Óskað eftir þátttöku barna í könnun um réttindi þeirra Posted október 15, 2020 by avista Evrópusambandið (ESB) óskar eftir þátttöku barna og ungmenna á aldrinum 11 – 17 ára í könnun um réttindi þeirra. Tvö stór verkefni fyrir börn í undirbúningi Ástæða samráðsins er sú að framkvæmdastjórn ESB vinnur nú að undirbúningi tveggja stórra verkefna fyrir börn. Annarsvegar stefnu um hvernig best sér fyrir ESB og lönd innan þess að […]
Heilræði á tímum kórónuveiru Posted október 15, 2020 by avista Sjá tilkynningu á vef embættis landlæknis Embættis landlæknis hefur tekið saman 10 heilræði sem byggja á niðurstöðum rannsókna á því hvað er gagnlegt að gera til að hlúa að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan. Nú þegar landsmenn allir standa frammi fyrir nýjum áskorunum tengdum kórónuveirunni er mikilvægt að huga vel að þessum þáttum. Heilræðin taka mið af […]
Vill skapa tækifæri fyrir sem flesta Posted október 14, 2020 by avista Tæknifræðisetur Háskóla Íslands hefur frá því í september 2018 haft aðsetur á 3. hæð í Menntasetrinu við Lækinn. Á þeim tíma voru sjö nýnemar en í ár hefur þeim fjölgað í 23. Nemendahópurinn er fjölbreyttur og kemur alls staðar frá vegna hentugrar staðsetningar setursins. Meðalaldur nemenda er nú yfir 30 ár, margir með fjölskyldu og […]
Skákmót á netinu fyrir alla skóla í Hafnarfirði Posted október 14, 2020 by avista Heilsubærinn Hafnarfjörður hefur ákveðið að blása að nýju til sóknar í skákinni og halda áfram þar sem frá var horfið í vor. Frá og með laugardeginum 17. október verður boðið upp á netskákmót fyrir alla krakka á grunnskólaaldri á laugardögum kl. 11. Mun þetta gilda í það minnsta á meðan aðrar íþróttir/tómstundir hjá nemendum […]
Vel heppnað ársþing FRÍ haldið í Hafnarfirði Posted október 13, 2020 by avista Þann 2. október síðastliðinn var haldið í Kaplakrika í Hafnarfirði 62. ársþing FRÍ í góðu samstarfi við frjálsíþróttadeild FH og Hafnarfjarðarbæ. Þingið var óvanalegt á margan hátt. Því hafði tvívegis verið frestað áður en var nú haldið í skugga Covid19 en þannig að sóttvarnir voru í hávegum hafðar. Brotið var blað með beinu streymi frá […]
Mönnun í starfsemi á neyðarstigi – virkjun ákvæðis Posted október 12, 2020 by avista Mönnun í starfsemi sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins á neyðarstigi– virkjun ákvæðis í lögum um almannavarnir Almannavarnarnefnd höfuðborgarsvæðisins hefur ákveðið að virkja ákvæði í lögum um almannavarnir til þess að tryggja að þjónusta sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu haldist órofin meðan á neyðarstigi stendur vegna COVID-19. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru; Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær, Seltjarnarnes og Mosfellsbær. Starfsstaðir þessara sveitarfélaga […]
Þetta er samvinna. Alla leið! Posted október 12, 2020 by avista Samkvæmt greiningarvinnu fyrir Hafnarfjarðarbæ hefur umferð á vef bæjarins stóraukist á fyrri hluta þessa árs, sem og lestur frétta og tilkynninga. Þá hefur ný ábendingagátt fengið afar góðar viðtökur og almennum fyrirspurnum fjölgað mikið. Aukin áhersla hefur verið á stafræn mál í þjónustu til að gera hana aðgengilegri og gagnvirkari fyrir hinn almenna íbúa. Bæjarblaðið […]
Bóka- og bíóhátíð barnanna 2020 var sett í dag Posted október 9, 2020 by avista Lestur er lífsins leikur! Bækur og bíó færa okkur fróðleik, þekkingu og ævintýri! Bækur og kvikmyndir munu leika óvenju stórt hlutverk innan leik- og grunnskóla Hafnarfjarðar næstu vikuna. Bóka- og bíóhátíð barnanna í Hafnarfirði var sett í fimmta sinn nú í morgun með opnunarathöfn sem send var út í beinni útsendingu til nemenda og starfsfólks. […]
Aukum öryggi barna í íþróttastarfinu Posted október 9, 2020 by avista Í samningum íþróttafélaga í Hafnarfirði við Hafnarfjarðarbæ er ákvæði um að þeir sem starfa í íþróttahreyfingunni skulu sækja námskeið um barnavernd sem sveitarfélagið býður upp á. Samið hefur verið við Barnaheill að sjá um þetta á námskeið í ár. Um er að ræða fræðsluerindi sem er einfölduð útgáfa af námskeiðinu Verndari barna sem fjölmargir starfsmenn […]
AndreA eignast Vesturgötu 8 Posted október 9, 2020 by avista Artwerk ehf. er nýr eigandi að Vesturgötu 8. Artwerk á og rekur verslunina AndreA við Norðurbakka og hefur verið með rekstur í miðbæ Hafnarfjarðar síðan 2008. Á fundi bæjarráðs þann 22. apríl sl. var tekin ákvörðun um að selja fasteignina Vesturgötu 8. Tvö tilboð bárust í eignina sem lögð voru fram og rædd á fundi […]