Category: Fréttir

Störf við Vinnuskóla Hafnarfjarðar hefjast 11. júní

Sumarið 2019 fá 14 – 16 ára unglingar (fæddir árin 2003 – 2005) vinnu við Vinnuskóla Hafnarfjarðar.  Allir aldurshópar hefja vinnu 11. júní. Miðbæjarhópur, sem samanstendur af eldri ungmennum, hefur þegar hafið störf en öll 17 ára ungmenni fengu starf við vinnuskólann í sumar. 14 ára unglingar vinna aðra hverja viku fyrir hádegi og eftir […]

Menningar- og heilsugöngur sumarsins 2019

Í sumar er boðið upp á menningar- og heilsugöngur öll fimmtudagskvöld kl. 20. Flestar göngur taka um klukkustund og hefjast kl. 20 nema annað sé tekið fram, þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. 6. júní – Undirhlíðar – óvænt uppákomaEinar Skúlason leiðir 90-120 mínútna göngu að Undirhlíðum á fjölbreyttu undirlagi. Á leiðinni verður óvænt uppákoma […]

Sumarlestur Bókasafns Hafnarfjarðar hefst í dag

Nú blasa sumarfrí í grunnskólum Hafnarfjarðar við og þá á lesturinn oft til að gleymast enda margt skemmtilegt um að vera. Rannsóknir sýna að lestrarfærni barna getur tapast yfir sumarmánuðina og því er mikilvægt að viðhalda henni í sumarfríinu. Bókasafn Hafnarfjarðar vill hjálpa foreldrum við það með því að bjóða upp á sumarlestur líkt og undanfarin […]

Hafnfirsk ungmenni eru til fyrirmyndar

Niðurstöður stórrar landskönnunar varðandi vímuefnaneyslu gefa til kynna að hafnfirsk ungmenni séu til fyrirmyndar og að flest þeirra snerti ekki vímuefni. Um 85% nemenda taka þátt í könnuninni hverju sinni en hún var lögð fyrir nemendur nú í febrúar. Á hverju ári taka nemendur í 8.-10. bekk grunnskóla þátt í stórri landskönnun varðandi vímuefnaneyslu sem […]

Hafnarfjörður hvetur til vistvænna framkvæmda

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur samþykkt sjö tillögur að aðgerðum til að hvetja húsbyggjendur að setja umhverfið í forgang í samræmi við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, auknar kröfur um minni losun gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið og aukna umhverfisvitund almennings. Á fundi bæjarstjórnar 29. maí sl. var meðal annars samþykkt að veita 20-30% afslátt af lóðarverði […]

Bæjarstjórnarfundur 29. maí

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 29. maí. Formlegur fundur hefst kl. 14:00 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34. Hér er hægt að nálgast dagskrá fundar. Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu

Hluti Hjallabrautar og Víðistaðatúns

Samkvæmt 2.mgr. 36. gr. skipulagslaga nr.123/2010, er auglýst til kynningar lýsing Aðalskipulagsbreytinga er nær til hluta Hjallabrautar og jaðar Víðistaðatúns. Breytingartillagan felur í sér:Jaðar svæðis við Víðistaðatún sem fellur undir hverfisvernd HVc1 og HVc5 verði íbúðabyggð. Hægt er að skoða lýsinguna hér á vef Hafnarfjarðarbæjar www.hafnarfjordur.is frá 17. -31. maí 2019. Jafnframt verður haldinn kynningarfundur […]

Þéttingarsvæði innan Hafnarfjarðar

Auglýst er til kynningar lýsing Aðalskipulagsbreytinga vegna þéttingarsvæða innan Hafnarfjarðar sem bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 6.2.2019. Hægt er að skoða lýsinguna hér á vef Hafnarfjarðarbæjar www.hafnarfjordur.is frá 17. -31. maí 2019. Jafnframt verður haldinn kynningarfundur í Hafnarborg þann 23.maí nk. kl.17-19 þar sem farið verður yfir lýsinguna. Breytingar á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 – þétting […]

Fyrstu lóðunum úthlutað í 3. áfanga Skarðshlíðarhverfis

Opnað var fyrir umsóknir í fyrstu úthlutun íbúðahúsalóða í 3. áfanga Skarðshlíðarhverfis um miðjan mars síðastliðinn. Umsóknarfrestur var til 22. apríl 2019 og var fyrstu lóðunum úthlutað á fundi bæjarstjórnar í gær. Uppbygging í hverfi er þegar farin af stað. Öllum lóðum í 1. áfanga hefur verið úthlutað, nokkrum fjölda í 2. áfanga og mikill […]

Níu viðurkenningar fyrir 225 ár í starfi

Starfsaldursviðurkenningar til starfsfólks Hafnarfjarðarbæjar voru veittar við hátíðlega athöfn í Hafnarborg í 16. maí. Níu einstaklingar sem hafa starfað hjá bænum í 25 ár fengu viðurkenningu fyrir faglegt framlag og störf í þágu bæjarins. Einu sinni á ári efnir bæjarstjóri til kaffisamsætis fyrir þá starfsmenn sem náð hafa 25 ára samfelldum starfsaldri. Við athöfnina þakkaði […]