Category: Fréttir

Hádegistónleikar í beinni frá Hafnarborg í dag kl. 12

Þriðjudaginn 3. nóvember kl. 12:00 mun Hanna Þóra Guðbrandsdóttir, sópran, koma fram á hádegistónleikum ásamt Antoníu Hevesi, píanóleikara. Á tónleikunum sem bera yfirskriftina Dísætir tónar verða fluttar aríur úr óperunum La Bohème og Tosca eftir G. Puccini og Adriana Lecouveur eftir F. Cilea. Vegna aðstæðna í samfélaginu verða tónleikarnir haldnir fyrir tómum sal. Vegna gildandi […]

Samkomutakmarkanir og börn – þrengjum tengslanetið

Skólar og íþróttafélög skipuleggja sitt fyrirkomulag til að fara eftir fyrirmælum yfirvalda um takmarkanir á skólastarfi og samkomum, þ.m.t. fjöldatakmörkunum, rýmum og grímunotkun. Það er mikilvægt að forráðamenn barna dragi á sama tíma úr fjölda einstaklinga í tengslaneti barna sinna utan skólatíma til að vinna ekki gegn þessum ráðstöfunum.      Gott er að hafa […]

Covid19: Takmörkun á skólastarfi frá 3. nóvember

Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi vegna hertra sóttvarnaaðgerða tekur gildi 3. nóvember. Sett er það markmið að sem minnst röskun verði á skólastarfi og að starf á leikskólastigi og á fyrsta stigi grunnskóla verði óskert. Að ráði sóttvarnalæknis verður reglu um grímuskyldu breytt þannig að hún eigi ekki við um börn fædd 2011 […]

Skólahald í ljósi hertra sóttvarnarreglna

Leik- og grunnskólar á höfuðborgarsvæðinu taka til starfa á ný á morgun, 3. nóvember en starfsdagur var í dag vegna skipulagningar skólastarfs í ljósi hertra sóttvarnarreglna. Leik- og grunnskólar á höfuðborgarsvæðinu hafa undanfarnar vikur gripið til margvíslegra varúðarráðstafana hvað varðar sóttvarnarhólf, smitvarnir og blöndun hópa og eru því vel undirbúnir til þess að haga starfi […]

Takmörkun á velferðarþjónustu – en óskert eftir föngum

Hertar sóttvarnaráðstafanir stjórnvalda tóku gildi í gær, laugardaginn 31. október. Meginbreytingin felst í 10 manna fjöldatakmörkum í stað 20 áður. Öllu skipulögðu félagsstarfi eldri borgara lokað tímabundið  Í ljósi hertra aðgerða stjórnvalda hefur verið tekin ákvörðun um að allri skipulagðri hópastarfsemi í félagsstarfi eldri borgara verði lokað tímabundið. Hraunsel verður þó opið, starfsmenn verða til […]

Skipulagsdagur í leik- og grunnskólum 2. nóvember

Sveitarfélögin og almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hafa skipulagsdag í leik- og grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi mánudaginn 2. nóvember vegna hertra sóttvarnarreglna stjórnvalda til varnar COVID-19. Mánudagurinn 2. nóvember verður notaður til að skipuleggja starfið með kennurum og öðru starfsfólki. Leik- og grunnskólabörn eiga því ekki að mæta í skólann mánudaginn 2. nóvember en […]

Hertar sóttvarnaráðstafanir frá 31. október

Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis um hertar sóttvarnaráðstafanir sem taka gildi laugardaginn 31. október. Sömu reglur munu gilda um allt land. Meginbreytingin felst í 10 manna fjöldatakmörkum í stað 20 áður. Allt íþróttastarf verður óheimilt og sviðslistir sömuleiðis. Gert er ráð fyrir að reglur um hertar aðgerðir gildi til og með 17. nóvember. Þær […]

Sjálfstraust nemenda efldist í foreldrafjarviðtölum

Á tímum Covid19 hefur reynt duglega á fjölmennan hóp sem skipar framvarðasveit í menntamálum hér í Hafnarfirði. Þriðja bylgja smita og sóttvarnaaðgerða stendur nú sem hæst. Grunnskólar hafa ekki þurft að loka en starfsfólk skiptist í hólf á kaffistofum eftir námsstigum og foreldrar mega ekki fara inn í skólana.  Bæjarblaðið Hafnfirðingur ræddi við fulltrúa allra […]

Hafnarfjarðarbær selur 15,42% hlut í HS Veitum hf.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í dag að ganga að tilboði HSV eignarhaldsfélags slhf. í 15,42% eignarhlut bæjarins í HS Veitum fyrir 3,5 milljarða króna. Undirbúningur að sölu hlutabréfanna í HS Veitum hófst með samþykkt bæjarráðs í apríl. Hluturinn var settur í opið útboðsferli og sýndu fjölmargir fjárfestar áhuga á hlutabréfunum. Eftir sex mánaða […]

Höldum hrekkjavöku heima öryggisins vegna

Laugardaginn 31. október er hrekkjavaka sem sífellt hefur notið meiri vinsælda hér á landi og víða hefur skapast sú hefð að börn gangi í hús með „grikk eða gott“.  Að teknu tilliti til þess að enn er í gildi neyðarstig almannavarna vegna COVID-19 eru foreldrar og forráðamenn hvattir til að halda upp á hrekkjavökuna með […]