Category: Fréttir

Vilja aukna þátttöku íbúa af erlendum uppruna

Í kringum 13% íbúa Hafnarfjarðarbæjar er af erlendum uppruna, þar af eru Pólverjar fjölmennastir, eins og víðast hvar á landinu. Næstir á eftir þeim koma Litháar, Lettar, Rúmenar og Portúgalar. Árið 2019 voru 114 innflytjendur í Hafnarfirði 67 ára og eldri og það er hópur sem oft vill gleymast í umræðunni. Hafnarfjarðarbær hefur á undanförum […]

Skráning í frístundabíl | After-school shuttle service

<<English below>>  Frístundabíll Hafnarfjarðarbæjar hefur göngu sína á ný mánudaginn 31. ágúst og er öllum börnum í 1. – 4. bekk boðið upp á akstur á æfingar sem hefjast klukkan 15 og 16. Ítarlegri upplýsingar um brottfarartíma og brottfararstað frá hverjum skóla eru gefnar út af hverjum skóla fyrir sig.  Ekið verður alla virka daga […]

Aðstaða til lærdóms og lesturs

Ertu á aldrinum 16-25 og vantar aðstöðu til að læra í upphafi vetrar?  Í ljósi þess að framhaldsskólar landsins munu kenna flest sín bóklegu fög í fjarnámi, í það minnsta nú fyrst um sinn, hefur starfsfólk ungmennahússins Hamarsins að Suðurgötu 14 ákveðið að bjóða upp á aðstöðu til lærdóms.  Vert er að taka fram að Hamarinn […]

Viðbrögð við jarðskjálfta – að gefnu tilefni

Að gefnu tilefni vill Hafnarfjarðarbær hvetja Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til að kynna sér viðbrögð við jarðskjálfta. Í ljósi skjálfta síðustu vikurnar og þá ekki síst nú síðustu vikuna  er mikilvægt að allir séu meðvitaðir um rétt viðbrögð komi til frekari jarðhræringa á næstu dögum, vikum, mánuðum eða árum.    Á vef Veðurstofunnar er ávallt […]

Nýtt og einfaldara leiðanet Strætó í Hafnarfirði

Íbúar, nemendur, starfsfólk og aðrir Strætónotendur í nútíð og framtíð takið eftir! Nýtt og einfaldara leiðanet hjá Strætó í Hafnarfirði tók gildi fyrr í sumar þegar leið 19 og lengri leið 21 tóku við af leiðum 22, 33, 34, 43 og 44 sem hættu akstri. Þessar breytingar rétta úr leiðum Strætó í Hafnarfirði í takti […]

Einstaklingsbundnar sóttvarnir hornsteinninn

Meðfylgjandi hefur Landlæknir birt á vef sínum varðandi 2ja metra regluna: Útskýring sóttvarnalæknis á nálægðartakmörkunum vegna COVID-19 Einstaklingsbundnar sýkingavarnir eru hornsteinn þess að koma í veg fyrir útbreiðslu COVID-19. Einstaklingsbundnar sýkingavarnir fela í sér handþvott, handsprittun, aðgerðir til að draga úr smiti við hósta og hnerra, notkun hlífðarbúnaðar og nálægðartakmörkun oft fjallað um sem tveggja […]

Ný auglýsing um takmörkun á samkomum – litlar breytingar

Ný auglýsing heilbrigðisráðherra um takmarkanir á samkomum vegna farsóttar tekur gildi 28. ágúst næstkomandi og gildir til og með 10. september. Litlar breytingar verða á þeim takmörkunum sem nú gilda og er það í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra sem fram koma í meðfylgjandi minnisblaði. Þær breytingar sem þó verða gerðar eru raktar hér […]

Metþátttaka á golfmóti starfsfólks bæjarins

Golfmót starfsfólks Hafnarfjarðarbæjar var haldið í blíðviðri á dögunum. Hátt í 60 starfsmenn frá fjölbreyttum starfsstöðvum sveitarfélagsins skráðu sig til leiks og léku á alls oddi. Um var að ræða hefðbundið punktamót með forgjöf og höggleik án forgjafar til golfmeistara. Veitt voru nándarverðlaun á 4., 6., 10. og 16. brautum Hvaleyrarvallar og á 6. braut Sveinskotsvallar.  […]

Hreystibraut opnuð á Hörðuvöllum

Ný hreystibraut hefur verið sett upp á Hörðuvöllum og er brautin, sem hefur verið að byggjast upp jafnt og þétt síðustu daga og vikur, nú tilbúin fyrir hvers kyns æfingar og keppni. Í brautinni eru 11 stöðvar að meðtöldu rásmarki og endamarki og má þar finna netturn, röraþraut, apastiga, dekkjaþraut, kaðalturn, sippuþraut, steinaþraut, sekkjaþraut og […]

Sýnum ábyrgð…..líka í sundi í góða veðrinu

Að gefnu tilefni er rétt að árétta, sérstaklega nú þegar sólin skín skært, að sundlaugar Hafnarfjarðar eru enn opnar með takmörkunum og í virku gildi 2ja metra regla milli einstakling á öllum stöðum innan sundlauganna; í sundlaugum, heitum pottum, búningsklefum og alls staðar þar sem fólk kemur saman.  Ásvallalaug og Sundhöll Hafnarfjarðar eru opnar um […]