Category: Fréttir

Erlend samstarfsverkefni í Áslandsskóla

Áslandsskóli starfar nú með erlendum samstarfsaðilum að fjórum samvinnuverkefnum. Verkefni sem þessi auka ávallt víðsýni og eru frábær endurmenntun fyrir starfsfólk. Það leiðir af sér ígrundun um starf og starfshætti, sem svo aftur leiðir af sér betri kennslu og bætt námsumhverfi nemenda. Verkefnin sem Áslandsskóla vinnur að eru eftirfarandi: Continuing a Culture of Learning – […]

Ánægja íbúa í Hafnarfirði eykst umtalsvert milli ára

Ánægja með þjónustu við barnafjölskyldur, þjónustu leikskóla og þjónustu við fatlað fólk hefur ekki mælst hærri frá upphafi mælinga. Aðrir þættir ná einnig hæsta gildi. Hafnarfjörður hækkar í öllum þáttum milli ára í árlegri þjónustukönnun Gallup, þar af marktækt í 12 af 13 þáttum. Ánægja með þjónustu við fatlað fólk og barnafjölskyldur og með þjónustu […]

Lífshlaupið hefst 5. febrúar – allir með í landskeppni í hreyfingu

Skráning í Lífshlaupið 2020 er í fullum gangi!  Við hvetjum alla hafnfirska vinnustaði, Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til að taka virkan þátt. Sköpum heilsueflandi og skemmtilega stemningu saman í febrúar! Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir […]

Hættuleg iðja og kostnaður við viðgerðir mikill

Fjöldi skemmdarverka hafa átt sér stað víða í bænum í kringum áramót og í janúar. Bæjarblaðið Hafnfirðingur tók þetta saman, samkvæmt upplýsingum frá Hafnarfjarðarbæ, í þeirri von um að foreldrar brýni fyrir börnum sínum á ýmsum aldri að svona iðja getur verið stórhættuleg og kostnaður við viðgerðir mikill.  Björn Bögeskov Hilmarsson, forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar Hafnarfjarðarbæjar, segir […]

Fjölbreytt og nútímalegt bókasafn

Bókasafn Hafnarfjarðar er 98 ára og meðal þeirra elstu á landinu. Hafnfirðingar tengjast bókasafninu sterkum böndum og mikið er um gestagang, útlán og ýmislegt annað. Hafnfirðingur hitti á dögunum Sigrúnu Guðnadóttur, sem tók við stöðu forstöðumanns í nóvember. Hún segir margt í pípunum, svo sem fleiri viðburði og aðstöðu fyrir hlaðvarp fyrir almenning.  „Mér fannst […]

Fagnar 30 ára starfsafmæli á árinu

Björn Bögeskov Hilmarsson fagnar 30 ára starfsafmæli hjá Hafnarfjarðarbæ í apríl. Böddi, eins og hann er gjarnan kallaður, er klárlega á réttum stað í starfi sem forstöðumaður þjónustumiðstöðvar. Hann er þjónustulundaður fram í fingurgóma, er menntaður í skrúðgarðyrkju og hefur nýtt sína menntun vel í starfi. Böddi er Kópavogsbúi, búið alla tíð þar og er […]

Hvatningarverðlaun MsH

Markaðsstofa Hafnarfjarðar leitar eftir tilnefningum til Hvatningarverðlauna MsH 2020. Aðildarfyrirtæki Markaðsstofunnar geta tilnefnt fyrirtæki, félag eða einstakling sem þau telja að hafi lyft bæjaranda Hafnarfjarðar á árinu 2019 með starfsemi sinni og athöfnum og þannig gert Hafnarfjörð að betra samfélagi. MsH hvetur aðildarfélaga til að senda inn tilnefningu fyrir 1. febrúar næstkomandi hér: https://forms.gle/a3TiHMEwaoA2Vgbt7 Afhending […]

Gul viðvörun til kl. 15 í dag – skilaboð til foreldra

<<English below>> ÍSLENSKAGul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu til klukkan 15:00 í dag, fimmtudag. Mælt er með því að foreldrar og forráðamenn barna yngri en 12 ára sæki börn sín í lok skóladags, meðan gul viðvörun er í gildi. Börn eru óhult í skóla og frístundastarfi þar til þau verða sótt. ENGLISHA yellow weather […]

Yfirlýsing samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vegna Reykjanesbrautar

Í nýrri frumdragaskýrslu Vegagerðarinnar og Mannvits er komist að þeirri niðurstöðu að hagkvæmast sé að breikka Reykjanesbraut, frá gatnamótum við Krýsuvík að Hvassahrauni, í núverandi vegstæði. Sú leið einfaldi fyrri útfærslur en kalli jafnframt á breytt aðalskipulag. Fyrri útfærslur hafi meðal annars gert ráð fyrir að færa veglínu Reykjanesbrautar vegna skipulagsmála og hugmynda um mögulega […]

Útboð í gatnagerð Ásvallabrautar heimilað

Á fundi umhverfis – og framkvæmdaráðs þann 15. janúar síðastliðinn heimilaði ráðið útboð á gatnagerð Ásvallabrautar til tveggja ára. Heimildin felur í sér útboð á gatnagerð á Ásvallabraut frá Kaldárselsvegi að Skarðshlíð.  Framkvæmdin inniheldur lagningu nýs vegar frá nýju hringtorgi við Kaldárselsveg að Nóntorgi í Skarðshlíð, gerð stíga, lagna og hljóðmana. Ráðgert er að framkvæmdin […]