Dagforeldrar

Dagforeldrar í Hafnarfirði eru sjálfstætt starfandi en fá starfsleyfi frá bænum sem hefur eftirlit með starfseminni.

Dagforeldrar

Að gerast dagforeldri

Sækja um

Langar þig að gerast dagforeldri? Sóttu um hjá okkur.

Til að verða dagforeldri þarftu að:

  • vera 20 ára eða eldri
  • hafa lokið starfsréttindanámskeiði
  • skila læknisvottorði fyrir þig og annað fólk á heimilinu
  • skila umsögn síðasta vinnuveitanda ef hægt er, annars umsögn tveggja ábyrgra aðila
  • skila sakavottorði fyrir þig og aðra á heimilinu sem eru yfir 18 ára
  • skila skoðun eldvarnareftirlits
  • hafa leikrými innanhúss, að lágmarki 3 fermetrar fyrir hvert barn
  • bjóða upp á fullnægjandi og hættulausa útiaðstöðu
  • kaupa slysatryggingu fyrir börnin innan mánaðar frá því þú færð leyfi

Til að sækja um sendirðu umsókn í gegnum Mínar síður.

Starfsréttindanámskeið

Starfsréttindanámskeið eru haldin reglulega. Markmiðið með námskeiðinu er að veita hnitmiðaða og vel uppbyggða fræðslu um uppeldi og umönnun barna, þarfir og þroska, barnasjúkdóma, slys í heimahúsum og skyndihjálp, eldvarnir og öryggi barna.