Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Sunnudaginn 1. október kl. 14 bjóðum við ykkur velkomin á spjall um haustsýningu Hafnarborgar, Landslag fyrir útvalda, með Fritz Hendrik IV, sem er einn þeirra listamanna sem eiga verk á sýningunni, og Evu Lín Vilhjálmsdóttur, sem stýrir sýningunni ásamt Oddu Júlíu Snorradóttur.
Á sýningunni er lagt upp með að kanna myndmál og möguleika veruleikaflótta. Þá búum við í heimi öfgafullra yfirvofandi breytinga, þar sem samfélagið kallar í síauknum mæli eftir því að einstaklingar beri ábyrgð á hnattrænum vandamálum. Að leita á vit flóttans er því orðinn stór hluti hversdagsleikans, enda þótt veruleikaflóttinn hafi fylgt okkur um aldanna rás og birtingarmyndir hans endurspegli jafnan það ástand sem ætlunin er að flýja.
Listamennirnir sem taka þátt í sýningunni eru Arna Beth, Fritz Hendrik IV, Margrét Helga Sesseljudóttir, Sól Hansdóttir, Vikram Pradhan, Bíbí Söring og Þrándur Jóhannsson, auk þess sem sýnd eru verk eftir Eirík Smith, Patrick Huse og Sigrid Valtingojer úr safneign Hafnarborgar og Listasafns ASÍ.
Fritz Hendrik IV (f. 1993) er íslenskur myndlistarmaður sem býr og starfar í Reykjavík. Í myndlist sinni fjallar hann meðal annars um þá meðvituðu og ómeðvituðu sviðsetningu sem einkennir lífið, listir og menningu sem og samband hefðar, skynjunar og þekkingar. Hann hefur haldið einkasýningar í Kling og Bang og Ásmundarsal, auk þess að hafa tekið þátt í samsýningum í Listasafni Reykjavíkur, Listasafni Íslands, Hafnarborg og Moscow Biennale for Young Art í Rússlandi. Verk Fritz eru í eigu fjölda einkaaðila og safna, svo sem Listasafns Íslands og Listasafns Reykjavíkur.
Eva Lín Vilhjálmsdóttir (f. 1995) útskrifaðist með BA í heimspeki frá Háskóla Íslands og MA í heimspeki með áherslu á listheimspeki frá King’s College London. Um þessar mundir starfar hún sem samskiptafulltrúi hjá i8 gallerí ásamt því að vinna sjálfstæð verkefni. Eva Lín hefur skrifað um list og tekið viðtöl við listamenn fyrir ýmis tímarit og heldur áfram að þróa eigin listheimspekiiðkun í gegnum verkefni sín. Með því að nálgast listheiminn frá heimspekilegu sjónarhorni leggur hún áherslu á gagnrýna nálgun á samtímalist og skoðar félagslega umgjörð hennar innar sjónmenningar.
Aðgangur ókeypis – verið öll velkomin.
[Polski poniżej.] Laugardaginn 5. október kl. 14 mun myndlistarmaðurinn Lukas Bury bjóða upp á leiðsögn á pólsku um sýninguna Óþekkta alúð sem nú stendur…
Sunnudaginn 13. október kl. 14 verður boðið upp á sjónlýsingu um sýningu Elínar Sigríðar Maríu Ólafsdóttur „Við sjáum það sem…