Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Börn byrja í grunnskóla árið sem þau verða 6 ára og eru þá skólaskyld í 10 ár.
Grunnskólar sveitarfélagsins eru öllum börnum opnir. Starfsemi og skóladagatal er hægt að kynna sér á vefsíðum grunnskólanna.
Á því ári sem barnið þitt verður 6 ára færð þú póst í upphafi árs með upplýsingum um innritun í grunnskóla. Innritun hefst í upphafi árs og er fyrsta viðmið um innritun til 1. febrúar fyrir skólagöngu um haustið. Eftir þann tíma fækkar skólum sem eru í boði. Þú innritar barnið þitt á Mínum síðum á vefnum. Samhliða er hægt að sækja um frístundaheimili. Sótt er um frístundaheimili í gegnum Völu.
Þegar nær dregur vori mun sá skóli sem barnið þitt fékk skólavist í senda þér upplýsingar um skólastarfið framundan, mataráskrift og annað sem þú þarft að vita.
Hafnarfjörður er eitt skólaumdæmi sem er skipt upp í skólahverfi. Lögheimili barnsins ræður því í hvaða hverfisskóla það á örugga skólavist. Þú getur líka sótt um skóla fyrir barnið í öðrum hverfum eða öðru sveitarfélagi. Þá sækirðu um skólavist hjá viðkomandi skóla. Ef umsóknin er samþykkt þarf að sækja um greiðsluþátttöku Hafnarfjarðarbæjar á Mínum síðum.
Það þarf að vera með skólatösku, nesti og sundföt þegar það á við. Börnin fara út í frímínútur tvisvar á dag og er því gott að þau séu klædd eftir veðri og jafnvel með auka föt í töskunni. Skólinn útvegar allar námsbækur, stílabækur og ritföng.
Þú berð ábyrgð á námi barna þinna og ætlast er til að þú fylgist með náminu í samvinnu við barnið og kennara þess.
Ef barnið þarf frí frá skóla verður þú að sækja um leyfi fyrir því. Ef barnið er veikt þarftu að tilkynna það til skólans. Öll röskun á námi vegna fjarveru barnsins frá skóla er á þína ábyrgð, og verður þú að sjá til þess að barnið vinni það upp sem það kann að missa úr náminu.