Ærslabelgjum fjölgar í Hafnarfirði Posted júní 16, 2021 by avista Hopp og skopp er nú mögulegt á fleiri stöðum Glaðbeittir krakkar í sumarfrístund í Krakkabergi í Setbergsskóla tóku fyrsta hoppið og opnuðu þannig formlega nýjan ærslabelg í Stekkjarhrauni í Setbergi í dag. Fyrir eru tveir ærslabelgir í Hafnarfirði, á Víðistaðatúni og Óla Run túni, sem notið hafa mikilla vinsælda. Vonir standa til þess að hægt […]
Átthyrndir pannavellir við Áslandsskóla Posted júní 15, 2021 by avista Nýverið voru tveir nýir pannavellir settir upp við Áslandsskóla börnum, ungmennum og foreldrum í hverfinu til mikillar gleði og ánægju. Hugmynd að kaupum og uppsetningu á völlunum kemur frá skólasamfélaginu við Áslandsskóla og var verkefninu ýtt úr vör og fylgt eftir af foreldrafélaginu og stjórn foreldrafélagsins við skólann. Vinsælir vellir meðal barna og ungmenna Pannavellir […]
Fjöldatakmörkun verður 300 manns og nándarregla 1 metri Posted júní 11, 2021 by avista COVID-19: Almennar fjöldatakmarkanir verða 300 manns og nándarregla 1 metri Frá og með 15. júní fara fjöldatakmörk úr 150 manns í 300 og nándarregla verður 1 metri í stað tveggja. Á sitjandi viðburðum verður engin nándarregla en öllum skylt að bera grímu. Opnunartími veitingastaða lengist um klukkustund, þ.e. til miðnættis. Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið þessar breytingar […]
Vinnuskóli Hafnarfjarðar er kominn á fullt Posted júní 11, 2021 by avista Mánudaginn 14. júní hefja almennir hópar Vinnuskóla Hafnarfjarðar störf. Flokkstjórar vinnuskólans mættu til starfa í upphafi júní og hafa síðan þá verið að undirbúa sig fyrir komu hundruða 14-17 ára ungmenna í næstu viku. Sumarið er tíminn Flokkstjórarnir hafa síðustu vikur sótt m.a. skyndihjálparnámskeið, setið fyrirlestra hjá Landvernd og Vinnueftirliti auk þess að eiga samtal […]
Framkvæmdir hefjast við Lækjargötu 2 Posted júní 11, 2021 by avista Fyrsta skóflustunga að framkvæmdum og uppbyggingu við Lækjargötu 2 var tekin í dag. Miklar breytingar eru framundan á reitnum, breytingar sem hafa það að markmiði að tengja með fallegum hætti nýja byggð við eldri byggð. Við mótun nýrrar byggðar var leitast við að fella húsin að aðliggjandi byggð við Suðurgötu, Lækjargötu og Brekkugötu hvað varðar […]
Kort og listi yfir útilistaverk í Hafnarfirði Posted júní 10, 2021 by avista Í Hafnarfirði er að finna fjölmörg útilistaverk sem varða sögu bæjarins, byggðarinnar og hafnarinnar, jafnt brjóstmyndir og minnisvarða, auk óhlutbundinna skúlptúra og verka sem sækja innblástur sinn í náttúruna. Mörg verkanna eru staðsett í miðbæ Hafnarfjarðar og við höfnina en einnig má finna fjölda þeirra í höggmyndagarðinum á Víðistaðatúni, í Hellisgerði og við Sólvang. Útilistaverkið […]
12 milljón króna úthlutun til íþróttastarfs Posted júní 10, 2021 by avista Aðildarfélög ÍBH fengu í gær 12 milljóna króna úthlutun Rio Tinto og Hafnarfjarðarbæjar til íþróttastarfs fyrir yngri en 18 ára. Jafnréttishvataverðlaun 2021 hlutu Fimleikafélagið Björk kr. 500.000 fyrir mestu iðkendafjölgun drengja og Fimleikafélag Hafnarfjarðar kr. 500.000 fyrir mestu iðkendafjölgun stúlkna. Styrkir voru afhentir við hátíðlega athöfn í Álfafelli í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Birna Pála Kristinsdóttir […]
Vaxtarhugarfar snýst um hugarfar til eigin getu og hæfileika Posted júní 9, 2021 by avista Þróunarverkefni um innleiðingu á vaxtarhugarfari í leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar Hafnarfjarðarbær mun hefja sérstakt þróunarverkefni um innleiðingu á hugmyndafræði um vaxtarhugarfar í leik- og grunnskólum bæjarins frá og með komandi hausti. Um er að ræða fimm ára fræðslu- og rannsóknarverkefni sem unnið er í samstarfi við dr. Hermund Sigmundsson, prófessor í sálfræði. Verkefnastjóri verkefnisins er […]
Seigla á Sönghátíð í Hafnarborg. Miðasala er hafin Posted júní 9, 2021 by avista Miðasala er hafin á Sönghátíð í Hafnarborg, sem fram fer dagana 19.6.-4.7.2021. Sönghátíð í Hafnarborg hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin sem Tónlistarhátíð ársins 2020. Á hátíðinni í ár mætir til leiks einstakt úrval tónlistarmanna með fjölbreytta dagskrá. Seiglan sem hefur hjálpað landanum í gegnum hinn erfiða heimsfaraldur er þema hátíðarinnar í ár. Tónlist og ljóðlist tjá sammannlegar […]
1000 ár af starfsreynslu Posted júní 9, 2021 by avista Sjötta árið í röð veitir Hafnarfjarðarbær starfsfólki sínu sérstaka viðurkenningu fyrir 25 ára samfellt starf hjá sveitarfélaginu. Í ár fengu 40 starfsmenn viðurkenningu fyrir þennan árafjölda í starfi sem jafngildir 1000 árum af samstarfi og starfsreynslu við fjölbreytt störf á starfsstöðvum bæjarins. Stór hluti hópsins hefur unnið nokkur ár til og einhver hópur áratugi til […]