Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Söfnin í Hafnarfirði og Ásvallalaug taka virkan þátt í Vetrarhátíð í Hafnarfirði með fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá fyrir alla aldurshópa.
Fjölbreytt dagskrá og frítt inn á alla viðburði
Vetrarhátíð verður haldin dagana 2.–4. febrúar og fer hátíðin fram í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Þessi hátíð ljóss og myrkurs samanstendur af þrem meginstoðum: Safnanótt, Sundlauganótt og ljósalist ásamt fjölbreyttum viðburðum þar sem fjöldi listamanna tekur þátt í að skapa einstaka stemningu á höfuðborgarsvæðinu.
Á Byggðasafni Hafnarfjarðar, Bókasafni Hafnarfjarðar og í Hafnarborg verður boðið upp á skemmtilega og fjölbreytta dagskrá á Safnanótt föstudagskvöldið 3. febrúar en þá opna fjölmörg söfn á öllu höfuðborgarsvæðinu dyr sínar og bjóða upp á skemmtilega og fjölbreytta dagskrá frá kl. 18-23. Lögð verður áhersla á að bjóða upp á óhefðbundna, litríka og líflega viðburði þetta kvöld og veita gestum nýja sýn á söfnin. Safnanótt var síðast haldin árið 2020 og eftirvæntingin því mikil. Íbúar og gestir á öllum aldri geta notið Safnanætur fram eftir kvöldi sér að kostnaðarlausu.
Á Bókasafni Hafnarfjarðar mæta andlitsmálarar og Blaðrarinn sívinsæli, sagan Tindátarnir verður sögð með skuggabrúðuleikhúsi af listamönnum Kómedíuleikhússins og fram fer rómantískur og (ó)huggulegur bókmenntaviðburður þar sem glæpasagnadrottningar og nýliði ársins í sakamálum spjalla.
Á Byggðasafninu verða leikarar á sveimi um Pakkhúsið og glæða safnið lífi, hægt verður að skoða magnaða muni í myrkrinu í Beggubúð og tónlistarhópurinn Klassík heldur tónleika kl. 19:30.
Í Hafnarborg verður verki eftir myndlistarkonuna Þórdísi Erlu Zoëga varpað á gafl Hafnarborgar, Sunna Gunnlaugs Trio kemur fram á síðdegistónleikum kl. 18 og Anna Rós Lárusdóttir býður uppá jógastund fyrir alla innan um skúlptúra listakonunnar Sóleyjar Eiríksdóttur. Á laugardag býður Hafnarborg svo uppá jógastund fyrir fjölskylduna kl. 14.
Heildardagskrá safnanætur í Hafnarfirði
Ásvallalaug verður opin fram á kvöld og í boði skemmtileg dagskrá laugardaginn 4. febrúar frá kl. 17-22 en þá verður frítt í sund í þrettán sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu. Ásvallalaug er í hópi þeirra. Uppákomur í laugunum verða af margvíslegum toga og munu gestir fá að upplifa einstaka og óvenjulega kvöldstund í mögnuðu myrkri. Ljós, myrkur og gleði verða allsráðandi, þar sem gestir eru hvattir til að taka þátt með því að slaka á og njóta stundarinnar.
Gestir í Ásvallalaug fá að upplifa öðruvísi kvöldstund í lauginni þar sem ljós, myrkur og gleði verða allsráðandi. Gestir eru hvattir til að taka þátt með því að dansa og syngja til að byrja með en slaka svo á og njóta stundarinnar þegar líða tekur á kvöldið. Síkátu zúmbínurnar hefja dagskrána á Aqua zumba, Sundfélag Hafnarfjarðar stýrir bombukeppni um hver nær stærstu gusunni og Kvikmyndasafn Íslands býður upp á sundbíó og sýnir lifandi myndefni úr safnkosti meðal annars frá Hafnarfirði og landinu öllu á risaskjá.
Heildardagskrá sundlauganætur í Ásvallalaug
Í tilefni Safnanætur verður verki eftir myndlistarkonuna Þórdísi Erlu Zoëga varpað á gafl Hafnarborgar, sem og innri vegg safnsins, svo vegfarendur, gestir og fólk í nágrenni þess fái notið þessa tímabundna listaverks. Þórdís lauk námi við Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam árið 2012 og hefur verið virk í sýningarhaldi bæði innanlands og á alþjóðlegum vettvangi. Í listsköpun sinni vinnur Þórdís með tengsl okkar við hinn stafræna heim, stefnur og rútínur í margvíslegum miðlum.
Vegna vatnsveðurs er því miður ekki hægt að setja upp ljósaslóð í einkennislitum Vetrarhátíðar, grænum og fjólubláum, í Hellisgerði. Að hátíðinni lokinni verður hafist handa við að taka jólaljósin niður með hækkandi sól og á Vetrarhátíð er því síðasti séns að skoða ljósadýrðina í Hellisgerði.
Ljósaslóð Vetrarhátíðar verður í lykilhlutverki en það er gönguleið frá Hallgrímskirkju niður Skólavörðustíg og niður á Austurvöll sem vörðuð er með ljóslistaverkum. Þessi ljóslistaverk munu lýsa upp miðbæinn frá kl. 18:30–22:30 alla daga Vetrarhátíðar. Gestir geta því notið útiveru og upplifunar utandyra með sínum nánustu á sínum eigin hraða.
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Opnað hefur verið fyrir innritun barna sem eru að fara í 1. bekk grunnskóla í Hafnarfirði haustið 2025 og er…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…
Hafnarfjarðarbær hefur svo gott sem lokið við LED-ljósavæðingu götulýsingar bæjarfélagsins. 95% ljósastaura nota LED-lýsingu. Víða í stofnunum bæjarins hefur LED-lýsing…
Nýsköpunarsetrið við Lækinn hefur fengið nýjan forstöðumann sem mótar nú starfsemina og stefnir á að vera kominn á fullt skrið…
Myndarlegur hópur mætti í kalda fjöruna við Langeyrarmalir og stakk sér í sjóinn á Nýársdag. Sjósbaðsstelpurnar Glaðari þú undirbjuggu og…
Það er mikill hugur í Skíða- og Skautafélagi Hafnarfjarðar og til stendur að félagið leggi gönguskíðaspor á Hvaleyrarvatni í dag…
Nú um áramótin tók Valdimar Víðisson við starfi bæjarstjóra Hafnarfjarðar af Rósu Guðbjartsdóttur sem gengt hefur embættinu síðan í júní…