Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
[Унизу українська.]
Laugardaginn 30. nóvember kl. 13 mun Iryna Kamienieva, myndlistarmaður og sýningarstjóri, vera með leiðsögn á úkraínsku um sýningu Péturs Thomsen, Landnám, þar sem getur að líta verk úr yfirstandandi seríu listamannsins, sem ber sama titil en jafnframt er þetta í fyrsta sinn sem Pétur heldur sýningu á verkunum undir þeim titli.
Landnám er langtíma-ljósmyndaverk þar sem Pétur rannsakar nýtingu manna á landi og hvaða áhrif hún hefur á náttúruna. Listamaðurinn ljósmyndar námur, vegi, hraun, skóga, læki og ræktarlönd í skjóli myrkurs og notast við flass til að afmarka viðfangsefni sín. Myndirnar verða þannig vitnisburður um umhverfingu manna á náttúrunni sem hefur undanfarnar aldir verið svo umfangsmikil að margir telja athafnir mannsins hafa gangsett nýtt jarðsögulegt tímabil, mannöldina: tímabil sem stafar meðal annars af loftslagsbreytingum og hlýnun jarðar.
Iryna Kamienieva er myndlistarmaður og sýningarstjóri frá Úkraínu. Hún hefur verið búsett á Íslandi frá árinu 2022 þar sem hún hefur bæði starfað á vettvangi myndlistar og við móttöku flóttafólks.
Á mínu máli er viðburðadagskrá sem miðar að því að auka aðgengi fólks með margs konar bakgrunn að Hafnarborg með því að bjóða gesti velkomna á ólíkum tungumálum. Viðburðurinn er samstarf Hafnarborgar og GETU – hjálparsamtaka sem með fjölbreyttum viðburðum og félagsstarfi leitast við að stuðla að inngildingu og jákvæðri fjölmenningu. Verkefnið er styrkt af safnasjóði.
Aðgangur ókeypis – verið öll velkomin.
.
В суботу 30 листопада о 13:00 художниця та кураторка Ірина Камєнєва проведе для відвідувачів екскурсію українською мовою виставкою Пєтура Томсена «Поселення» (Settlement). В експозиції представлені роботи художника з одноіменної серії. Це перша виставка, що носить цю назву.
«Поселення» це довготривалий фотопроєкт Пєтура Томсена, в якому він досліджує використання землі та вплив людини на природу. Пєтур фотографує кар’єри, дороги, лавові поля, ліси, струмки та оброблену землю у темряві, використовуючи спалах, щоб окреслити потрібний об’єкт. Таким чином, фотографії стають свідченням трансформації природи людиною, яка набула такого масштабу за останні сторіччя, що багато хто виокремлює нову геологічну епоху – Антропоцен: період, що, серед іншого, відзначається кліматичними змінами та глобальним потеплінням.
Ірина Камєнєва – художниця та кураторка з України. Вона проживає в Ісландії з 2022 року, де працює одночасно в сферах мистецтва та прийому біженців.
«Моєю мовою» – це серія заходів, спрямована на те, щоб зробити Хапнарборг доступнішим для людей різного походження за допомогою проведення подій різними мовами. Це співпраця Хапнарборгу та GETA – організації допомоги, що має на меті створення більш толерантного та інклюзивного суспільства за допомогою широкого спектру заходів. Програма існує завдяки підтримці музейного фонду.
Вхід безкоштовний – ласкаво просимо усіх бажаючих.
Þriðjudaginn 3. desember kl. 12 bjóðum við ykkur velkomin á síðustu hádegistónleika ársins í Hafnarborg en að þessu sinni verður Íris Björk…
Laugardaginn 7. desember fyllist Hafnarborg af söng og hátíðaranda en þá koma saman ýmsir kórar úr Hafnarfirði og flytja jólalög…
Laugardaginn 7. desember fyllist Hafnarborg af söng og hátíðaranda en þá koma saman ýmsir kórar úr Hafnarfirði og flytja jólalög fyrir…