Sundlaugar lokaðar 19. og 20. desember

Tilkynningar

Vegna bilunar í Hellisheiðarvirkjun er engin framleiðsla á heitu vatni í virkjuninni sem stendur. Af þessum sökum þarf að loka öllum sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu 19. og 20. desember.

Uppfært 19 des kl. 16

Viðgerð stendur enn yfir og var bilunin umfangsmeiri en upphaflega var talið. Framleiðsla á heitu vatni í Hellisheiðarvirkjun er nú komin í gang að hluta til en ekki er búist við að viðgerðinni ljúki að fullu fyrr en í kvöld. Eftir að viðgerð lýkur tekur um hálfan sólahring að vinna upp vatnsforða til að geta staðið undir fullri eftirspurn. Því er ljóst að sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu munu ekki opna í fyrramálið. Staðan verður metin aftur á morgun.

Uppfært 19. des kl. 14.50 

Viðgerð stendur enn yfir. Vonast er til að viðgerð verði lokið fyrir kvöldið. Það tekur síðan um hálfan sólarhring að vinna upp vatnsforða til að geta staðið undir fullri eftirspurn. Enn er búist við að sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu geti opnað aftur í fyrramálið.

Tilkynning 19. des kl.10.32 

Vegna bilunar í Hellisheiðarvirkjun er engin framleiðsla á heitu vatni í virkjuninni sem stendur. Því er heildarframleiðslugeta á heitu vatni fyrir hitaveitu höfuðborgarsvæðisins skert um að minnsta kosti 20%. Af þessum sökum þarf að loka öllum sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu í dag. Vonast er til að lokunin vari einungis út daginn. Teymi frá Orku Náttúrunnar er komið á staðinn og viðgerð er hafin.

Takk fyrir sýndan skilning!

Ábendingagátt