Category: Fréttir

Mundu eftir frístundastyrknum!

Frístundastyrkur Hafnarfjarðarbæjar er hugsaður fyrir öll börn og ungmenni á aldrinum 6-18 ára sem skráð eru í virkt íþrótta- og tómstundastarf. Um er að ræða mánaðarlegan styrk til lækkunar á þátttökugjöldum. Við rafræna skráningu hjá íþrótta- og tómstundafélögum, innan eða utan Hafnarfjarðar, geta foreldrar og forráðamenn valið að nýta styrkinn og draga hann frá þátttökugjöldum. […]

Grunnskólastarf hefst 24. ágúst

Formlegt skólastarf nemenda í grunnskólum Hafnarfjarðar hefst á morgun þriðjudaginn 24. ágúst. Um 4.300 hafnfirsk börn setjast á grunnskólabekk þetta haustið samanlagt í öllum grunnskólum Hafnarfjarðar. Af þeim eru yfir 350 börn að hefja nám í 1. bekk og svipaður nemendafjöldi lauk námi úr 10. bekk í vor svo nemendafjöldinn í Hafnarfirði er svipaður milli […]

Miðbær – kynningarfundur um skipulagsbreytingar

Kynningarfundur um tillögur að deiliskipulagsbreytingum í miðbæ Hafnarfjarðar Miðvikudaginn 25.8.2021 kl. 17:30 í Bæjarbíó. Fundurinn verður einnig í beinu streymi á Facebook-síðu Hafnarfjarðarbæjar. Kynning á tillögum að deiliskipulagsbreytingum Boðað er til kynningarfundar þar sem teknar verða fyrir tillögur að skipulagsbreytingum í miðbæ Hafnarfjarðar. Annars vegar er hér um að ræða kynningu á tillögu að breytingu […]

Stóri læsisdagurinn í leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar

Læsi er lykillinn að fróðleik og þekkingu Stóri læsisdagurinn fór fram í fyrsta skipti í grunnskólum Hafnarfjarðar í vikunni. Dagskráin var tvískipt og var ráðstefnu fyrir umsjónarkennara í 1.-4. bekk, sérkennara, stuðningsfulltrúa, deildarstjóra yngsta stigs og stoðþjónustu, stjórnendur frístundaheimila og skólastjórnendur grunnskóla Hafnarfjarðar streymt í aðra skóla bæjarins frá fyrirlestrarsal Skarðshlíðarskóla. Farið var yfir niðurstöður […]

Ertu í leit að skapandi og skemmtilegu starfi?

Komdu að vinna með okkur! Hafnarfjarðarbær leitar að faglegum, áhugasömum og metnaðarfullum leikskólakennurum til starfa hjá leikskólum bæjarins. Hafnarfjarðarbær er þriðja stærsta sveitarfélag landsins með um 2000 starfsmenn. Leikskólar sveitarfélagsins eru sautján talsins og er hér um að ræða fjölbreytt og spennandi störf í metnaðarfullu starfsumhverfi. Sérstök athygli er vakin á því að ef ekki […]

Nýr skólastjóri við Áslandsskóla

Unnur Elfa Guðmundsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri við Áslandsskóla frá 1. ágúst. Unnur Elfa hefur starfað við kennslu og stjórnun í grunnskólum Hafnarfjarðar til margra ára, þar af hefur hún starfað lengst í Áslandsskóla. Unnur Elfa er framsýn í þróun skólamála með öfluga þekkingu á skólastarfi og skólamálum almennt.  Unnur Elfa er með B.A. gráðu […]

Nýr skólastjóri við Stekkjarás

Katrín Lilja Hraunfjörð tók við skólastjórastarfi við leikskólann Stekkjarás í maí síðastliðnum. Katrín Lilja hefur víðtæka reynslu af leikskólastarfi og stjórnun leikskóla og hefur starfað sem leikskólastjóri og aðstoðarleikskólastjóri síðastliðin ár hjá Skólum ehf.  Katrín Lilja hefur B.ed. gráðu frá Háskóla Akureyrar og stundar meistaranám í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands.  Við bjóðum Katrínu […]

Úti-Hamarinn kynnir útivist og göngur fyrir ungu fólki

Úti-Hamarinn er verkefni á vegum Hamarsins ungmennahúss sem snýst um að kynna útivist og göngur fyrir ungu fólki. Verkefnið stendur yfir í átta vikur þar sem farið er einu sinni í viku, alla fimmtudaga klukkan fimm, í léttar göngur. Síðustu vikuna er farið í stærri göngu með gistingu yfir eina nótt. Úti-Hamarinn, sem keyrt var […]

Verkefnið “Göngum í skólann” hefst 8. september

Verkefnið Göngum í skólann ( www.iwalktoschool.org ) hefst  í miðvikudaginn 8. september í fimmtánda sinn og lýkur því formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 6. október. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í […]

„Heima er þar sem hjartað slær“

Verkefnið er unnið í samvinnu við Hafnarfjarðarbæ og snýr að upplifunum kvenna á hugmyndinni um heimili, þvert á þjóðerni. Allar eiga þær konur sem taka þátt sameiginlegt að hafa verið á faraldsfæti og haldið heimili í fleiri en einu landi og snýr sýningin að hugmyndinni um tíma, rúm og hvað það er að vera heima. […]