Category: Fréttir

Stafræn bókasafnsskírteini innleidd

Í dag urðu tímamót í sögu Bókasafns Hafnarfjarðar þegar fyrsta stafræna bókasafnsskírteinið var afhent. Þetta er jafnframt fyrst stafræna bókasafnsskírteini í almenningsbókasöfnum hér á landi. Stafrænt skírteini er hluti af stafrænni vegferð Hafnarfjarðarbæjar og tengist samstarfi sveitarfélaga í stafrænni þróun. Allir geta uppfært í stafrænt skírteini í næstu heimsókn Bókasafn Hafnarfjarðar hefur haft náið samstarf […]

Stoppaðu og hoppaðu í sumar á ærslabelg

Ærslabelgir eru fyrir alla – komdu út að leika  Þessa dagana stendur yfir sumarleikur hjá Hreinum görðum sem sjá meðal annars um rekstur og sölu á ærslabelgjum á Íslandi.  Leikurinn stendur yfir dagana 10.05.21 – 25.08.21 og eru veglegir vinningar í boði. Dregið úr rétt merktum myndum þrisvar sinnum í sumar eða dagana 26. júní, […]

Taktu þátt í Ratleik Hafnarfjarðar 2021

Göngur í upplandinu eru einstaklega nærandi og róandi  Í samstarfi við heilsubæinn Hafnarfjörð er hinn vinsæli Ratleikur Hafnarfjarðar nú hafinn í 24. sinn. Leikurinn gengur út á að þátttakendur finna 27 staði, sem merktir eru inn á vandað ratleikskort, vítt og breytt í bæjarlandinu. Þátttakendur hafa allt sumarið 2021 til að leita að þessum stöðum […]

Fyrstu farþegaskipin komin til Hafnarfjarðarhafnar

Líkt og víða þá er lífið á Hafnarfjarðarhöfn smám saman að færast aftur í eðlilegt horf.  Fyrstu skemmtiferðaskip sumarsins eru farin að leggjast að bryggju að nýju. Í síðustu viku kom fyrsta skip sumarsins, Le Dumont-d´Urville frá Ponant skipaútgerðinni í Frakklandi til Hafnarfjarðar, en þetta var jafnframt fyrsta skipið sem kemur til Íslands á þessu […]

Sumaropnun í Suðurbæjarlaug frá og með sunnudegi

Sumaropnun tekur gildi í Suðurbæjarlaug frá og með sunnudeginum 20. júní.  Í sumar verður laugin opin til kl. 22 alla virka daga og til kl. 21 á sunnudögum í stað kl. 17. Óbreyttur opnunartími verður á laugardögum eða til kl. 18. Aukin opnun í takti við aðsókn og eftirspurn Nýr opnunartími í Suðurbæjarlaug Hafnarfjarðar tekur […]

17. júní 2021 í Hafnarfirði

Gleðilega þjóðhátíð í Hafnarfirði Celebrate Iceland’s National Day with us in Hafnarfjörður – Programme in English Fánar dregnir að húni Fánahylling á Hamrinum kl. 8 og Skátafélagið Hraunbúar flaggar víðsvegar um bæinn.  Skrúðganga frá Hraunbyrgi Gengið frá Hraunbyrgi við Hjallabraut kl. 13, niður Hjallabraut og út Vesturgötuna inn Strandgötu, upp Mjósund, út Austurgötu að Skólabraut […]

Ávarp fjallkonunnar 2021

Bergrún Íris Sævarsdóttir, barnabókahöfundur og teiknari, er fjallkona Hafnarfjarðar árið 2021 og höfundur ljóðsins. Bergrún Íris var valin bæjarlistamaður Hafnarfjarðar árið 2020 en hún hefur á undanförnum árum getið sér gott orð fyrir bækur sínar, bæði hér heima og erlendis. Bergrún er fædd árið 1985, hún lauk prófi í listfræði frá Háskóla Íslands og síðar […]

Þjóðhátíð fagnað í Hafnarfirði

Hæ hó og jibbý jei í Hafnarfirði  Þjóðhátíðardagur hefst í Hafnarfirði við fyrsta hanagal með fánahyllingu á Hamrinum og víðsvegar um bæinn. Allir áhugasamir geta tekið þátt í skrúðgöngu sem hefst við Hraunbyrgi kl. 13 og endar við Menntasetrið við Lækinn þar sem Lúðrasveit Hafnarfjarðar spilar nokkur lög. Fyrir ári síðan voru Hafnfirðingar og vinir […]

Ærslabelgjum fjölgar í Hafnarfirði

Hopp og skopp er nú mögulegt á fleiri stöðum Glaðbeittir krakkar í sumarfrístund í Krakkabergi í Setbergsskóla tóku fyrsta hoppið og opnuðu þannig formlega nýjan ærslabelg í Stekkjarhrauni í Setbergi í dag. Fyrir eru tveir ærslabelgir í Hafnarfirði, á Víðistaðatúni og Óla Run túni, sem notið hafa mikilla vinsælda. Vonir standa til þess að hægt […]

Tónlistarskólar láta ljós sitt skína í Netnótunni

Á Íslandi eru tæplega 90 tónlistarskólar starfandi með 15 þúsund nemendur. Flest allir þessir skólar taka þátt í Netnótunni, nýjum tónlistarþáttum, sem unnir eru í samstarfi við Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum og Samtaka tónlistarskólastjóra.  Tónlistarskóli Hafnarfjarðar er einn þessarra skóla. Sunnudagskvöldið 20. júní munu nemendur í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar láta ljós sitt skína í […]