Category: Fréttir

Íbúafundir: Hjallabraut og Hlíðarbraut

Glærur frá fundi vegna Hlíðarbrautar Boðað er til íbúafunda vegna skipulagsvinnu er snúa að tillögum að breyttri landnotkun við Hjallabraut og við Hlíðarbraut/Suðurgötu. Fundirnir verða haldnir hjá umhverfis- og skipulagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar að Norðurhellu 2 þriðjudaginn 12. maí frá kl. 16:30 – 19:30.  Fundirnir verða einnig í beinu streymi á vef og Facebooksíðu Hafnarfjarðarbæjar.  Húsið verður […]

Fjölgun ærslabelgja í Hafnarfirði

Allt frá því að ákvörðun bæjaryfirvalda í Hafnarfirði um kaup og uppsetningu á ærslabelgi á Víðistaðatúni var tekin vorið 2019 lá fyrir vilji fyrir því að setja upp belgi á fleiri stöðum í bænum. Til að framfylgja ákvörðun og vilja bæjaryfirvalda lagði stýrihópur á bak við Heilsubæinn Hafnarfjörð til á fundi sínum í dag að […]

Lykiltölur í lífi hafnfirskra barna – rannsókn 2020

Á hverju ári taka nemendur í 8.-10. bekk í grunnskólum Hafnarfjarðar þátt í stórri landskönnun varðandi vímuefnaneyslu sem Rannsóknir og greining framkvæma fyrir Menntamálaráðuneytið. Hafnarfjörður fær sérstaka skýrslu um niðurstöður síns sveitarfélags sem gefa ákveðna mynd af lífstíl, viðhorfi og vímuefnaneyslu hafnfirskra ungmenna. Könnun þessi var framkvæmd í febrúar. Helstu niðurstöður eru eftirfarandi: Niðurstöður rannsóknar […]

Samfélagssáttmáli Covid19 | Community pledge

<<English below>> Tryggjum góðan árangur áfram og gerum samfélagssáttmála. Sáttmála sem gildir í vor og sumar og við munum öll virða. Let’s make a pledge to keep up the good work. A pledge that will be valid throughout spring and summer and one that we will all observe. Almannavarnir og Embætti landlæknis hafa gefið út […]

Vefsjá SSH: Ný tölfræði- og vefgátt

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) hafa tekið í notkun nýja tölfræði- og kortagátt á heimasíðu samtakanna sem hefur verið kölluð Vefsjá SSH. Vefsjáin er hluti af framfylgd svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins 2040 og var vinnan fjármögnuð að hluta með styrkjum úr sóknaráætlun landshluta 2015–2019. Tilgangur vefsjánnar er að miðla kortum og tölfræðiupplýsingum sem hafa svæðisbundið mikilvægi fyrir […]

Skráningar á frístundaheimili veturinn 2020-2021

<<English and Polish below>> Skráningar á frístundaheimili veturinn 2020-2021 hefjast í dag fimmtudaginn 7. maí. Frístundaheimilin eru hugsuð fyrir börn í 1.-4. bekk við alla grunnskóla í Hafnarfirði. Skráning fer fram á Mínum síðum. Nánari upplýsingar um umsóknarferlið berast öllum foreldrum/forráðamönnum barna á frístundaaldri. Þær umsóknir sem berast fyrir 15.júní eru í forgangi og umsóknir sem […]

Ábyrg fjármálastjórn og traust fjárhagsstaða

Ársreikningur Hafnarfjarðar fyrir árið 2019: Ábyrg fjármálastjórn og traust fjárhagsstaða Rekstrarafgangur nam 1.236 milljónum króna fyrir A og B hluta bæjarsjóðs Skuldaviðmið hélst óbreytt 112% milli ára Veltufé frá rekstri var um 3,4 milljarðar króna eða 11,9% af heildartekjum Fjárfestingar á árinu námu 4,6 milljörðum króna Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2019 var lagður fram í […]

Mikil fjölbreytni í mannauði og verkefnum

Hafnarfjarðarbær er langstærsti vinnustaður þessa þriðja stærsta sveitarfélags á landinu. Um er að ræða 2200 störf, þar sem m.a. 850 háskólamenntaðir starfsmenn (fastráðnir og tímabundið ráðnir) eru í um 100 grunnstarfsheitum. Grunnstarfsheitin eru þó alls um 140 og oft margir undirflokkar. Við þetta bætist mikill fjöldi sumarstarfa. Fjölbreytnin er því mikil, bæði í mannauði og […]

Nýsköpunarstofa fyrir námsfólk og frumkvöðla

250 ný og skapandi störf sumarið 2020 Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í dag að skapa 250 ný sumarstörf og fjölga þeim störfum sem í boði eru fyrir hafnfirskt námsfólk og frumkvöðla nú í sumar. Reisulegt húsnæði Menntasetursins við Lækinn í Hafnarfirði verður þannig gert að nýsköpunarstofu og mun hópurinn fá þar aðstöðu til […]

Undirbúningur fjölskyldugarða í fullum gangi

Frábært tækifæri fyrir alla áhugasama – einstaklinga og fjölskyldur Fjölskyldugarðar Hafnarfjarðar verða opnir öllum bæjarbúum og er hér um að ræða frábært tækifæri fyrir fjölskyldur og aðra til að rækta sitt eigið grænmeti og hugsa um í sumar. Fjölskyldugarðarnir verða opnir á Víðistöðum og á Öldugötu. Kostnaður fyrir garð er 1.500. kr. og fyrir tvo […]