Category: Fréttir

Umferð um Reykjanesbraut færð yfir á nýja suðurakbraut að hluta

Vegna vinnu við tvöföldun Reykjanesbrautar í gegnum Hafnarfjörð þarf að færa umferð yfir á nýja suðurakbraut á kafla frá Krýsuvíkurgatnamótum og að Strandgötu. Ef veður leyfir má gera ráð fyrir að á morgun, þriðjudaginn 10. desember, verði umferð færð yfir á nýja suðurakbraut. Farið verður í þessa framkvæmd fyrir hádegi. Þessi ráðstöfun mun standa yfir […]

Allir heim fyrir kl. 15 á morgun þriðjudag

Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun frá kl. 15 á morgun, þriðjudaginn 10. desember. Gul viðvörun verður í gildi frá klukkan 13 – 15 þegar sú appelsínugula tekur við. Engin röskun verður á skólastarfi í fyrramálið en ákveðið hefur verið að virkja röskun á skólastarfi frá kl. 15 og eru foreldar og forráðamenn beðnir um […]

Hver á best skreytta húsið í Hafnarfirði?

Nú styttist heldur betur til jóla og á aðventunni eru bæjarbúar hvattir til þess að skreyta hús sín og lýsa upp skammdegið. Á Þorláksmessu verða veitt verðlaun fyrir best skreyttu húsin, best skreytta fyrirtækið og best skreyttu götuna í Hafnarfirði.  Hafnfirðingar og vinir Hafnarfjarðar eru hvattir til þess að setja upp stóru jólagleraugun í byrjun […]

Litlu leikskólatrén á Thorsplani

Hefð er fyrir því að leikskólar í Hafnarfirði sjái um að skreyta litlu jólatrén sem prýða jólaþorpið á Thorsplani. Hópar leikskólabarna hafa lagt leið sína í jólaþorpið í vikunni með fallegar og umhverfisvænar jólaskreytingar sem þau hafa sjálf útbúið.  Skrautið er afar kærkomið og hefur sett skemmtilegan svip á Jólaþorpið frá upphafi.  Leikskólinn Víðivellir sá […]

Hundakona með óbilandi trú á óhefðbundnum tjáskiptum

Kveikurinn er að sjá að fólk getur meira í dag heldur en í gær. Halla Harpa Stefánsdóttir er forstöðuþroskaþjálfi Hæfingarstöðvarinnar að Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Hundakona mikil sem hefur gert það að ævistarfi sínu að þjálfa, efla og þróa aðferðir og leiðir sem stuðla að notkun óhefðbundinna tjáskipta. Halla Harpa ákvað það 10 ára gömul að […]

Sérstakur húsnæðisstuðningur fyrir leigjendur í félagslegu húsnæði

Á fundi fjölskylduráðs þann 14.okt. sl . var tekin sú ákvörðun að breyta reglum Hafnarfjarðarbæjar um sérstakan húsnæðisstuðning sem tóku gildi 17. október 2017. Fellt var út ákvæði að ekki sé greiddur sérstakur stuðningur í félagslegu leiguhúsnæði sveitarfélagsins og er leigjendum nú heimilt að sækja um sérstakan stuðning. Leigjendur félagslegs húsnæðis Hafnarfjarðarbæjar geta nú sótt […]

Alþjóðlegt FLY verkefni sem ýtir undir kvikmyndalæsi

Nemendur í 7. AMT í Lækjarskóla duttu aldeilis í lukkupottinn þegar þeim var boðin þátttaka í vinnustofu um stuttmyndagerð og þar með þátttaka í alþjóðlegu FLY-verkefni sem vill höfða til og nota kvikmyndalæsi í kennslu barna og unglinga. FLY skammstöfunin stendur fyrir Fly Littercy Years og er verkefnið stutt af Barnamenningarsjóði og The Animation Workshop/VIA […]

Ný bæjarvefsjá tekin í notkun hjá Hafnarfjarðarbæ

Rafræn upplýsingamiðlun fyrir alla hagsmunaaðila Hafnarfjarðarbær leggur mikla áherslu á stafræna þjónustu og miðlun fyrir íbúa bæjarins og aðra hagsmunaaðila. Sem lið í því ferli hefur bæjarvefsjáin og landupplýsingakerfið Granni verið tekið í notkun. EFLA verkfræðistofa sér um rekstur Granna og hefur síðustu mánuði unnið að nýrri og stórendurbættri bæjarvefsjá sem nú hefur litið dagsins […]

Þjónustuver verður lokað til kl. 10 þriðjudaginn 3. des.

Þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar að Strandgötu 6 verður lokað frá kl. 8-10 á morgun þriðjudaginn 3. desember vegna starfsmannafundar þjónustu- og þróunarsviðs.  Fyrirfram þakkir fyrir sýndan skilning.   

Núvitund er áhugaverð aðferð í verkfærakistu lífsins

Hjördís Jónsdóttir er mikil hugsjónamanneskja og með hjartað á réttum stað. Hjá henni er fólkið í forgrunni og ung að árum ákvað hún að umönnun og uppeldi væri hennar köllun í lífinu. Í dag starfar Hjördís sem deildarstjóri 1. – 5. bekkjar í Áslandsskóla og hefur blómstrað í störfum sínum hjá grunnskólum Hafnarfjarðar þar sem […]