Category: Fréttir

Endursmíði Krýsuvíkurkirkju fagnað

Í vikunni var verklokum og endursmíði Krýsuvíkurkirkju fagnað við hátíðlega athöfn í Tækniskólanum að Flatahrauni í Hafnarfirði en auk skólans hafa Vinafélag Krýsuvíkurkirkju og Þjóðminjasafn staðið að verkinu. Kirkjan brann árið 2010 og var þá í eigu Þjóðminjasafnsins sem fékk kirkjuna ásamt kirkjugarði, öðrum mannvirkjum tilheyrandi staðnum og landspildu umhverfis kirkjuna að gjöf frá bæjarstjórn […]

Skarðshlíðarskóli fær styrk frá Forriturum framtíðar

Forritarar framtíðarinnar hafa nú lokið úthlutun styrkja fyrir þetta ár og hlutu 29 grunnskólar styrki sem nema 9 milljónum króna. 1,5 milljón rann til námskeiða innan skólanna en 7,5 milljónir til kaupa á smærri tækjum í forritunar og tæknikennslu ásamt úthlutun á notuðum tölvubúnaði. Skarðshlíðarskóli í Hafnarfirði er einn þeirra skóla sem fékk styrk og […]

Hoppandi gleði á Óla Run túni

Á sjálfan þjóðhátíðardaginn, miðvikudaginn 17. júní, var nýr ærslabelgur opnaður á Óla Run túni. Belgurinn er annar belgur sinnar tegundar í Hafnarfirði en sá fyrsti, ærslabelgur á Víðistaðatúni, var opnaður formlega í júní 2019. Mikil ánægja er með nýja belginn og hafa mörg hoppin og ófá hlátrasköllin verið tekin á belgnum frá uppsetningu hans og […]

Börn 6-12 ára hvött til að taka þátt í dorgveiðikeppni

Mánudaginn 29. júní er áætlað að halda hina árlegu dorgveiðikeppni á Flensborgarbryggju fyrir hafnfirsk börn á aldrinum 6-12 ára fædd 2007-2012. Hefst keppnin um 13:30 og veiða krakkarnir til um 14:30. Öll börn á aldrinum 6-12 hjartanlega velkomin Keppt verður í þremur flokkum – flestu fiskarnir, stærsti fiskurinn og furðufiskurinn 2020. Keppnin verður færð á […]

Samfélagssáttmáli Covid19 – Community Pledge

Saman tryggjum við áfram góðan árangur – við erum öll almannavarnir. Í ljósi þess að allt er að fara af stað aftur eftir Covid18 þá er rétt að minna á samfélagssáttmálann. Sáttmála sem gilti í vor og gildir áfram í sumar og nær til okkar allra. Við hvetjum starfsfólk, íbúa og vini Hafnarfjarðar til að […]

Skólaslit 2019-2020 og skólasetning 2020-2021

Skólaslit hafa farið fram í öllum grunnskólum Hafnarfjarðar sem jafnframt útskrifa samtals 406 nemendur úr 10. bekk í Hafnarfirði þetta árið. Hátíðleg stemming var yfir útskriftum skólanna þar sem útskriftarnemendur kvöddu skólann sinn, samnemendur og kennara full eftirvæntingar eftir því sem framtíðin mun bera í skaut sér.  Við óskum þessum glæsilega hópi ungmenna velgengni í […]

TAKK veggur í miðbæ Hafnarfjarðar – taktu þátt

Hafnarfjarðarbær hvetur íbúa og vini Hafnarfjarðar til að taka virkan þátt í „Til fyrirmyndar“ hvatningarátakinu sem stendur yfir dagana 17. – 30. júní. Átakið er tileinkað frú Vigdísi Finnbogadóttur og íslensku þjóðinni í tilefni þess að þann 29. júní nk. verða 40 ár síðan Frú Vigdís var kjörin forseti Íslands. Þessi flotti útskriftarhópur frá leikskólanum […]

Kjörskrá í Hafnarfirði 2020

Kjörskrá í Hafnarfirði vegna forsetakosninganna þann 27.júní 2020 liggur nú frammi til sýnis í Ráðhúsi Hafnarfjarðar, þjónustuveri, Strandgötu 6, frá kl. 8-16 og mun liggja frammi alla virka daga frá 16. júní 2020.  Kjósendum er einnig bent á vefinn www.kosning.is en þar má finna hvar kjósendur eru á kjörskrá . Kjósendur eru hvattir til þess […]

Snyrtileikinn 2020 – tilnefningar

Bentu á þann sem að þér þykir bestur! Hafnarfjarðarbær leitar til íbúa og annarra áhugasamra eftir tilnefningum til viðurkenninga fyrir fallega og vel hirta garða, götur og opin svæði eða stofnanalóðir í Hafnarfirði. Val til viðurkenninga byggir eingöngu á innsendum tillögum og því eru íbúar, starfsmenn og aðrir áhugasamir hvattir til virkrar þátttöku. Hver er […]

Bláljósaakstur á 17. júní í boði Slökkviliðsins

Eins og fram hefur komið verður dagskrá 17. júní með óhefðbundnu sniði í ár vegna COVID-19.  Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins ætlar í tilefni dagsins að aka um nokkrar götur sveitarfélagsins með blá ljós og íslenska fánann á tímabilinu frá kl. 11-14. Því miður er ekki hægt að tímasetja ferðir þeirra nákvæmlega þar sem þau eru á vaktinni […]