Staða sviðsstjóra fjármálasviðs laus til umsóknar

Fréttir

Laust er til umsóknar starf sviðsstjóra fjármálasviðs Hafnarfjarðarbæjar. Leitað er að öflugum leiðtoga til að stýra fjármálasviði Hafnarfjarðarbæjar og leiða áfram þau mikilvægu verkefni sem heyra undir sviðið. Umsóknarfrestur er til og með 27. mars 2023.

Umsóknarfrestur er til og með 27. mars 2023

Laust er til umsóknar starf sviðsstjóra fjármálasviðs Hafnarfjarðarbæjar. Leitað er að öflugum leiðtoga til að stýra fjármálasviði Hafnarfjarðarbæjar og leiða áfram þau mikilvægu verkefni sem heyra undir sviðið.

Sviðsstjóri fjármálasviðs ber ábyrgð á daglegri fjármálastjórn sveitarfélagsins og stýringu fjármálasviðs. Undir sviðið heyrir hagdeild, reikningshald, fjárreiður, innkaupastjórn og launavinnsla. Hlutverk fjármálasviðs er að leiða fjárhagsáætlanagerð innan sveitarfélagsins, tryggja hagkvæman rekstur og innkaup, annast fjárstýringu og lánastýringu, auk þess að veita stjórnendum ráðgjöf og bestu mögulega yfirsýn yfir fjármál og rekstur starfseininga og sveitarfélagsins í heild.

 Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Annast og ber ábyrgð á daglegri fjármálastjórn bæjarins
  • Dagleg stjórnun og rekstur fjármálasviðs
  • Fjármálastjórn og fjárstýring bæjarsjóðs
  • Yfirumsjón með gerð fjárhagsáætlana og eftirfylgni með þeim
  • Ábyrgð á reikningshaldi og uppgjörum
  • Eftirlit með gjaldstofnum bæjarins
  • Umsjón með frávikagreiningu og ráðgjöf innan miðlægrar stjórnsýslu
  • Annast lánastýringu og samskipti við fjármálastofnanir
  • Tryggir upplýsingagjöf til stjórnenda og bæjarstjórnar um framgang og stöðu fjárhagsmálefna bæjarsjóðs t.d. með bráðabirgðauppgjörum og skýrslum
  • Önnur verkefni skv. starfslýsingu

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólapróf sem nýtist í starfi, s.s. á sviði viðskiptafræði eða hagfræði
  • Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi, s.s.á sviði fjármála og/eða endurskoðunar
  • Víðtæk þekking og reynsla af fjármálum, rekstri og áætlanagerð sveitarfélaga
  • Mikil hæfni í greiningu og framsetningu tölulegra gagna
  • Þekking og reynsla af samningagerð
  • Farsæl reynsla af stjórnun og mannaforráðum
  • Leiðtogahæfni og framúrskarandi samstarfs- og samskiptahæfni
  • Reynsla af stefnumótun og breytingarstjórnun kostur
  • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu kostur
  • Framsýni, metnaður, frumkvæði og skipulagshæfileikar
  • Geta til þess að vinna undir álagi

Umsókn óskast fyllt út á ráðningarvef Hafnarfjarðarbæjar: hfj.is/atvinna. Umsókn þarf að fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni. Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagins.

Nánari upplýsingar veitir Geirlaug Jóhannsdóttir, ráðgjafi hjá Hagvangi, geirlaug@hagvangur.is og Sigurður Nordal, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Hafnarfjarðarbæjar, sigurdurnordal@hafnarfjordur.is

Ábendingagátt