Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Börn byrja í grunnskóla árið sem þau verða 6 ára og eru þá skólaskyld í 10 ár.
Börn geta fengið ýmis konar stuðning í grunnskólum. Nánari upplýsingar um þjónustuna fæst í hverjum skóla fyrir sig.
Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna tóku gildi þann 1. janúar 2022. Meginmarkmið laganna er að skapa umgjörð sem stuðlar að því að börn og foreldrar, sem á þurfa að halda, hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana. Öll börn undir 18 ára aldri og fjölskyldur þeirra skulu hafa aðgang að tengilið þjónustu í þágu farsældar barns eftir því sem þörf krefur. Hlutverk tengiliðar er:
Þegar barn er við nám í leik-, grunn-, eða framhaldsskóla er tengiliður þjónustu í þágu farsældar barns starfsmaður skólans þar sem barnið er við nám eða leik.
Börn sem hafa sérþarfir í grunnskólum fá sérstaka þjónustu til að styðja við nám sitt, hvort sem það er tímabundið eða á allri skólagöngunni. Öll börn eiga rétt á stuðningi, engin krafa er um greiningu.
Stuðningurinn getur ýmist verið veittur inni í bekk samhliða almennri kennslu, í sérstökum kennslustofum með öðrum sérkennslunemendum, í sérdeildum innan grunnskólanna í Hafnarfirði eða í sérskólum utan bæjarins.
Nemendur sem hafa annað móðurmál en íslensku eða hafa búið lengi erlendis eiga rétt á sérstakri íslenskukennslu. Sú kennsla fer fram í öllum grunnskólum bæjarins. Það er á ábyrgð hvers grunnskóla að koma á móts við börn sem þurfa á þessari aðstoð að halda og sjá um þjónustuna.
Foreldrar sem tala ekki íslensku eiga rétt á að fá túlkaþjónustu á foreldrafundum og öðrum samverum í skólum þeim að kostnaðarlausu.
Börn sem glíma við frávik í máli eða tali eiga rétt á greiningu talmeinafræðings ásamt sérkennslu og stuðningi við nám í grunnskóla. Talmeinafræðingur veitir einnig ráðgjöf til starfsfólks grunnskóla. Foreldrar geta óskað eftir greiningu og ráðgjöf talmeinafræðings, í öllum tilvikum þarf skriflegt samþykki foreldra að liggja fyrir áður en greining fer fram.
Í hverjum skóla starfar námsráðgjafi sem sinnir náms- og starfsráðgjöf fyrir nemendur. Verkefni námsráðgjafa eru meðal annars að styðja einstaka nemendur, náms- og starfsfræðsla og vinna að forvörnum ásamt forvarnarfulltrúa.
Sálfræðingur starfar í öllum grunnskólum bæjarins. Sálfræðingur skólans sinnir greiningu, fræðslu, stuðningi og ráðgjöf en ekki meðferð. Tilvísanir til sálfræðings berast í gegnum nemendaverndarráð eða brúarteymi grunnskólans. Samþykki foreldra verður alltaf að liggja fyrir. Tilefni beiðna geta verið margvísleg en áhersla er lögð á snemmtækt mat og greiningu á stöðu nemanda vegna náms, hegðunar og sálrænna erfiðleika.
Í gegnum brúarteymi skólanna er hægt að fara á ýmis námskeið sem styðja við nemendur og foreldra.
Dæmi um námskeið í boði:
Ef nemandi fær ekki fullnægjandi aðstoð vegna fötlunar, sjúkdóms eða námslegra, félagslegra eða tilfinningalegra erfiðleika getur foreldri talað við umsjónarkennari sem vísar málinu til nemendaverndarráðs.
Í nemendaverndarráði grunnskóla sitja:
Leitað er lausna við aðstæðum og erfiðleikum barnsins, til dæmis með aðstoð brúarteymis. Teymið kortleggur stöðu barnsins og leitar sameiginlegra lausna til að styðja við barnið og fjölskyldu.