Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Laugardaginn 12. október kl. 14 bjóðum við ykkur velkomin á listamannaspjall um haustsýningu safnsins, Óþekkta alúð, ásamt þeim Eddu Karólínu, Kötu Jóhanness og Kristínu Morthens. Þá munu þær lýsa eigin listsköpun, tilurð og viðfangi verka sinna á sýningunni en allar sýna þær þar ný verk.
Sýningin Óþekkt alúð sprettur út frá þörfinni fyrir að finna töfra í heimi sem virðist að mörgu leyti vera göldrum firrtur, á tímum án bjartrar vonar. Þá eru fólgnir vissir töfrar í því að leyfa hlutum að vera það sem þeir eru án þess að þurfa að ná utan um þá, með tilheyrandi skilgreiningarþráhyggju. Listaverk geta til að mynda verið væmin og skörp á sama tíma, rétt eins og þau geta fangað þversagnir, sem við fyrstu sýn virðast þurfa að útiloka hver aðra en eru þegar öllu er á botninn hvolft óneitanlega tengdar hver annarri, svo sem sársauki og tilfinningalegur þroski, áföll og heilun, gleði og sorg.
Þá er titill sýningarinnar tilkominn út frá hugsun um töfra sem fela í sér sameiginlega heilun og hugmynd um betri heim – en þessi óþekkta alúð skilgreinir veruleikann sem við lifum í á ýmsa vegu sem við getum ekki beinlínis komið orðum að. Þessi alúð er þó alltaf til staðar, þrátt fyrir að hún sé missterk þegar á móti blæs, og horfast þátttakendur sýningarinnar í augu við þessa alúð hver á sinn hátt.
Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru Björg Þorsteinsdóttir, Sigríður Björnsdóttir, Suzanne Treister, Tabita Rezaire, Kate McMillan, Hildur Hákonardóttir, Ra Tack, Kristín Morthens, Tinna Guðmundsdóttir, Elsa Jónsdóttir, Juliana Irene Smith, Kata Jóhanness, Patty Spyrakos og Edda Karólína. Sýningarstjóri er Þórhildur Tinna Sigurðardóttir. Samhliða sýningunni er gefin út vegleg sýningarskrá með textum eftir sýningarstjóra og myndlýsingum eftir Eddu Karólínu, auk þess sem birt er ný grein eftir Hildi Hákonardóttur.
Aðgangur ókeypis – verið öll velkomin.
Laugardaginn 9. nóvember kl. 14 bjóðum við ykkur hjartanlega velkomin á opnun tveggja einkasýninga í Hafnarborg. Landnám Um er að…