Category: Fréttir

Rauð veðurviðvörun 7. febrúar – höldum okkur heima

Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi almannavarna fyrir allt landið vegna aftakaveðurs á morgun, mánudaginn 7. febrúar 2022. Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið á morgun mánudag sem þýðir að fólk á ekki að vera á ferðinni nema brýna nauðsyn beri til. Þó svo veður verði skaplegt á morgun og veðurviðvaranir ekki til staðar, […]

UPPFÆRT: Skert þjónusta vegna ofsaveðurs

UPPFÆRT kl. 09.30 mánudaginn 7. febrúar  Það snjóaði ekki eins mikið á höfuðborgarsvæðinu í nótt eins og búist var við þar sem hiti var nokkuð yfir frostmarki. Þess vegna eru flestar stofnæðar og tengibrautir færar og einnig fjölmargar íbúðargötur. Unnið verður fram eftir morgni að ryðja íbúðargötur sem eru ekki færar og á það helst […]

Hinsegin hittingur Hafnarfjarðar fyrir 13-16 ára

Velkomin á hinsegin hitting Hafnarfjarðar annan hvern fimmtudag  Hinsegin hittingur Hafnarfjarðar hefur göngu sína í dag fimmtudaginn 3. febrúar kl. 19:30 í Vitanum í Lækjarskóla. Hittingurinn er hugsaður fyrir ungmenni á aldrinum 13-16 ára sem skilgreina sig hinsegin, á einhvern hátt, eru í hinsegin pælingum, áhugasöm um hinsegin málefni eða langar að koma í félagsmiðstöð […]

Tannverndarvikan 2022

Tannverndarvika 31. janúar – 4. febrúar 2022 Nú stendur yfir árleg tannverndarvika sem embætti landlæknis og Tannlæknafélag Íslands standa fyrir. Í tilefni af tannverndarvikunni hefur nýtt mælaborð tannheilsu verið birt á vef embættis landlæknis. Mælaborðið er gagnvirkt og birtir tölulegar upplýsingar um fjölda tannfyllinga hjá börnum sem mæta í reglulegt eftirliti hjá heimilistannlækni.  Kostnaður vegna […]

Ljósadýrð og útilistaverk á Vetrarhátíð 2022

Ljósaslóð og útilistaverk lýsa upp náttmyrkrið á Vetrarhátíð 2022 Vetrarhátíð 2022 fer fram með breyttu sniði dagana 3.-6. febrúar næstkomandi. Í Hafnarfirði verður lögð áhersla á útiveru og upplifun en áhersla er lögð á ljóslistaverk og menningu utandyra í öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu þessa helgi. Gestir eru hvattir til þess að njóta á sínum eigin […]

Bærinn minn 2035 – hver er þín framtíðarsýn?

Kallað er eftir þátttöku íbúa í mótun framtíðarsýnar og stefnu fyrir Hafnarfjörð Hafnarfjarðarbær er nú að stíga fyrstu skref í heildstæðri stefnumótun fyrir Hafnarfjörð. Í verkefninu er horft til þess að móta framtíðarsýn fyrir bæjarfélagið til ársins 2035 sem styðji við árlega markmiðasetningu. Kallað er eftir þátttöku íbúa í mótun þessarar framtíðarsýnar og heildstæðrar stefnumótunar […]

Samræming sorphirðukerfis væri stórt framfaraskref

Tillögur að samræmdu sorphirðukerfi og sérsöfnun á lífrænum úrgangi kynntar Íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa lengi kallað eftir samræmdu sorphirðukerfi við heimili og sérsöfnun á lífrænum eldhúsúrgangi. Undanfarna mánuði hafa Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) unnið að undirbúningi á slíku og var skýrsla starfshóps um samræningu og sérsöfnun nýlega kynnt. Samræming sorphirðukerfis væri stórt framfaraskref sem […]

Pöntunarþjónusta Strætó í Hellnahraun

Leið 26: Ásvallalaug – Hellnahraun Frá og með 1. febrúar 2022 býður Strætó upp á pöntunarþjónustu í iðnaðarhverfið Hellnahrauni í Hafnarfirði. Ný leið númer 26 bætist við leiðakerfi Strætó og mun hún sérstaklega þjónusta þetta vinsæla og vaxandi iðnaðarhverfi í Hafnarfirði. Fjöldi fyrirtækja hefur verið að byggja upp starfsemi sína í hverfinu síðustu árin og […]

Seinni bólusetning barna í Laugardalshöll

Á bólusetningardegi lýkur skóladegi kl. 11 Seinni bólusetning nemenda í 1. – 6. bekk á höfuðborgarsvæðinu fer fram í Laugardalshöll vikuna 31. janúar til 4. febrúar 2022. Þá eru liðnar 3 vikur frá fyrri skammtinum.  Barnið á að mæta á sama tíma og vikudegi og það gerði þá. Vísað er til tilkynningar um fyrri bólusetninguna […]

Tilslakanir takmarkana frá og með 29. janúar

COVID-19: Umtalsverðar tilslakanir innanlandstakmarkana frá og með 29. janúar Almennar fjöldatakmarkanir verða 50 manns, nándarregla verður 1 metri, krár og skemmtistaðir mega opna að nýju og opnunartími þeirra og annarra veitingastaða verður lengdur um tvær klukkustundir. Heimilt verður að halda sitjandi viðburði fyrir 500 manns að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Takmarkanir í skólum verða að mestu […]