Category: Fréttir

Áhrif á þjónustu ef til verkfalls kemur

Mikilvægt er að allir hlutaðeigandi fylgist vel með fréttum af fyrirhuguðu verkfalli. Öll starfsemi sveitarfélagsins mun haldast óbreytt ef ekki verður af verkfalli. Fyrirhugað verkfall félagsmanna hjá Starfsmannafélagi Hafnarfjarðar og BSRB hefst mánudaginn 9. mars. Fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum má skipta í tvo hluta. Annars vegar munu félagsmenn leggja niður störf á fyrirfram ákveðnum dögum þ.e. dagana […]

Viltu vera vistforeldri?

Barnavernd Hafnarfjarðar leitar að tveimur fjölskyldum sem eru tilbúnar að taka á móti börnum sem vista þarf utan heimilis í skemmri tíma. Hlutverk vistforeldra er að veita börnum móttöku, þar með talið í bráðatilvikum til að tryggja öryggi barnanna, greiða vanda þeirra eða til könnunar á aðstæðum þeirra. Þegar barn er á heimilinu er lögð […]

Nemendur perla af krafti

Öskudagur nýttur í gott málefni Nemendur og kennarar í unglingadeild Áslandsskóla ákváðu að nýta öskudag til að leggja verkefninu Perlað af krafti lið.  Verkefnið er ein helsta fjáröflunarleið Krafts stuðningsfélag þeirra sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra. Ein helsta fjáröflunarleið Krafts er sala á perluarmböndum með áletruninni „Lífið er núna“. Armböndin eru eingöngu framleidd […]

Bæjarstjórnarfundur 4. mars

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 3. mars. Formlegur fundur hefst kl. 14:00 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34. Hér er hægt að nálgast dagskrá fundar. Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu

Almenn ráð við Covid19 veirunni

Kæru íbúar og vinir Hafnarfjarðar – hér eru mikilvægar upplýsingar um hvernig forðast eigi smit við Covid19 veirunni og hvað eigi að gera ef grunur vaknar um smit. Allar nýjustu upplýsingar er að finna á vef Landlæknis.   

Menntaleiðtogar Hafnarfjarðar hittast

Vinna við gerð menntastefnu Hafnarfjarðar er í fullum gangi og var annar fundur með menntaleiðtogum Hafnarfjarðar haldinn fimmtudaginn 27. febrúar í Skátaheimilinu við Hraunbrún. Þar voru m.a. ræddar tillögur að lykilþáttum sem koma til með að bera nýja menntastefnu uppi. Menntaleiðtogar Hafnarfjarðar eru fulltrúar frá öllum leik-, grunn og framhaldsskólum bæjarins ásamt fulltrúum frá Tónlistarskóla […]

Engidalsskóli verður sjálfstæður grunnskóli – auglýst eftir skólastjóra

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar staðfesti á fundi sínum þann 19. febrúar sl. samþykkt fræðsluráðs Hafnarfjarðar frá fundi ráðsins þann 12. febrúar sl. um að gera Engidalsskóla að sjálfstæðum grunnskóla frá og með haustinu 2020. Sviðsstjóra mennta- og lýðheilsusviðs hefur verið falið að vinna með starfsfólki skólans í breytingarferlinu og auglýsa nýja stöðu skólastjóra við skólann. Ósk um […]

Stuttar lokanir og truflun á umferð um Reykjanesbraut

Ef veður leyfir er áætlað að flytja tvær göngubrýr fyrir framkvæmdir við tvöföldun Reykjanesbrautar á rétta staði um helgina. Flutningur mun eiga sér stað föstudagskvöld og laugardagskvöld og hefjast kl. 21 bæði kvöldin. Flutningur mun hafa áhrif á umferð, lokað verður fyrir umferð bæði kvöldin í 15 mínútur án hjáleiðar og áfram til kl. 02:00 […]

Mokum frá sorpgeymslum

Það snjóar og það snjóar….við minnum íbúa á að moka frá sorpgeymslum sínum til að greiða leið sorphirðufólks að gráu og bláu tunnunum þannig að hægt sé að tryggja að þær séu tæmdar á réttum tíma.  Fyrirfram takk fyrir skjót viðbrögð! Upplýsingar um sorphirðu eftir hverfum er að finna HÉR

Ásvallabraut – gatnagerð

Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í framkvæmdir við nýja Ásvallabraut í Hafnarfirði, ásamt gerð undirganga, veitulagna fyrir Vatnsveitu Hafnarfjarðar og HS veitur, gerð göngu- og hjólastíga, mana, landmótunar og gróðursvæða. Útboðsgögn verða seld í þjónustumiðstöð Hafnarfjarðarbæjar, Norðurhellu 2, frá og með þriðjudegi 3. mars 2020. Verð kr. 5.000,- Tilboð verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 24. […]