Samráðsfundir vegna skipulagsvinnu Vesturbæjar Posted mars 10, 2020 by avista Á fyrri samráðsfundi af tveimur vegna skipulagsvinnu er snýr að Vesturbæ Hafnarfjarðar þann 5. mars var farið yfir hugtakið Verndarsvæði í byggð, hvað í því felst og hvernig það á við um Vesturbæinn. Jafnframt var gerð grein fyrir þeirri fornleifa- og húsaskráningu sem gerð hefur verið á svæðinu. Hér er hægt að sækja glærukynningu frá fundinum: Vesturbær […]
Nýtt stofnræsi á Völlum Posted mars 10, 2020 by avista Á fundi sínum þann 17. desember 2019 samþykkti skipulags- og byggingarráð að fyrirhugaðar breytingar á aðal- og deiliskipulagi er ná til svæðis innan Vallahverfis yrðu sendar skipulagsstofnun til umsagnar. Gerði stofnunin ekki athugasemdir við að skipulagsbreytingarnar yrðu auglýstar samhliða, samanber heimild samkvæmt 2. mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Framangreint var lagt fram í bæjarstjórn til […]
Hér ríkir mikil starfsánægja Posted mars 10, 2020 by avista Tónlistarskóli Hafnarfjarðar (TH) var stofnaður árið 1950 og hóf starfsemi sína með 16 nemendum, sem flestir stunduðu píanónám. Framan af var húsnæði skólans víða í bænum, þar til Hafnarfjarðarbær varð fyrsta sveitarfélagið til að byggja tónlistarskóla frá grunni, við Strandgötu, árið 1997. Húsnæðið er þó þegar við það að springa í dag en tækifærin eru […]
443 brunahanar í Hafnarfirði Posted mars 10, 2020 by avista Bæjarvefsjáin Granni er byggð á upplýsingaslóð sem hefur verið til síðan um aldamótin 2000, en er nú komin í nýjan og notendavænni búning. Ný og betrumbætt bæjarvefsjá er liður í aukinni áherslu á stafræna þjónustu og miðlun fyrir íbúa bæjarins og aðra hagsmunaaðila, í samstarfi við EFLU verkfræðistofu. Bæjarblaðið Hafnfirðingur hitti Helgu Stefánsdóttur, forstöðumann á […]
Styrkir til uppbyggingar innviða á ferðamannastöðum Posted mars 10, 2020 by avista Styrkir til uppbyggingar við Leiðarenda og Krýsuvíkurbjarg Ráðherrar ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarmála og umhverfis- og auðlindamála gerðu í gær grein fyrir úthlutun fjármuna til uppbyggingu innviða, náttúruverndar og annarra verkefna á ferðamannastöðum árið 2020. Samtals er úthlutað rúmum 1,5 milljarði króna úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða og Framkvæmdasjóði ferðamannastaða sem gerir kleift að halda áfram […]
Lokað um Strandgötu sunnan Reykjanesbrautar Posted mars 10, 2020 by avista Á morgun, miðvikudaginn 11. mars, milli frá kl. 9:30-12, mun verktaki loka fyrir umferð um Strandgötu sunnan Reykjanesbrautar vegna uppsetningar á vinnustaðamerkingum. Hjáleiðir eru um Krýsuvíkurgatnamót og Kaldárselsveg. Opið er fyrir gangandi vegfarendur. Fyrirfram þakkir fyrir sýndan skilning.
Kjarasamningur undirritaður og verkfalli aflýst Posted mars 9, 2020 by avista Kjarasamningur var undirritaður á milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB rétt fyrir miðnætti í kvöld hjá Ríkissáttasemjara. Verkfalli félaganna gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga hefur því verið aflýst. Samningurinn tekur til um 7000 starfsmanna sveitarfélaga um allt land og gildir til 31. mars 2023. Starfsemi sveitarfélagsins mun því haldast óbreytt og ekki koma til […]
Árshátíð Hafnarfjarðarbæjar frestað – fyrirbyggjandi aðgerðir ítrekaðar Posted mars 7, 2020 by avista Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni vegna kórónuveiru (COVID-19). Fyrstu smit innanlands voru staðfest í gær og eru þau orðin a.m.k. fjögur talsins. Í kjölfarið var ákveðið að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna. Það er gert m.a. á grunni þess að sýkingin er nú farin að breiðast út innanlands. Neyðarstjórn Hafnarfjarðarbæjar hefur […]
Lokun á þjónustu og starfsemi fyrir fólk í viðkvæmri stöðu Posted mars 7, 2020 by avista Hafnarfjarðarbær hefur tekið ákvörðun um lokun á starfsstöðvum sveitarfélagsins sem halda úti þjónustu og starfsemi fyrir fólk sem er í viðkvæmri stöðu eða með undirliggjandi sjúkdóma. Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni vegna kórónuveiru (COVID-19) og er ákvörðun tekin með hliðsjón af þeirri breytingu. Allir hlutaðeigandi verða látnir vita um leið […]
Ókeypis heilsufarsmælingum frestað Posted mars 6, 2020 by avista Ákveðið hefur verið að fresta um óákveðinn tíma ókeypis heilsufarsmælingum í Hafnarfirði sem áttu að fara fram laugardagana 14. og 21. mars. Ákvörðun er tekin í ljósi mikils álags á heilbrigðiskerfið í heild sinni þessa dagana. Auglýsing og kynning fer af stað aftur þegar nýjar dagsetningar hafa verið ákveðnar. Fyrirfram þakkir fyrir sýndan skilning.