Höfgar Nauðir – Skapandi sumarstörf Posted júlí 13, 2021 by avista Róttækt innsetningarverk í mótun Málefni sem skiptir máli Listakonan og aðgerðarsinninn, Þorbjörg Signý Ágústsson, hefur á vegum skapandi sumarstarfa í Hafnarfirði, unnið að innsetningarverkinu Höfgar Nauðir, sem snertir djúpt á mikilvægum málefnum varðandi aðstöðu kvenna hérlendis. Þorbjörg segir verkið eiga að túlka og standa fyrir því misrétti sem snertir allar konur á einn eða annan […]
Heimboð og heimsóknir við útskrift úr leikskóla Posted júlí 12, 2021 by avista Útskrift úr leikskóla er stór stund enda yfirleitt um að ræða fyrstu útskriftina og merkan áfanga í lífinu. Í haust tekur við 10 ára grunnskólaganga og útskriftarhópar leikskólanna að vonum spenntir fyrir því sem framtíðin ber í skauti sér. Hefð hefur skapast fyrir því að útskriftarhópar m.a. frá leikskólanum Hlíðarenda heimsæki bæjarstjóra í ráðhús Hafnarfjarðar […]
Útivistarsvæði á Norðurbakka – yfirborðsvinna er hafin Posted júlí 9, 2021 by avista Í apríl 2021 óskaði Hafnarfjarðarbær eftir tilboðum í verkið Norðurbakki – útivistarsvæði sem felur í sér endurgerð á yfirborði bryggju og bryggjukanti við Norðurbakka í Hafnarfirði. Verktækni ehf reyndist með hagstæðasta tilboðið og var snemmsumars gengið til samninga við þá um framkvæmdina. Yfirborðsvinna er hafin. Fjölbreytt og heillandi útivistarsvæði Um er að ræða útivistarsvæði og […]
Rafræn heimsókn til Ungverjalands Posted júlí 9, 2021 by avista Formlegu samstarfsverkefni lauk með rafrænni heimsókn til UngverjalandsErasmus+ verkefni um hugmyndir og nálgunarleiðir í þjónustu við fatlað fólk Samstarfsverkefni þriggja þjóða Hæfingarstöðin í Bæjarhrauni hefur frá árinu 2018 verið þátttakandi í Erasmus+ verkefninu „Communication is the path to integration“ (contract No. 2018-1-LT01-KA204-046976) eða „Samskipti/tjáskipti eru leið til samþættingar“ sem er um hugmyndafræði og nálgunarleiðir í […]
Áhersla á gleði og uppbyggingu innviða sumarið 2021 Posted júlí 9, 2021 by avista Hjarta Hafnarfjarðar skín skært Í lok maí samþykkti bæjarráð Hafnarfjarðar áætlun um eftirfylgni og áframhaldandi aðgerðir vegna Covid19 fyrir sumarið 2021 sem tekur til stuðnings við íbúa og atvinnulíf í Hafnarfirði og þess að styrkja grunnstoðir bæjarins. Áætlun tók og tekur til aukins fjölda sumarstarfa, örstyrkja og eflingu menningar og lista í Hafnarfirði sumarið 2021 […]
Ný heildarmynd fyrir miðbæ Hafnarfjarðar Posted júlí 8, 2021 by avista Ráðhústorg verði ,,grænt“ torg með áherslu á gróður, vatn og minni samkomur Heildarmynd fyrir miðbæ Hafnarfjarðar var kynnt á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar í lok síðustu viku. Samkvæmt nýjum tillögum er Thorsplan áfram hugsað sem aðaltorgið í hjarta Hafnarfjarðar og Ráðhústorg, sem í dag er lagt undir bílastæði m.a. fyrir Bókasafn Hafnarfjarðar, kynnt sem grænt torg […]
GYM Heilsa opnar nýja stöð í Ásvallalaug Posted júlí 7, 2021 by avista Hafnarfjarðarbær og GYM Heilsa ehf. hafa samið um leigu á húsnæði í Ásvallalaug sem ætlað er undir líkamsræktarstöð. Þar mun GYM Heilsa opna sína aðra líkamsræktarstöð í Hafnarfirði en fyrirtækið hefur frá árinu 1999 rekið stöð í Suðurbæjarlaug. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar og Kjartan Már Hallkelsson, eigandi GYM Heilsu, skrifuðu í vikunni undir leigusamning til […]
Framtíðarhúsnæði Tækniskólans rísi í Hafnarfirði Posted júlí 7, 2021 by avista Fulltrúar stjórnvalda, bæjaryfirvalda í Hafnarfirði og Tækniskólans undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um byggingu framtíðarhúsnæðis fyrir skólann við Suðurhöfnina í Hafnarfirði. Þörf Tækniskólans fyrir nýtt húsnæði er mjög brýn, enda starfar hann nú í níu byggingum víða um höfuðborgarsvæðið. Með nýrri skólabyggingu er ætlunin að sameina starfsemina undir einu þaki, í nútímalegu húsnæði sem uppfyllir þarfir […]
Miðlægt námskeið í Krakkabergi frá 5.júlí – 23.júlí Posted júlí 6, 2021 by avista Námskeið hefjast aftur í öllum frístundaheimilunum 4. ágúst Boðið er uppá miðlægt námskeið í frístundaheimilinu Krakkabergi í Setbergsskóla frá 5. júlí til og með 23. júlí. Sumarfrístund hefst svo aftur í öllum skólum strax eftir verslunarmannahelgi eða frá 4. ágúst til og með 23. ágúst. Dagana 4. – 23. ágúst verður einnig boðið upp á […]
Nýtt búsetuúrræði fyrir fólk með fjölþættan vanda Posted júlí 5, 2021 by avista Unnið út frá forsendum einstaklinganna sjálfra Fyrsta skóflustunga hefur verið tekin að nýju búsetuúrræði fyrir sjö einstaklinga með fjölþættan vanda. Búsetukjarninn verður staðsettur að Hólalandi á Kjalarnesi. Skapað verður umhverfi og aðstæður þar sem hægt er að vinna með einstaklinginn út frá eigin forsendum og einblínt á kosti, möguleika, áhugamál og framtíð. Nýtt úrræði er […]