Dagforeldrar

Dagforeldrar í Hafnarfirði eru sjálfstætt starfandi en fá starfsleyfi frá bænum sem hefur eftirlit með starfseminni.

Dagforeldrar

Sækja um pláss

Foreldrar þurfa að hafa sjálfir samband við dagforeldra til að finna pláss. Flestir dagforeldrar eru með biðlista eftir plássum, þess vegna er gott að hafa samband með góðum fyrirvara. Hafnarfjarðarbær niðurgreiðir líka vistunargjald hjá dagforeldri utan Hafnarfjarðar.

Þegar þú hefur valið dagforeldri gerið þið samninga ykkar á milli. Þú þarft bæði að undirrita dvalarsamning við dagforeldrið og samning vegna niðurgreiðslu Hafnarfjarðarbæjar. Mikilvægt er að þú kynnir þér vel skilmálana í dvalarsamningnum. Gagnkvæmur uppsagnarfrestur dvalarsamnings er einn mánuður og miðast uppsögn við 1. eða 15. hvers mánaðar. Fyrsti gæslumánuður er reynslutími.