Category: Fréttir

Umsóknarfrestur örstyrkja á Björtum dögum framlengdur

Opið er fyrir umsóknir um örstyrki til þess að halda viðburði og uppákomur um allan bæ í sumar. Mikilvægt er að verkefnin skírskoti til breiðs hóps fólks og margir fái að njóta. Sjá eldri frétt um örstyrki. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 20. júní. Skriflegar umsóknir um fjárframlag til að skipuleggja viðburði og uppákomur í […]

Sjómannadagurinn í Hafnarfirði 2021

Þar sem samkomutakmarkanir eru enn í gildi verða hátíðarhöld við Flensborgarhöfn á Sjómannadaginn 6. júní enn með óhefðbundnum hætti. Þrátt fyrir það hvetjum við Hafnfirðinga og gesti þeirra til þess að gera sér ferð niður að höfn og njóta þess sem höfnin, sem bærinn er kenndur við, hefur upp á að bjóða. Fiskasýning Hafrannsóknastofnunar verður […]

Áform um nýja uppbyggingu í hjarta Hafnarfjarðar

Nýjar hugmyndir að metnaðarfullri uppbyggingu í miðbæ Hafnarfjarðar voru kynntar á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar í morgun. Fyrri áform um uppbyggingu á 100 herbergja hóteli að Strandgötu 26-30 í Hafnarfirði hafa þróast í spennandi hugmyndir og áform um matvöruverslun og þjónustu á jarðhæð, nýtt nútíma bókasafn og margmiðlunarsetur, almenningsgarð á 2. hæð og hótelíbúðir í smáhýsum […]

Menningar- og heilsugöngur í Hafnarfirði 2021

Í sumar er boðið upp á bæjargöngur með leiðsögn alla miðvikudaga. Flestar göngur taka um klukkustund, þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Göngurnar eru samstarfsverkefni Bókasafns Hafnarfjarðar, Byggðasafns Hafnarfjarðar, Hafnarborgar og Heilsubæjarins Hafnarfjarðar. 2. júní kl. 20:00 – Höggmyndagarðurinn 30 áraEiríkur Hallgrímsson listfræðingur og leiðsögumaður leiðir göngu um höggmyndagarðinn á Víðistaðatúni. Í ár eru 30 ár […]

Þjónustusamningur við Tennisfélag Hafnarfjarðar

Hafnarfjarðarbær og Tennisfélag Hafnarfjarðar skrifuðu undir þjónustusamning til eins árs í veðurblíðu á tennisvellinum á Víðistaðatúni í maí. Samningurinn tekur til allrar þeirra þjónustu sem Tennisfélag Hafnarfjarðar veitir íbúum í Hafnarfirði og með hvaða hætti Hafnarfjarðarbær greiðir félaginu fyrir þjónustuna. Fast framlag bæjarins samkvæmt samningi er 400.000 kr. Strax í haust mun samtal eiga sér […]

Gjaldtaka hefst á rafhleðslustöð við Fjörð 4. júní

Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti þann 8. apríl 2021 og bæjarstjórn þann 14. apríl 2021 tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 12. febrúar 2020 um að leggja á gjald vegna notkunar rafhleðslustöðvar við Fjörð.  Við opnun á stöð í október 2017 var tilkynnt að í fyrstu yrði hleðslan ókeypis og gert væri ráð fyrir mögulegri gjaldtöku á síðari […]

Bæjarstjórn unga fólksins – ungt fólk til áhrifa!

Í bæjarstjórn unga fólksins er unnið með hugmyndir nemendanna sjálfra  Á vormánuðum stóð öllum nemendum í 10. bekkjum grunnskóla Hafnarfjarðar vorið 2021 til boða að taka þátt í hlutverkaleik í fundarsal bæjarstjórnar í Hafnarborg. Þar gafst nemendum tækifæri til að setja sig í hlutverk bæjarfulltrúa í einn dag og samhliða kynna sér yfirstandandi myndlistarsýningu. Verkefnið […]

Heill hafsjór af dagskrá fyrir börn og ungmenni

Viðtal við Stellu B. Kristinsdóttur, fagstjóra frístundastarfs hjá Hafnarfjarðarbæ Stella B. Kristinsdóttir er fagstjóri frístundastarfs hjá Hafnarfjarðarbæ og vinnur hún m.a. náið með frístunda­heimilum og félagsmiðstöðvum sem starfandi eru við alla grunnskóla í Hafnarfirði. Hún er ein þeirra sem heldur utan um skipulagningu á fjöl­breyttu og skapandi sumarstarfi á vegum tómstundamiðstöðva í bænum. Þátttaka í […]

Net- og símasamband enn í ólagi

Eftir að hafa komið á eðlilegu netsambandi í gærkvöldi erum við aftur að upplifa truflanir á netsambandi og síma í morgunsárið. Nær þetta til allra starfsstöðva sveitarfélagsins. Áframhaldandi greiningarvinna er í gangi og eins og staðan er núna þá er erfitt að segja til um hver framvindan verður. Áframhaldandi þakklæti til ykkar fyrir sýndan skilning!

Fræ til frístundaheimilanna – heimaræktun virðist ganga vel

Nýlega var fræpökkum með blönduðum kryddjurtum dreift inn á öll heimili í Hafnarfirði. Um var að ræða sumargjöf frá heilsubænum Hafnarfirði sem á að ýta undir grósku, vöxt og vellíðan og kannski ekki síst sameiginlegan áhuga og ánægjulegar samverustundir fjölskyldunnar allrar. Í vikunni fengu öll frístundaheimilin í Hafnarfirði einnig fræpakka að gjöf með hvatningu um […]