Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Þriðjudaginn 3. október kl. 12 verða næstu hádegistónleikar í Hafnarborg en að þessu sinni verður tenórinn Gissur Páll Gissurarson gestur Antoníu Hevesi, píanóleikara og listræns stjórnanda tónleikaraðarinnar. Þá munu þau flytja aríur úr óperum og óperettum eftir Mozart, Donizetti, Massenet og Lehár. Yfirskrift tónleikanna er svo hin áleitna spurning „Hvað er ást?“
Gissur Páll Gissurarson, tenór, á langan feril að baki en aðeins ellefu ára þreytti hann frumraun sína á sviði í titilhlutverkinu í Oliver Twist. Árið 2001 hóf hann svo nám við Conservatorio Giovanni Battista Martini í Bologna. Þá var fyrsta óperuhlutverk hans á Ítalíu Ruiz í óperunni Il Trovatore í Ravenna. Árið 2004 tók hann þátt í uppfærslu á Così fan tutte, undir stjórn Claudio Abbado í Ferrara, Reggio Emilia og Modena. Gissur Páll hefur meðal annars sungið hlutverk Danilos í Kátu ekkjunni, hlutverk Nemorinos í Ástardrykknum og Almaviva í Rakaranum í Sevilla. Hann hefur einnig sungið í uppfærslum á Werther eftir Massenet og Les mammelles de Tirésias eftir Poulenc svo fátt eitt sé nefnt. Þess má einnig geta að árið 2006 tók Gissur Páll þátt í tveimur alþjóðlegum söngvarakeppnum á Ítalíu og vann til verðlauna í þeim báðum.
Í desember 2010 kom út fyrsta sólóplata Gissurar Páls, Ideale, sem hlaut frábærar viðtökur. Árið 2014 hljóðritaði hann svo tólf þekktar ítalskar óperuaríur með Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Petris Sakari. Þá söng Gissur Páll hlutverk Rodolfos í uppsetningu Íslensku óperunnar á La bohème vorið 2012 og var í kjölfarið tilnefndur til Grímunnar sem söngvari ársins en hann hlaut íslensku tónlistarverðlaunin árið 2012 sem klassíski söngvari ársins. Á síðustu árum hefur Gissur Páll komið fram í Ástardrykk Donizettis í Rotterdam í Hollandi, tónleikum í Westphalia í Þýskalandi og tónleikaröð í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum, auk óperuhátíðar í Eistlandi og fjölmargra tónleika og annarra verkefna á Íslandi.
Antonía Hevesi, píanóleikari, hefur frá upphafi verið listrænn stjórnandi hádegistónleika í Hafnarborg, sem hafa verið fastur liður í dagskrá safnsins síðan 2003. Þar hefur Antonía fengið til liðs með sér marga af fremstu söngvurum landsins en markmiðið með tónleikunum að veita gestum tækifæri til að njóta lifandi tónlistarflutnings í góðu tómi. Þá fara hádegistónleikarnir að jafnaði fram fyrsta þriðjudag hvers mánaðar yfir vetrartímann.
Tónleikarnir hefjast kl. 12 og standa yfir í um hálfa klukkustund. Húsið opnar kl. 11:30 og tónleikarnir eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir. Aðgangur ókeypis.
Boð á síðustu Síðdegistóna ársins 2023 Föstudaginn 8. desember kl. 18 byður Hafnarborg gesti velkomna á síðustu Síðdegistóna ársins í…