Category: Fréttir

Sýning um samvinnuhús í Hafnarfirði

Þessa dagana stendur yfir ljósmyndasýningin 30 samvinnuhús í Hafnarfirði, á planinu þar sem Kaupfélag Hafnfirðinga var á sínum tíma – milli verslunarmiðstöðvarinnar Fjarðar og Pennans. Myndirnar á sýningunni eru einkum af þeim húsum sem í hefur verið samvinnustarfsemi, en sýningin segir um leið sögu samvinnustarfsemi í bænum. Verkalýðsfélagið Hlíf var mikilvægur gerandi í þessari starfsemi […]

Grunnskólastarf hefst 25. ágúst| Back to school autumn 2020

<<Information in English below>>  Formlegt skólastarf nemenda í grunnskólum Hafnarfjarðar hefst þriðjudaginn 25. ágúst. Um 4.300 hafnfirsk börn setjast á skólabekk þetta haustið, þar af um 4.000 í grunnskóla Hafnarfjarðar og af þeim eru tæplega 400 börn að hefja nám í 1. bekk. Ellefu grunnskólar eru starfræktir í bænum, níu af sveitarfélaginu en auk þess […]

Nemarnir í nýsköpunarstofunni

Sumarstörfum fyrir námsfólk og frumkvöðla fjölgaði í Hafnarfirði á milli vor- og haustmisseris, sérstaklega í hópi 18 ára og eldri. Um er að ræða sumaratvinnuátak Hafnarfjarðarbæjar vegna atvinnuástandsins í þjóðfélaginu, í samvinnu við Vinnumálastofnun. Hluti þess hóps hreiðraði um sig í nýsköpunarstofu í Menntasetrinu við lækinn og sinnti þar fjölbreyttum og skemmtilegum sumarstörfum, s.s. á […]

Bentu á þann sem þér þykir bestur – Snyrtileikinn 2020

Frestur til tilnefninga rennur út 19. ágúst!  Nú fer hver að vera síðastur til að senda inn tilnefningar í Snyrtileikann 2020.  Í upphafi sumars auglýsti Hafnarfjarðarbær eftir tilnefningum frá íbúum og öðrum áhugasömum til viðurkenninga fyrir fallega og vel hirta garða, götur og opin svæði eða stofnanalóðir í Hafnarfirði. Val til viðurkenninga byggir eingöngu á […]

Draumur um sjálfstæða búsetu orðinn að veruleika

Fyrstu íbúarnir fluttir inn í nýjan búsetukjarna að Arnarhrauni Tveir fyrstu íbúarnir í nýjum búsetukjarna að Arnarhrauni 50 í Hafnarfirði eru fluttir inn. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar, formaður fjölskylduráðs og sviðstjóri fjölskyldu- og barnamálasviðs litu í heimsókn þegar flutningar stóðu yfir og óskuðu nýjum íbúum innilega til hamingju með falleg og ný heimili. Báðir íbúarnir eru að […]

Skólastarf: Minnst eins metra fjarlægð milli fullorðinna

Nándarregla í skólastarfi: Minnst eins metra fjarlægð milli fullorðinna Nemendum og starfsfólki í framhalds- og háskólum ber að tryggja a.m.k. eins metra bil sín í milli í skólastarfi í stað tveggja metra reglunnar sem almennt er í gildi í samfélaginu, samkvæmt breytingum á sóttvarnarreglum sem kynntar voru í dag. Hið sama á við um fullorðna […]

Umsóknir um menningarstyrki

Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í Hafnarfirði. Umsóknum skal skila inn með rafrænum hætti til og með 10. september. Tvisvar á ári auglýsir menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar eftir umsóknum um styrki til menningarstarfsemi og eflingar á hafnfirsku menningarlífi. Markmiðið er að […]

Endurbætt og snjöll leitarvél á hafnarfjordur.is

Í vor var sett upp endurbætt og ansi snjöll leitarvél á vef Hafnarfjarðarbæjar. Aukin sjálfsafgreiðsla íbúa með snjöllum stafrænum lausnum er skýrt markmið í þjónustu bæjarins og þannig er unnið markvisst að stöðugum umbótum á vef bæjarins m.a. með nýjum reiknivélum . Helstu breytingar á snjallri leitarvél Mjög hraðvirk, skilar niðurstöðum á afar skjótan hátt. […]

Breyttar reglur um takmörkun taka gildi 14. ágúst

Samkvæmt nýrri auglýsingu heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem tekur gildi 14. ágúst verða reglur um nálægðartakmörk í framhalds- og háskólum rýmkaðar og sömuleiðis í íþróttum. Að öðru leyti gildir áfram meginreglan um 2 metra nálægðarmörk. Við aðstæður þar sem eðli starfsemi krefst meiri nálægðar milli einstaklinga en tveggja 2 metra og í […]

Leiðbeiningar um notkun á hlífðargrímum

Á vefnum covid.is er að finna nauðsynlegar og uppfærðar upplýsingar um Covid19 Frá 31. júlí er aftur regla að halda 2 metra fjarlægð. Við aðstæður þar sem ekki er hægt að hafa tveggja metra fjarlægð á að nota hlífðargrímu sem hylur munn og nef. Þegar hægt er að tryggja 2 metra á milli einstaklinga þarf […]