Category: Fréttir

Vetrarfrí febrúar 2020

Fimmtudaginn og föstudaginn 20.-21. febrúar er vetrarfrí í grunnskólum Hafnarfjarðar. Það er frítt í sund í vetrarfríinu og menningarstofnanir standa fyrir fjölbreyttri dagskrá þessa daga og helgina á eftir. Nánari upplýsingar um dagskrána er hægt að nálgast á meðfylgjandi tenglum á íslensku, ensku og pólsku. Vetrarfrí – frítt í sund og fjölbreytt dagskrá menningarstofnana Winter […]

Bæjarstjórnarfundur 19. febrúar

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 19. febrúar. Formlegur fundur hefst kl. 14:00 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34. Hér er hægt að nálgast dagskrá fundar. Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu

Frumkvöðlar heilsueflingar 65+ í Hafnarfirði útskrifast

Dagleg hreyfing jókst um 80% Styrktarþjálfun jókst um 425% Efri mörk blóðþrýstings lækkuðu um 7,4%. Neðri mörk sambærileg Gripstyrkur jókst um 10,5% hjá konum og 11,9% hjá körlum Styrkur í fótleggjum jókst um 43% Útskrift fyrstu þátttakenda úr verkefninu Fjölþætt heilsuefling 65+ í Hafnarfirði – leið að farsælum efri árum, og þar með frumkvöðla verkefnisins […]

Samkomulag um byggingu knatthúss á Ásvöllum undirritað

Fjárfest til framtíðar í vaxandi byggð Í lok janúar var skrifað undir samkomulag milli Hafnarfjarðarbæjar og Knattspyrnufélags Hauka um byggingu knatthúss á Ásvöllum. Fyrirhugað knattspyrnuhús verður að fullu í eigu Hafnarfjarðarbæjar og bætist við þá aðstöðu sem Hafnarfjarðarbær hefur þegar byggt upp til íþróttaiðkunar á Ásvallasvæðinu, s.s. íþróttaaðstöðu Hauka, körfuknattleikshús og Ásvallalaug. Því til viðbótar […]

Þakkir til ykkar fyrir rétt og góð viðbrögð

Þakkir til ykkar frá okkur, SHS og LHR Veður er nú að ganga niður á höfuðborgarsvæðinu. Hafnarfjarðarbær tekur undir þakkir SHS og LHR og þakkar íbúum og starfsfólki fyrir að hafa farið eftir viðvörunum frá Veðurstofu, Lögreglu, Slökkviliði og öðrum viðbragðsaðilum á svæðinu. Samræmd viðbrögð allra hlutaðeigandi skipta lykilmáli þegar óvissuástandi hefur verið lýst yfir. […]

Styrkir bæjarráðs – fyrri úthlutun 2020

Bæjarráð veitir ár hvert félagasamtökum, fyrirtækjum eða einstaklingum styrki til starfsemi og þjónustu sem fellur að hlutverki sveitarfélagsins eða telst á annan hátt í samræmi við stefnumörkun, áherslur og forgangsröð sveitarfélagsins. Úthlutun styrkja fer fram tvisvar á ári og nú er komið að fyrri úthlutun ársins í ár. Umsóknarfrestur er til 20. mars 2020. Umsækjendur […]

Sumargöngur – Óskað eftir hugmyndum

Gengur þú með hugmynd að sumargöngu í maganum?Alla fimmtudaga í sumar verða gengnar menningar- og heilsugöngur um Hafnarfjörð þar sem íbúar og gestir fá að heyra áhugaverðan fróðleik um bæinn og fá tækifæri til heilsubótar. Hátt í þúsund manns tóku virkan þátt í göngunum síðasta sumar.Dagskrá sumarsins er nú í undirbúningi og við leitum til […]

Rauð veðurviðvörun – allt skólahald fellur niður

<<English below >> Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna fyrir allt landið vegna aftakaveðurs á morgun, föstudag 14. febrúar. Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið frá kl. 7 í fyrramálið sem þýðir að fólk á ekki að vera á ferðinni nema brýna nauðsyn beri til.   Reglulegt skólahald fellur niður en leikskólar og […]

Hellnahraun 3. áfangi

Endurskoðun á deiliskipulagi Hellnahrauns 3.áfanga í Hafnarfirði Borgahella, Dofrahella, Búðahella, Straumhella 1-8 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti þann 8. janúar 2020 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi þriðja áfanga Hellnahrauns í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Um er að ræða austur hluta svæðisins, þ.e. þann hluta deiliskipulagsins sem innifelur allar lóðir við Borgahellu, Dofrahellu […]

Viljum vinna með foreldrum

Hlutverk barnaverndar er að tryggja að börn sem búa við óviðunandi aðstæður eða börn sem stofna heilsu sinni og þroska í hættu fái nauðsynlega aðstoð. Barnavernd leitast við að styrkja fjölskyldur í uppeldishlutverki sínu og beita úrræðum til verndar einstökum börnum þegar það á við. Bæjarblaðið Hafnfirðingur hitti Helenu Unnarsdóttur, deildarstjóra barnaverndar hjá Hafnarfjarðarbæ , […]