Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Kynningarfundur vegna skipulagsmála tengd Straumsvík í Hafnarfirði var haldinn í Bæjarbíó þriðjudaginn 25. apríl kl. 20. Mikill áhugi er á þeim breytingum og þeirri uppbyggingu sem ráðgert er að eigi sér stað í Straumsvík á komandi mánuðum og árum.
Kynningarfundur vegna skipulagsmála tengd Straumsvík í Hafnarfirði var haldinn í Bæjarbíó þriðjudaginn 25. apríl kl. 20. Mikill áhugi er á þeim breytingum og þeirri uppbyggingu sem ráðgert er að eigi sér stað í Straumsvík á komandi mánuðum og árum. Fundurin var tekinn upp og er þegar hægt að nálgast upptöku fundar á Facebooksíðu bæjarins. Upptakan verður jafnframt gerð aðgengileg á Youtube rás sveitarfélagsins þegar hún liggur fyrir.
Fyrri hluti fundar var í höndum Hafnarfjarðarbæjar og sneri að skipulagsmálum tengd Straumsvík þar sem teknar voru fyrir breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna aðstöðu og aðkomu að Straumsvíkurhöfn auk umferðaskipulags, breytingar á deiliskipulagi Straumsvíkurhafnar og lóðar Rio Tinto við Straumsvík samanber 41. gr. laga 123/2010 að teknu tilliti til nýrra umferðartenginga, iðnaðarlóða og uppbyggingarheimilda á svæðinu. Jafnframt var gerð grein fyrir skipulagslegum breytingum er lúta að fyrirhugaðri starfsemi Carbfix hf. á lóð Rio Tinto við Straumsvík.
Seinni hluti fundar var í höndum Carbfix og ISAL þar sem áform um kolefnisbindingu á svæðinu voru kynnt. Fulltrúar Carbfix kynntu Coda Terminal verkefnið og fulltrúar ISAL fóru yfir hlut fyrirtækisins í verkefninu. Að kynningum loknum gafst tími til umræðna og fyrirspurna þar sem átta fulltrúar verkefnisins og tengdra aðila sátu fyrir svörum.
Loftslagsmarkmið heimsins munu ekki nást án þess að auka stórlega kolefnisföngun og -bindingu. Með Coda Terminal stefnir Carbfix að því að binda árlega um 3 milljónir tonna af CO2 neðanjarðar, þar sem það ummyndast í berg með náttúrulegu ferli. Það samsvarar meira en helmingi af árlegri losun Íslands. Stefnt er að því að binda bæði CO2 sem flutt verður til landsins og CO2 sem fangað verður frá innlendri stóriðju á svæðinu. Nánari upplýsingar um verkefnið
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 1. febrúar 2023 tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 og að málsmeðferð yrði í samræmi við 30. gr. laga 123/2010. Forsendur breytinga er að unnið er að því að bæta hafnaraðstöðu í Straumsvíkurhöfn, bæta tengingar milli Straumsvíkurhafnar og iðnaðarsvæða sunnan Reykjanesbrautar og almennt bæta umferðaskipulag við Kapelluhraun.
Gerð er breyting á afmörkun Straumsvíkurhafnar (H4) sem stækkar úr 24ha í 25,1ha. Höfnin er stækkuð til að hægt sé að leggja nýjan tengiveg á landfyllingu að höfninni. Ný hafnartenging er afmörkuð á uppdrátt frá nýjum undirgöngum undir Reykjanesbraut að Iðnaðarsvæði I5.
Ný undirgöng eru afmörkuð undir Reykjanesbraut sem tengja saman svæði norðan og sunnan Reykjanesbrautar. Ný tengibraut er afmörkuð milli iðnaðarsvæða I3 og I4. Tengibrautin tengist norðursvæði um undirgöng undir Reykjanesbraut og tengist hringtorgi við Krýsuvíkurgatnamót. Samhliða er gerð breyting á fyrirkomulagi göngu- og hjólastíga. Þá er gerð breyting á legu vega umhverfis iðnaðarsvæði I4 þar sem vegum er hnikað til.
Viðfangsefni deiliskipulags iðnaðarsvæðis við Kapelluhraun er að sníða ramma utan um iðnaðarhverfi í samræmi við breyttar áherslur í aðalskipulagi Hafnarfjarðar. Upphaf deiliskipulagsverkefnisins má rekja til samstarfs Álversins í Straumsvík (ÍSAL), sem er lóðarhafi um 52 ha lóðar í Kapelluhrauni (L197313, skráð stærð 52 ha) og Carbfix um að koma fyrir Coda Terminal, móttöku og förgunarstöð fyrir koldíoxíð (CO2).
Menningarhátíðin Bjartir dagar hefst í Hafnarfirði á 115 ára afmælisdegi bæjarins á morgun fimmtudaginn 1. júní. Hátíðin fagnar 20 ára…
Hafnarfjarðarbær og RannUng hafa skrifað undir samstarfssamning með áherslu á starfshætti leikskóla, yngsta stigs grunnskóla og frístundaheimila Hafnarfjarðarbæjar. Samstarfið tengist…
Hafnarfjarðarhlaupið verður haldið í fyrsta skipti að kvöldi fimmtudagsins 8. júní. Miðpunktur hlaupsins verður á Thorsplani, en þar mun hlaupið…
Vignir Vatnar Stefánsson nældi í sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil eftir hreint magnaðan lokadag á Íslandsmótinu í skák að Ásvöllum í Hafnarfirði…
Vinnuskóli Hafnarfjarðar er hugsaður sem fyrsti vinnustaður ungmenna þar sem þau fá að upplifa það að vera á vinnumarkaði og…
Opnaður hefur verið nýr og metnaðarfullur tómstundavefur hjá Hafnarfjarðarbæ. Vefurinn hefur að geyma allar helstu upplýsingar um námskeið og afþreyingu…
Síðan 2021 hefur Hafnarfjarðarbær starfrækt Skapandi sumarstörf í annarri mynd en áður var. Hafnarfjörður mun iða af sköpun í sumar,…
Grunnskólaskákmót Hafnarfjarðar fyrir elstu nemendur í grunnskólum Hafnarfjarðar fór fram miðvikudaginn 10. maí síðastliðinn í Hvaleyrarskóla. Skákmótið var haldið á…
Fjölbreytt námskeið og sumartómstund standa börnum og ungmennum á aldrinum 6-13 ára til boða á vegum Hafnarfjarðarbæjar sumarið 2023. Mikil…
Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum frá áhugasömum byggingar- og rekstraraðilum í lóðina Hringhamar 43. Leggja skal fram hugmyndir að uppbyggingu, þjónustu-…