Félagsleg úrræði
Allir íbúar Hafnarfjarðar eiga að geta búið við fjárhagslegt og félagslegt öryggi.
Fjárhagsaðstoð
Sækja um fjárhagsa...Í hverju felst fjárhagsaðstoð?
Fjárhagsaðstoð er fyrir einstaklinga og fjölskyldur sem ekki geta séð sér og sínum farborða án aðstoðar. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að fólk þarf á fjárhagslegum stuðningi að halda. Aðstoðin miðar ávallt að því að styðja íbúa til sjálfshjálpar.
Umsækjendur þurfa að kanna öll réttindi sín til annarra greiðslna, þar með talið frá almannatryggingum, vinnumálastofnun, lífeyrissjóðum og sjúkrasjóðum stéttarfélaga áður en Hafnarfjörður getur veitt fjárhagsaðstoð.
- Þú þarft að vera eldri en 18 ára og eiga lögheimili í Hafnarfirði.
- Fjárhagsaðstoð til einstaklinga getur verið allt að 255.800 kr. á mánuði.
- Fjárhagsaðstoð til hjóna eða fólks í sambúð getur verið allt að 409.280 á mánuði.
Hvernig er sótt um fjárhagsaðstoð?
Þú sækir um á island.is og færð sendan tölvupóst þegar búið er að fara yfir umsóknina eða ef einhver gögn vantar til að klára afgreiðslu.
- Ef umsókn er samþykkt færðu greitt næstu mánaðarmót.
- Ef umsókn er hafnað færðu útskýringu á ákvörðuninni. Ef þér finnst hún ekki standast málefnanlega geturðu vísað henni til úrskurðarnefndar velferðarmála með aðstoð þíns félagsráðgjafa.
Skilyrði fjárhagsaðstoðar
- Skilyrði fyrir greiðslu fjárhagsaðstoðar er að einstaklingur dvelji á Íslandi og þiggi ekki stuðning eða sæki vinnu í öðru landi.
- Þegar sótt er um fjárhagsaðstoð í fyrsta skipti eða þegar liðnir eru sex mánuðir frá því að síðast var sótt um fjárhagsaðstoð er umsækjanda skylt að sanna á sér deili með því að mæta í þjónustuver með gild persónuskilríki með mynd innan tveggja virkra daga frá því umsókn er lögð fram.
Nánar er hægt að kynna sér reglur og skilyrði fjárhagsaðstoðar í reglum um fjárhagsaðstoð.