Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Vetrarhátíð 2025 verður haldin dagana 6.–9. febrúar og fer hátíðin fram í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Þessi hátíð ljóss og myrkurs samanstendur af þremur meginstoðum: Safnanótt, Sundlauganótt og Ljósaslóð. Boðið er upp á yfir 150 viðburði þar sem fjöldi listamanna tekur þátt í að skapa einstaka stemningu í borginni. Frítt er á alla viðburði.
Hér í Hafnarfirði njótum við Sundlaugarnætur og Safnanætur saman, 7. og 8. febrúar. Söfnin í Hafnarfirði, Ásvallalaug og Suðurbæjarlaug taka virkan þátt í Vetrarhátíð með fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá fyrir alla aldurshópa. Um helgina eru jafnframt síðustu forvöð að njóta ljósadýrðarinnar í Hellisgerði.
Söfn bæjarins standa okkur öllum opin á Safnanótt föstudaginn 7. febrúar milli kl. 18-22 og eins og alltaf þá er frítt inn.
18:00 Listasmiðja – mynd:bygging Boðið verður upp á listasmiðju í tengslum við yfirstandandi ljósmyndasýningar safnsins. Þar gefst gestum tækifæri til að gera tilraunir með myndbyggingu og þjálfa þannig sjónræna hæfileika sína með uppstillingu fundinna hluta. Leiðbeinandi er Unnur Mjöll S. Leifsdóttir, myndlistarmaður og verkefnastjóri fræðslu og miðlunar.
20:00 Landnám – vasaljósaleiðsögn Búi Bjarmar Aðalsteinsson leiðir gesti um ljósmyndasýningu Péturs Thomsen, Landnám, þar sem gengið verður um myrkvaðan sal með vasaljós. Á sýningunni má sjá landslagsverk sem ljósmyndarinn tekur að næturlægi en hann lýsir landið upp með flassi til að afmarka sviðið.
8:00 – 22:00 Húsið opið
18:00 – 22:00 Glænýr ratleikur um Pakkhúsið, Sívertsenshús og Beggubúð
20:00 – 21:00 Svartir kettir, fullt tungl og rauðhærðar konur: Símon Jón Jóhannsson þjóðfræðingur heldur forvitnilegan fyrirlestur um nýútkomna bók sína og leiðir okkur í gegnum hjátrú af ýmsum toga
21:00 – 21:30 Margrét Lára Jónsdóttir leikur á fiðlu og Tómas Vigur Magnús leikur á píanó nokkur klassísk og falleg lög í lok kvölds
Sívertsenshús
18:00-22:00 Húsið opið
18:00-22:00 Annríki, þjóðbúningar og skart sýna baðstofuverkin
18:00-22:00 Glænýr ratleikur um Pakkhúsið, Sívertsenshús og Beggubúð
Beggubúð
18:00-22:00 Magnaðir munir í myrkrinu – komdu og skoðaðu Beggubúð í myrkri
18:00-22:00 GEGNUMTREKKUR, RAGN OG RÓL – Einar Lövdahl á Safnanótt
18:00-20:00 Fjölskyldufjör á Safnanótt
Bókasafn Hafnarfjarðar verður með opið hús frá kl 18:00 á Safnanótt! Það verður föndrað, leikið í sýndarveruleika og haft gaman til kl: 20:00. Alltaf nóg að gera á bókasafninu og fullt af bókum, tólum og fjöri á Safnanótt!
16:00 – 22:00 Cargo art? – Þorgeir Ólason „Toggi“
Endurnýting – endurvinnsla – endurmótun – endurröðun. Þessi orð eiga við um öll verkin á sýningunni sem áttu sitt fyrra líf í formi flutningaumbúða og Toggi hefur valið að kalla Cargo art?. Toggi er borinn og barnfæddur Hafnfirðingur. Sérstök sýningaropnun er fimmtudaginn 6. febrúar frá 18-20 og öll hjartanlega velkomin.
Kl. 18:00-22:00 „Ef þær gætu talað“ – ljósmyndasýning Svavars á Ban Kúnn
Ljósmyndaáhugi Svavars G. Jónssonar hefur nú leitt af sér að hann á vel á sjötta hundrað filmuvéla, sú elsta frá árinu 1896. Hann ætlar að sýna safnið á veitingastaðnum Ban Kúnn á Safnanótt 2025, þann 7. febrúar og segja sögur. „Upphaf þessa safns má rekja til „ljósmyndadellu“ sem ég fékk um fermingu! Já, það eru að verða 60 ár síðan, svo það kennir ýmissa grasa í safninu,“ segir Svavar. Ljósmyndavélarnar hans eru frá árinu 1896 til dagsins í dag. Þar á meðal myndavélin sem hann keypti fyrir fermingarpeningana sína.
Suðurbæjarlaug – frítt frá 16-18
Andaleikarnir í Ásvallalaug – frítt frá 16-20 !
Gestir í Ásvallalaug fá að upplifa einstaka kvöldstund þar sem allskonar endur verða allsráðandi.
Frítt verður í sund frá klukkan 16:00 og í fjölmörgum sundlaugum höfuðborgarsvæðisins.
Á Safnanótt býðst gestum Vetrarhátíðar að heimsækja um fimmtíu söfn og skoða fjölbreyttar sýningar á höfuðborgarsvæðinu, jafnframt því sem söfnin bjóða upp á lifandi og skemmtilega dagskrá. Þá taka menningarstofnanir Hafnarfjarðar, Bókasafnið, Byggðasafnið og Hafnarborg, þátt eins og vanalega. Frítt er inn á öll söfnin og alla viðburði í tilefni kvöldsins.