 05.12.2025

Umsóknarfrestur til: 19.12.2025

Tengiliður: ingibjorg@skardshlidarskoli.is

Deila starfi

Skoða nánar

Við auglýsum eftir drífandi og kraftmiklum skóla- og frístundaliða í 40 -50% starfshlutfall í Skarðsel sem er frístundaheimili Skarðshlíðarskóla

Frístundaheimilið er fyrir nemendur í 1. – 4. bekk Skarðshlíðarskóla en það er opið eftir að skóla lýkur til kl 16:30 alla virka daga.

Gildi skólans eru samvinna, vinátta og þrautseigja.

Í Skarðshlíðarskóla eru áhugasamir og skemmtilegir nemendur, metnaðarfullt starfsfólk og öflugur foreldrahópur. Við leggjum áherslu á góðan starfsanda, teymiskennslu, fjölbreytta kennsluhætti, SMT skólafærni og að allir nemendur nái góðum árangri í leik og starfi. Mílan er órjúfanlegur hluti af skólastarfinu en í því felst að nemendur og starfsfólk fer út daglega og gengur, skokkar eða hleypur í 15 mínútur.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Aðstoðar við faglegt starf með nemendum
  • Starfar samkvæmt leiðsögn frá næsta yfirmanni
  • Stuðlar að góðum aga og jákvæðum samskiptum
  • Tekur þátt í skipulagningu, undirbúningi og framkvæmd á fjölbreyttu tómstundastarfi
  • Stuðlar að velferð ungmenna í samstarfi við foreldra og annað fagfólk
  • Leitast við að virkja sem flesta óháð getu eða þroska í fjölbreytt verkefni og taka fullan þátt í þeim verkefnum og viðburðum sem eru skipulögð
  • Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Reynsla af starfi með börnum er æskileg
  • Mikill áhugi og metnaður til að starfa með börnum
  • Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Jákvæðni og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi
  • Stundvísi og samviskusemi
  • Mjög góð íslenskukunnátta

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Skilyrði fyrir ráðningu er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð

Nánari upplýsingar veita Fjóla Sigrún Sigurðardóttir deildarstjóri tómstundamiðstöðvar, í síma 664-5823, fjolasig@skardshlidarskoli.is og Ingibjörg Magnúsdóttir, skólastjóri, í síma 6645871/ ingibjorg@skardshlidarskoli.is

Umsóknarfrestur er til og með 19.desember 2025

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Hafnarfjarðar.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagins.

Starfsmaður á heimili fyrir fatlað fólk – Smárahvammur

Umsóknarfrestur

17.12.2025
Skrá inn og sækja um starf
image description

Umsóknarfrestur frá: 03.12.2025

Umsóknarfrestur til: 17.12.2025

Tengiliður: ingibjorgo@hafnarfjordur.is

Deila starfi

Skoða nánar

Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða öflugan starfsmann í lærdómsríkt starf við þjónustu á heimili  fatlaðs fólks. Unnið er eftir hugmyndafræði þjónandi leiðsagnar, með áherslu á að íbúum líði sem best.

Spennandi og skemmtilegt starf, með fjölbreyttum verkefnum í vaktavinnu. Um er að ræða  90% starf í utankjarna og tímabundna afleysingu. 

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Veita þjónustunotendum stuðning við athafnir daglegs lífs
  • Fylgja þjónustuáætlunum og verklagsreglum
  • Virkja íbúa til þátttöku í samfélaginu og tómstundum
  • Hafa gaman í vinnunni og vera öðrum fyrirmynd
  • Sinna heimilisstörfum
  • Samskipti við ýmsa þjónustuaðila
  • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Reynsla af sambærilegu starfi æskileg
  • Áhugi á málefnum fatlaðs fólks
  • Íslenskukunnátta skilyrði
  • Þjónustulund og jákvæðni í starfi
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Ágætis tölvukunnátta 
  • Ökuréttindi skilyrði
  • Sjálfstæð vinnubrögð og sveigjanleiki í starfi
  • Líkamleg geta til þess að sinna verkefnum á vinnustað 

Æskilegt er að hafa náð 20 ára aldri, en skilyrði er að hafa hreint sakavottorð.

Umsókn fylgi greinargóð ferilskrá.  

Frekari upplýsingar um starfið veitir Ingibjörg Ólafsdóttir, forstöðuþroskaþjálfi á netfangið ingibjorgo@hafnarfjordur.is eða í síma 585-5765.

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Hafnarfjarðar.

Umsóknarfrestur er til og með 17. desember 2025.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins

Forfallakennari – Hraunvallaskóli

Umsóknarfrestur

16.12.2025
Skrá inn og sækja um starf
image description

Umsóknarfrestur frá: 02.12.2025

Umsóknarfrestur til: 16.12.2025

Tengiliður: Lars Jóhann Imsland Hilmarsson

Deila starfi

Skoða nánar

Hraunvallaskóli auglýsir eftir kennara til að sinna tilfallandi og/eða fastri forfallakennslu á yngsta, mið- og unglingastigi

Hraunvallaskóli hefur þá sérstöðu að innan veggja hans er rekinn bæði leik- og grunnskóli. Skólinn starfar eftir hugmyndafræði opna skólans og er byggingin hönnuð með það í huga. Í kennsluskipulagi er lögð áhersla á skipulag sem byggir á hópavinnu, þemanámi, einstaklingsvinnu, þrautalausnum, gagnrýnni hugsun og færni nemenda til að afla sér þekkingar og nýta sér nýjustu upplýsinga- og samskiptatækni í því skyni. Kennarar vinna saman í teymum í kennslustundum og við skipulagningu og undirbúning kennslunnar. Nemendur í sama árgangi eru í sameiginlegum umsjónarhópum með sameiginlega umsjónarkennara á sínum heimasvæðum. Dyggðir Hraunvallaskóla eru vinátta, samvinna og ábyrgð.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Annast tilfallandi og/eða fastri forfallakennslu
  • Stuðlar að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og fagfólk skólans
  • Vinnur að þróun skólastarfs í samstarfi við stjórnendur og samstarfsfólk
  • Vinnur eftir SMT skólafærni sem ætlað er að skapa gott andrúmsloft í skólum og tryggja öryggi og velferð nemenda og starfsfólks.
  • Skýr skuldbinding gagnvart stefnu og áherslum skólans

Mennunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf til kennslu (leyfisbréf fylgi umsókn)
  • Reynsla af kennslu í grunnskóla æskileg
  • Áhugi á að starfa með börnum og ungmennum
  • Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Jákvæðni og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi
  • Stundvísi og samviskusemi
  • Góð íslenskukunnátta

Starfshlutfall er eftir samkomulagi. Óskað er eftir að starfsmaður hefji störf sem fyrst í tilfallandi forföll.

Nánari upplýsingar um starfið veita Lars Jóhann Imsland skólastjóri í síma 590 2800, lars@hraunvallaskoli.is og Aðalbjörg Sigurðardóttir aðstoðarskólastjóri adalbjorgs@hraunvallaskoli.is 

Umsóknarfrestur er framlengdur til og með 16. desember 2025.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagins.

Starfsmaður í einstaklingsstuðningi – tímavinna

Umsóknarfrestur

06.01.2026
Skrá inn og sækja um starf
image description

Umsóknarfrestur frá: 10.09.2025

Umsóknarfrestur til: 06.01.2026

Tengiliður: ernaar@hafnarfjordur.is

Deila starfi

Skoða nánar

Hér getur þú lagt inn umsókn um starf í tímavinnu sem starfsmaður í einstaklingsstuðningi hjá Fjölskyldu- og barnamálasviði. Um er að ræða sveigjanlegan vinnutíma eftir að hefðbundnum vinnutíma lýkur. Umsækjandi þarf að vera orðinn 18 ára. 

Meginmarkmið með einstaklingsstuðningi er að að veita persónulegan stuðning og aðstoð sem einkum miðar að því að rjúfa félagslega einangrun í og efla viðkomandi til sjálfsbjargar og sjálfræðis.

Hæfniskröfur:

1. Samskipta‐ og samstarfshæfni

2. Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum

3. Þjónustulund og áreiðanleiki

4. Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.

5. Hæfni til einstaklingsmiðaðra úrlausna

6. Geta til að vinna undir álagi og aðlögunarhæfni

7. Góð almenn tölvukunnátta

8. Góð íslensku‐ og enskukunnátta 

Hér er um að ræða umsóknargrunn sem er unnið úr ef tækifæri opnast og því er umsóknum ekki svarað sérstaklega nema til ráðningar komi.

Upplýsingar veitir Erna Aradóttir ernaar@hafnarfjordur.is eða í síma 585-5500. 

Umsóknir eru gildar í 6 mánuði og geymdar samkvæmt lögum um Þjóðskjalasafn Íslands.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagins.

Afleysingastörf – Málefni fatlaðra

Umsóknarfrestur

28.02.2026
Skrá inn og sækja um starf
image description

Umsóknarfrestur frá: 01.09.2025

Umsóknarfrestur til: 28.02.2026

Tengiliður: mannaudur@hafnarfjordur.is

Deila starfi

Skoða nánar

Hér getur þú lagt inn umsókn í tímabundið afleysingastarf sem tengjast málefnum fatlaðra, en við leitum reglulega að starfsfólki í mjög fjölbreytt afleysingastörf.

Oft er hægt að mæta óskum um ákveðið starfshlutfall, aðlaga vinnutíma t.d að annarri vinnu eða námi eða bjóða upp á tímavinnu. Vinsamlegast taktu fram ef þú ert að leita að ákveðnu starfshlutfalli eða tímavinnu í umsókn.

 

Timabundin afleysingastörf eru ekki alltaf auglýst og þá leita stjórnendur í umsóknargrunni. Hér er um að ræða afleysingastörf sem ekki er ætlað að standa lengur en til 12 mánaða samfellt, s.s. vegna orlofs, veikinda, barnburðarleyfis eða námsleyfis.

 

Umsóknir hér eru aðeins skoðaðar í tímabundin afleysingastörf og koma ekki til greina við úrvinnslu á störfum sem eru auglýst sérstaklega. Því hvetjum við þig til að fylgjast vel með öllum auglýstum störfum á vef Hafnarfjarðarbæjar og sækja sérstaklega um ef ákveðið starf vekur áhuga.

 

Umsókn þín um afleysingarstarf er virk í sex mánuði og verður óvirk eftir þann tíma. Hægt er að óska eftir að umsókn verði óvirkjuð innan þess tíma með því að senda póst á mannaudur@hafnarfjordur.is

 

Umsóknum um tímabundin afleysingastörf er ekki svarað sérstaklega, en farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

 

Umsóknin gildir ekki fyrir sumarstörf eða atvinnuátök.

Önnur tímabundin afleysingastörf

Umsóknarfrestur

28.02.2026
Skrá inn og sækja um starf
image description

Umsóknarfrestur frá: 01.09.2025

Umsóknarfrestur til: 28.02.2026

Tengiliður: mannaudur@hafnarfjordur.is

Deila starfi

Skoða nánar

Hér getur þú lagt inn umsókn í tímabundið afleysingastarf hjá Hafnarfjarðarbæ. Hér er um að ræða önnur afleysingarstörf en í leikskólum, grunnskólum, tónlistarskóla og á sviði málefna fatlaðra. Þau störf eru auglýst sér á ráðningarsíðu.

Við leitum reglulega að starfsfólki í fjölbreytt afleysingastörf. Timabundin afleysingastörf eru ekki alltaf auglýst og þá leita stjórnendur eða mannauðsdeild í umsóknargrunni. Hér er um að ræða afleysingastörf sem ekki er ætlað að standa lengur en til 12 mánaða samfellt, s.s. vegna orlofs, veikinda, barnburðarleyfis eða námsleyfis.

Umsóknir hér eru aðeins skoðaðar í tímabundin afleysingastörf og koma ekki til greina við úrvinnslu á störfum sem eru auglýst sérstaklega. Því hvetjum við þig til að fylgjast vel með öllum auglýstum störfum á vef Hafnarfjarðarbæjar og sækja sérstaklega um ef ákveðið starf vekur áhuga.

Umsókn þín um afleysingarstarf er virk í sex mánuði og verður óvirk eftir þann tíma. Hægt er að óska eftir að umsókn verði óvirkjuð innan þess tíma með því að senda póst á mannaudur@hafnarfjordur.is

Umsóknum um tímabundin afleysingastörf er ekki svarað sérstaklega, en farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Umsóknin gildir ekki fyrir sumarstörf eða atvinnuátök.

Afleysingastörf í grunnskólum og tónlistarskóla

Umsóknarfrestur

28.02.2026
Skrá inn og sækja um starf
image description

Umsóknarfrestur frá: 01.09.2025

Umsóknarfrestur til: 28.02.2026

Tengiliður: mannaudur@hafnarfjordur.is

Deila starfi

Skoða nánar

Hér getur þú lagt inn umsókn í tímabundið afleysingastarf innan grunnskóla eða tónlistarskóla, en við leitum reglulega að starfsfólki í mjög fjölbreytt afleysingastörf.

Oft er hægt að mæta óskum um ákveðið starfshlutfall, aðlaga vinnutíma t.d að annarri vinnu eða námi eða bjóða upp á tímavinnu. Vinsamlegast taktu fram ef þú ert að leita að ákveðnu starfshlutfalli eða tímavinnu í umsókn. Timabundin afleysingastörf eru ekki alltaf auglýst og þá leita stjórnendur eða mannauðsdeild í umsóknargrunni.

Hér er um að ræða afleysingastörf sem ekki er ætlað að standa lengur en til 12 mánaða samfellt, s.s. vegna orlofs, veikinda, barnburðarleyfis eða námsleyfis.

Umsóknir hér eru aðeins skoðaðar í tímabundin afleysingastörf og koma ekki til greina við úrvinnslu á störfum sem eru auglýst sérstaklega. Því hvetjum við þig til að fylgjast vel með öllum auglýstum störfum á vef Hafnarfjarðarbæjar og sækja sérstaklega um ef ákveðið starf vekur áhuga.

Umsókn þín um afleysingarstarf er virk í sex mánuði og verður óvirk eftir þann tíma. Hægt er að óska eftir að umsókn verði óvirkjuð innan þess tíma með því að senda póst á mannaudur@hafnarfjordur.is

Umsóknum um tímabundin afleysingastörf er ekki svarað sérstaklega, en farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Umsóknin gildir ekki fyrir sumarstörf eða atvinnuátök.

Umsjónarkennari á yngsta stig – Áslandsskóli

Umsóknarfrestur

31.12.2025
Skrá inn og sækja um starf
image description

Umsóknarfrestur frá: 15.12.2025

Umsóknarfrestur til: 31.12.2025

Tengiliður: unnur@aslandsskoli.is

Deila starfi

Skoða nánar

Áslandsskóli óskar eftir að ráða umsjónarkennara á yngsta stig í tímabundna afleysingu

Ráðið er í stöðuna frá 1.janúar 2026

Áslandsskóli var stofnaður árið 2001 og er staðsettur í Áslandsshverfi í Hafnarfirði. Áslandsskóli er heildstæður grunnskóli með 1.-10.bekk og eru nemendur um 430 talsins. Einkunnarorð Áslandsskóla eru samvinna, ábyrgð, tillitsemi og traust. Áslandsskóli er heilsueflandi grunnskóli og er unnið markvisst að þeim málum innan skólans. Lögð er áhersla á að nemendur fái námsefni við hæfi og þrói þannig og þroski hæfileika sína með markvissum hætti. Í skólanum er lögð áhersla á vellíðan nemenda og góðan námsárangur.

Í skólanum er unnið eftir SMT skólafærni þar sem lögð er áhersla á að nálgast nemendur á jákvæðan hátt, gefa góðri hegðun gaum, styrkja og efla jákvæð samskipti milli nemenda og skapa jákvæðan skólabrag. 

Skólinn byggir stefnu sína á fjórum stoðum náms og menntunar sem eru:

  • Allar dygðir
  • Hnattrænn skilningur
  • Þjónusta við samfélagið
  • Að gera allt framúrskarandi vel

Hver árgangur mætir a.m.k. einu sinni í viku í morgunstund á sal. Morgunstundir eru vettvangur til að vinna með dygðir og stoðir skólans.

Áslandsskóli er símalaus skóli frá 1.-10.bekk.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Annast almenna kennslu á yngsta stigi
  • Vinnur að þróun skólastarfs í samstarfi við stjórnendur og samstarfsfólk
  • Stuðlar að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og fagaðila
  • Vinnur samkvæmt stefnu skólans þar með talið eftir SMT skólafærni
  • Vinnur eftir stefnu skólans í eineltis- og forvarnarmálum
  • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf til kennslu (leyfisbréf fylgi umsókn)
  • Góð og víðtæk reynsla á kennslu í grunnskóla 
  • Góð þekking á SMT skólafærni
  • Haldgóð þekking á kennslufræði námsgreina á yngsta stigi
  • Áhugi á að starfa með börnum og ungmennum
  • Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Jákvæðni og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi
  • Stundvísi og samviskusemi
  • Mjög góð íslenskukunnátta

Nánari upplýsingar um starfið veitir Unnur Elfa Guðmundsdóttir skólatjóri, unnur@aslandsskoli.is, og Hálfdan Þorsteinsson aðstoðarskólastjóri halfdanth@aslandsskoli.is.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við KÍ.

Umsóknarfrestur er til og með 31. desember 2025

Skilyrði er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð

Greinargóð ferilsskrá og leyfisbréf fylgi umsókn. 

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.