Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Almenn gleði, kosningar og afmæli Hafnarfjarðarbæjar lita þennan laugardag. Já, það er hátíðarbragur á þessum kosningadegi sem lendir á 116. afmælisdegi Hafnarfjarðar. Öll söfn Byggðasafns Hafnarfjarðar verða opin frá 11-17, Hafnarborg býður gestum upp á nýja sýningu auk þess sem gleðina verður að finna á Bókasafni Hafnarfjarðar. Til hamingju!
Hafnarfjarðarbær fagnar í dag, laugardaginn 1. júní 2024, 116 ára afmæli. Sveitarfélagið fékk kaupstaðaréttindi þann 1. júní 1908. Hafnarfjörður hefur þroskast og dafnað á sínum 116 árum. Ári frá kaupstaðaréttindunum, þann 1. júní 1909, bjuggu 1.469 manns í bænum og voru 109 börn skráð í barnaskóla bæjarins.
Nú í ársbyrjun búa hér rétt tæplega 32.000 og nemendur í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins eru rúmlega 6000. Það er hátíð í bæ og Hafnfirðingar hvattir til að fagna afmælinu. Þau fullorðnu eru þó minnt á að að gleyma sér ekki í afmælisgleðinni og nýta kosningarétt sinn. Þau yngri munu finna gleðina á Bókasafni Hafnarfjarðar. Þau geta hitað upp fyrir sumarlesturinn, prinsessur leiða föndursmiðju á mörgum tungumálum og Dr. Bæk mætir og fer yfir reiðhjólin fyrir ævintýraleiðangra sumarsins.
Þau sem vilja njóta listar og menningar þennan kosninga- og afmælisdag geta litið við á Byggðasafni Hafnarfjarðar og í Hafnarborg. Þann 1. júní ár hvert opna öll sýningarhús Byggðasafnsins og í gær opnaði enn ein nýja sýningin í Hafnarborg sem vert er að skoða. Ásvallalaug og Suðurbæjarlaug eru opnar og svo – rétt eins og þið vitið – þá býr afmælisbæinn okkar að fallegum útivistarperlum. Hér má sjá nokkrar hugmyndir að skemmtun á 116 ára afmælisdaginn og aðra daga:
Kjörfundur í Hafnarfirði vegna forsetakosninganna hefst kl. 9 og lýkur kl. 22. Kjörstaðir í Hafnarfirði eru Lækjarskóli, Sólvangsvegi 4 og Ásvellir, íþróttamiðstöð.
Það er frábær dagur í vændum. Njótið, því hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag, hann Hafnarfjarðarbær.
Gera má ráð fyrir að áfram verði tafir á sorphirðu þessa vikuna. Fundað var með forsvarsmönnum Terra nú síðast í…
Við íbúar Hafnarfjarðar fáum tækifæri til að hafa áhrif á uppfærða umhverfis- og auðlindastefnu. Hægt er að koma með hugmyndir…
Skipaður hefur verið starfshópur sem finna á nýjum golvelli stað í landi Hafnarfjarðar. Samráð verður haft við hagsmunaaðila.
„Þótt námskeiðið sé fyrir ung börn er þetta svo mikið gert fyrir foreldra,“ segir María Gunnarsdóttir, sem heldur tónlistarnámskeið fyrir…
Fuglaflensa hefur greinst á höfuðborgarsvæðinu. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélagsins hefur samið við Dýraþjónustu Reykjavíkur um að fjarlæga dauða fugla. Meindýraeyðar þurfa staðsetningu…
Drög að nýrri umhverfis- og auðlindastefnu fyrir Hafnarfjörð liggja fyrir. Kallað er eftir þátttöku íbúa í rýni á drögum og…
Ákveðið hefur verið að setja upp tvo nýja ærslabelgi í Hafnarfirði á árinu 2025 á völdum opnum svæðum í bænum…
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…