Dagforeldrar

Dagforeldrar í Hafnarfirði eru sjálfstætt starfandi en fá starfsleyfi frá bænum sem hefur eftirlit með starfseminni.

Dagforeldrar

Niðurgreiðslur

Dagforeldrar eru með eigin gjaldskrá og er þeim ekki leyfilegt að samræma gjaldskrá sína, þess vegna eru gjöld mishá frá einu dagforeldri til annars.

Hafnarfjarðarbær greiðir niður daggæsluna. 

Niðurgreiðslur hefjast hjá:

  • foreldrum í sambúð þegar barn er 10 mánaða
  • einstæðum foreldrum þegar barn er 6 mánaða
  • námsfólki þegar barn er 6 mánaða. Báðir foreldrar þurfa að vera í námi og skila þarf inn staðfestingu á skólavist.

Skilyrði fyrir niðurgreiðslu eru að:

  • foreldri og barn eigi lögheimili í Hafnarfirði
  • barnið sé slysatryggt
  • viðkomandi dagforeldri hafi starfsleyfi
  • dvalarsamningur sé gerður milli foreldra og dagforeldris og samþykktur af daggæslufulltrúa

Systkinaafsláttur

Hægt er að fá systkinaafslátt þegar systkini eru samtímis hjá dagforeldri, í leikskóla eða í frístund. Annað barn fær 75% afslátt og þriðja 100% afslátt.

Á dvalarsamningi þarf að taka fram nafn, kennitölu og vistunarstað eldra systkinis. Daggæslufulltrúi sendir þá staðfestingu á viðeigandi stað.

Gjaldskrá

Niðurgreiðsla vegna dagforeldra

Mánaðarleg niðurgreiðsla miðast við dvalartíma barns að hámarki með efitrfarandi hætti.

Niðurgreiðsla vegna dagforeldra
Almenn niðurgreiðsla
Niðurgreiðsla fyrir hverja dvalarklukkustund á dag 13.184 kr.
Tekjuviðmið viðbótarniðurgreiðslu Tegund niðurgreiðslu
Einstaklingur
0 kr. til 5.515.232 kr. ( allt að 459.603 kr. á mánuði) Viðbótar- niðurgreiðsla 1
5.515.233 kr. til 6.618.277 kr. (allt að 551.523 kr. á mánuði) Viðbótar- niðurgreiðsla 2
Í sambúð
0 kr. til 8.272.849 kr. (allt að 689.404 kr á mánuði) Viðbótar- niðurgreiðsla 1
8.272.850 kr. til 9.927.416 kr. (allt að 827.285 kr. á mánuði) Viðbótar- niðurgreiðsla 2
Systkinaafsláttur
Með öðru systkini í leikskóla er veittur afsláttur í leikskólanum. Ef greitt er sérstök niðurgreiðsla gildir systkinaafsláttur leikskólagjalda