Um jólatré og flugeldarusl

Tilkynningar

Af gefnu tilefni vill Hafnarfjarðarbær vekja athygli á því að starfsfólk bæjrins hirðir ekki jólatré frá íbúum eftir jólahátíðina. Flugeldarusl má ekki fara í sorptunnur heimila heldur þurfa að fara á endurvinnslustöðvar.

Jólatré

Af gefnu tilefni vill Hafnarfjarðarbær vekja athygli á því að starfsfólk bæjrins hirðir ekki jólatré frá íbúum eftir jólahátíðina. Bent er á að íþróttafélög og félagasamtök eru í dag farin að bjóða upp á þá þjónustu að sækja jólatré heim að dyrum á ákveðnum degi gegn gjaldi sem lið í fjáröflun sinni.

Upplýsingar um önnur íþróttafélög sem sinna þessari þjónustu eru vel þegin. Sendið upplýsingar á hafnarfjordur@hafnarfjordur.is.

Sorpa tekur einnig á móti öllum trjám eftir hátíðarnar – opnunartíma Sorpu er að finna hér

Flugeldarusl

Eftir áramótin er flugeldarusl oft áberandi í bænum. Brýnt er fyrir bæjarbúum að koma þessu rusli á endurvinnslustöðvar en það má ekki fara í tunnurnar. Sama gildir með ósprungna flugelda, þeir eiga að fara í spilliefnagáminn á Sorpu. Upplýsingar um flokkun efna frá jólahátíðinni má finna á vef Sorpu.

Ábendingagátt