Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Sunnudaginn 13. október kl. 14 verður boðið upp á sjónlýsingu um sýningu Elínar Sigríðar Maríu Ólafsdóttur „Við sjáum það sem við viljum sjá“ í Hafnarborg en Elín er listamanneskja Listar án landamæra 2024. Sjónlýsing er aðferð til að færa sjónræna hluti og upplifun í orð og lýsa fyrir þeim sem ekki geta séð með eigin augum. Þórunn Hjartardóttir og Guðbjörg H. Leaman verða með lýsinguna en þær hafa unnið saman við sjónlýsingar síðan 2012, þegar fyrstu skipulögðu sjónlýsingarverkefnin á íslensku fóru fram hér á landi.
Á sýningunni getur að líta úrval verka sem spanna feril listakonunnar, frá upphafi til dagsins í dag, en efnistökin eru jafnan ævintýraleg, auk þess sem hún vinnur gjarnan með sjálfið á mismunandi hátt er hún finnur sköpunarkrafti sínum farveg í máli og myndum. Þá hefur leiklist og skapandi tjáning á sviði jafnframt verið stór þáttur í lífi Elínar en hún hefur starfað með leikhópnum Tjarnarleikhúsinu um árabil, gefið út ljóðabækur og komið að öllum þáttum leiksýninga, svo sem búningahönnun og leikmyndagerð.
Elín Sigríður María Ólafsdóttir (f. 1983), myndlistarkona, leikkona og skáld, hefur stundað nám af ýmsu tagi, einkum þó listnám bæði hér heima og erlendis, og lauk diplómanámi í myndlist fyrir fatlaða frá Myndlistaskóla Reykjavíkur árið 2017. Listaverk Elínar hafa birst víða bæði á einka- og samsýningum, þar á meðal í Listasal Mosfellsbæjar og í Safnasafninu, sem og í bókum og í tímaritum. Elín hefur jafnframt sýnt reglulega í samstarfi við List án landamæra, auk þess sem hún sinnir ráðgjöf um inngildingu sem meðlimur Listvinnzlunnar.
Aðgangur ókeypis – verið öll velkomin.
Laugardaginn 12. október kl. 14 bjóðum við ykkur velkomin á listamannaspjall um haustsýningu safnsins, Óþekkta alúð, ásamt þeim Eddu Karólínu,…
[Polski poniżej.] Laugardaginn 5. október kl. 14 mun myndlistarmaðurinn Lukas Bury bjóða upp á leiðsögn á pólsku um sýninguna Óþekkta alúð sem nú stendur…