COVID-19: Varfærnar tilslakanir 18. nóvember Posted nóvember 13, 2020 by avista Sjá tilkynningu á vef Stjórnarráðsins Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis sem fela í sér varfærnar tilslakanir á gildandi samkomutakmörkunum. Breytingarnar taka gildi 18. nóvember. Þær eru helstar að íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf barna í leik- og grunnskólum verður heimilt á ný. Í framhaldsskólum verða fjöldamörk aukin í 25. Hægt verður að hefja ýmsa þjónustustarfsemi […]
UNICEF kallar eftir teikningum frá börnum og ungmennum Posted nóvember 12, 2020 by avista Ert þú skapandi ungmenni? Í tilefni af alþjóðadegi barna, sem er 20. nóvember, kallar UNICEF á Íslandi eftir teikningum frá börnum og ungmennum yngri en 24 ára þar sem viðfangsefnið er að ímynda sér þann heim sem vilji er fyrir að byggja fyrir börn eftir COVID-19 ef börn og ungmenni fengju að ráða. Efni myndanna […]
Bakverðir virkja krafta sína á öðrum vettvangi Posted nóvember 11, 2020 by avista Hjá Hafnarfjarðarbær hefur verið lagt kapp á, frá upphafi Covid19, að tryggja að ekki komi til skerðingar á samfélagslega mikilvægri þjónustu og þjónustu sem þarf að haldast órofin á öllum stigum almannavarna. Guðrún Þorsteinsdóttir, mannauðsstjóri Hafnarfjarðarbæjar segir að það hafi að mestu tekist með útsjónarsemi og hugmyndaauðgi stjórnenda og starfsfólks á hverri starfsstöð fyrir sig […]
Hugmyndir um nútímalegt bókasafn í Firði Posted nóvember 11, 2020 by avista Horft til framtíðar með hugmyndum um nútímalegt bókasafn Bæjarstjórn Hafnarfjarðar tók fyrir á fundi sínum í dag hugmyndir um að flytja Bókasafn Hafnarfjarðar úr núverandi húsnæði að Strandgötu 1 í nýtt húsnæði að Strandgötu 26-30. Vilji er fyrir því að gera skuldbindandi samkomulag milli 220 Fjarðar og Hafnarfjarðarbæjar sem byggir á hugmyndum ,,220 Fjarðar“ að […]
Staðan á mörgum og ólíkum framkvæmdum í bænum Posted nóvember 10, 2020 by avista Vaxandi sveitarfélagi eins og Hafnarfirði fylgir fjöldi framkvæmda af mismunandi stærðargráðum, víða um bæjarlandið. Covid hefur sem betur fer ekki tafið framkvæmdir neitt að ráði og allt kapp lagt á að halda framkvæmdum á áætlun og jafnvel hefur verið gefið í ef eitthvað er. Bæjarblaðið Hafnfirðingur kynnti sér stöðu helstu framkvæmda innan sveitarfélagsins hjá Helgu […]
Hringinn í kringum landið í nóvember Posted nóvember 9, 2020 by avista Starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar hefur sett sér það markmið að ganga hringinn í kringum landið í nóvember. Haldið er utan um þátttöku í verkefninu á innri samskiptamiðli starfsfólks en starfsfólk gengur sjálft eða í litlum hópum og sendir inn upplýsingar um gengna kílómetra. Daglega er vegalengdin tekin saman til að sjá hve hópurinn er kominn langt áleiðis. […]
Nýr skólasöngur á 30. starfsári Hvaleyrarskóla Posted nóvember 9, 2020 by avista Kurteisi | Ábyrgð | Samvinna – það er Hvaleyrarskóli Síðasta skólaár var 30. starfsár Hvaleyrarskóla. Síðasta vor stóð til að hafa þemadaga í byrjun apríl til að fagna þessum stóra áfanga. Vegna aðstæðna í samfélaginu var veislu slegið á frest og ákveðið að tengja afmælið við lok vinavikunnar sem haldin var í skólanum í síðustu […]
Snjallbærinn Hafnarfjörður verður til Posted nóvember 6, 2020 by avista „Smart City“ eða snjallborg er hugtak sem hefur verið áberandi í umræðunni undanfarin misseri og þó Hafnarfjörður sé ekki borg þá er bærinn að taka ákveðin skref í að gerast snjall. Verkefnin ganga út að nýta upplýsingatæknina til að bæta gæði og skilvirkni þjónustunnar og koma á enn betri samskiptum við íbúa. Snjallhópurinn – starfsfólk […]
Ærslabelgir lagðir í vetrardvalann Posted nóvember 5, 2020 by avista Frá og með deginum í dag munu ærslabelgir á Víðistaðatúni og á Óla Run túni vera loftlausir og þannig lagðir í vetrardvalann. Til stóð að halda lofti í belgnum allt fram að frostatíð en í ljósi hertra sóttvarnaraðgerða, öryggisins vegna og þess að skemmd er komin í belg á Víðistaðatúni þá hefur verið ákveðið að […]
Sundlaugar og söfn lokuð áfram Posted nóvember 3, 2020 by avista Hertar sóttvarnaráðstafanir tóku gildi laugardaginn 31. október. Meginbreytingin felst í 10 manna fjöldatakmörkum í stað 20 áður. Gert er ráð fyrir að reglur um hertar aðgerðir gildi til og með 17. nóvember. Þær verða endurmetnar eftir aðstæðum með hliðsjón af því hvort hægt verði að aflétta þeim fyrr, eða hvort framlenging sé nauðsynleg. Sundlaugar og […]