Veitur leggja nýjar hitaveitulagnir við Ásbraut og Ásvallabraut

Tilkynningar

Á næstu vikum munu Veitur hefja vinnu í nágrenni íbúa á Völlum, Skarðshlíð og Hamranesi. Fyrirhugað er að leggja nýja hitaveitulögn við Ásbraut auk þess sem lögð verður lögn að Hamraneshverfi meðfram Ásvallabraut á um 1300 metra löngum kafla. Verið er að bregðast við uppbyggingu á svæðinu og bæta þrýsting á heita vatninu.

Ný hitaveitulögn við Ásbraut

Á næstu vikum munu Veitur hefja vinnu í nágrenni íbúa á Völlum, Skarðshlíð og Hamranesi. Fyrirhugað er að leggja nýja hitaveitulögn við Ásbraut auk þess sem lögð verður lögn að Hamraneshverfi meðfram Ásvallabraut á um 1300 metra löngum kafla. Verið er að bregðast við uppbyggingu á svæðinu og bæta þrýsting á heita vatninu. Með lögninni við Ásvallabraut verður svæðið hringtengt sem eykur rekstraröryggi og afhendingu heits vatns.

Hjáleiðir og áhersla á öryggi vegfarenda og starfsfólks

Gera má ráð fyrir þrengingum á vegum næst framkvæmdasvæðum, en aðgengi gangandi og hjólandi vegfarenda verður tryggt allan tímann. Hjáleiðir verða settar upp og áhersla lögð á öryggi vegfarenda og starfsfólks. Veitur áætla að vinnan standi yfir fram í desember á þessu ári. Gengið verður frá yfirborði að framkvæmd lokinni. Ef til þess kemur að loka þurfi tímabundið fyrir heita vatnið á einhverjum tímapunkti þá verður það tilkynnt sérstaklega og með fyrirvara. Veitur endurnýja lagnir til að tryggja öllum íbúum nauðsynlega innviði og lífsgæði til framtíðar.

Upplýsingar um framkvæmdina ásamt mynd af fyrirhuguðu vinnusvæði má finna á vef Veitna.

 

Ábendingagátt