Maxímúsartónleikar í Hafnarfirði og Hörpu Posted október 22, 2019 by avista Sinfóníuhljómsveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar ásamt Strengjasveit Tónlistarskóla Garðabæjar mun halda þrenna tónleika með tónlistarævintýrinu um tónlistarmúsina Maxímús Músíkús í Hásölum Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og í Hörpu um næstu helgi. Flutt verður sagan “Maxímús Músíkús trítlar í tónlistarskólann” með sögumanni, myndum og tónlistaratriðum með um 50 hljóðfæraleikurum en á efnisskránni verða hljómsveitarverkin Í höll Dofrakonungs eftir Grieg, þáttur […]
Sáttmáli um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu Posted október 22, 2019 by avista Hafnarfjarðarbær ásamt fimm öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, Garðabæ, Kópavogi, Mosfellsbæ, Reykjavík og Seltjarnarnesi, hafa undirritað tímamótasamkomulag við íslenska ríkið um metnaðarfulla uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum, þann 16. október síðastliðinn, fyrirliggjandi samkomulag um skipulag og fjármögnun uppbyggingar á samgönguinnviðum til og með 2033. Samkomulagið […]
Hafnarfjörður í lykilhlutverki í nýjum gamanþáttum Posted október 21, 2019 by avista Brátt hefjast tökur á nýjum ljúfsárum gamanþáttum með Ladda í aðalhlutverki. Vettvangur Ladda í þessari 6 þátta seríu sem tekin er upp fyrir Sjónvarp Símans er Hafnarfjörður og mun upptökuteymi vera á ferð og flugi um Hafnarfjörð nú í nóvember. Gunnar Geirdal, Baldvin Zophoniasson, Kristófer Dignus, Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir, Ragnar Eyþórsson og Laddi. Fréttablaðið/Anton Brink […]
Vetrarfrí Posted október 18, 2019 by avista Mánudaginn og þriðjudaginn 21.-22. október er vetrarfrí í grunnskólum Hafnarfjarðar, nema Áslandsskóla sem er bara með vetrarfrí 21. október. Venju samkvæmt verður frítt í sund í vetrarfríinu og menningarstofnanir standa fyrir fjölbreyttri dagskrá þessa daga og helgina á undan. Nánari upplýsingar um dagskrána er hægt að nálgast á meðfylgjandi tenglum á íslensku, ensku og pólsku. […]
Starfsfólk fær reiðhjól til reynslu Posted október 18, 2019 by avista Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkti nýlega að kaupa fjögur rafmagnshjól og lána þau til starfsfólks Hafnarfjarðarbæjar til reynslu. Þetta heilsueflandi verkefni hefur þann megintilgang að kynna rafhjól sem hentugan ferðamáta í þeirri von að fleiri og í raun sem flestir fari að nýta sér þennan samgöngumáta. Síðustu árin hefur sveitarfélagið stóraukið þjónustu sína í snjómokstri og […]
Álfhella 10 og Einhella 7 Posted október 18, 2019 by avista Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar þann 27.08.2019 var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingum á deiliskipulagi Hellnahrauns 2. áfanga, er nær til lóðanna við Álfhellu 10 og Einhellu 7, í samræmi við 1.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í breytingunni felst að: lóðirnar við Álfhellu 10 og Einhellu 7 eru sameinaðar. Byggingarreitum er breytt. […]
Hlaðvarpið VITINN – nýr þáttur er kominn í loftið Posted október 18, 2019 by avista Nýr þáttur Vitans er kominn í loftið. Í þessum þætti spjallar Sigurjón Ólafsson, sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs Hafnarfjarðarbæjar, við Önnu Báru Gunnarsdóttur deildarstjóra þjónustuvers Hafnarfjarðarbæjar. Anna Bára og hennar starfsfólk standa í framlínusveit Hafnarfjarðarbæjar og þjónusta gesti af öllum þjóðernum í mismunandi erindagjörðum alla virka daga og það í gegnum margar mismunandi þjónustuleiðir. Góð þjónusta […]
Hefur þú prófað íþróttir fatlaðra? Paralympic dagurinn! Posted október 16, 2019 by avista Paralympic-dagurinn er stór og skemmtilegur kynningardagur á þeim íþróttum sem fatlaðir stunda á Íslandi. Þetta er fimmta árið í röð sem Íþróttasamband fatlaðra stendur fyrir Paralympic-deginum. Íþróttafréttamaðurinn Haukur Harðarson mun stýra deginum sem fram fer laugardaginn 19. október í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal frá kl. 13-16. Allir velkomnir! Kynning á handahjólreiðum, boccia, knattspyrnu, bogfimi, fimleikum og […]
Heilsueflandi Hafnarborg Posted október 16, 2019 by avista Hafnarborg – menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar hefur nú gerst opinber þátttakandi í verkefninu Heilsubænum Hafnarfirði og mun hér eftir leggja aukna áherslu á þá þætti í starfseminni sem taldir eru hafa góð áhrif á andlega, félagslega og jafnvel líkamlega heilsu gesta. Hafnarborg hefur áður komið að verkefninu með m.a. þátttöku í hinum árlegu menningar- og […]
Drög að rammaskipulagi hafnarsvæðis Posted október 15, 2019 by avista Drög að rammaskipulagi Flensborgarhafnar og Óseyrarsvæðis liggja nú fyrir og hafa drögin verið lögð fram til kynningar. Tekið er á móti ábendingum og hugmyndum til og með föstudeginum 15. nóvember næstkomandi. Hægt er að senda tölvupóst á netfangið: hafnarfjordur@hafnarfjordur.is auk þess sem hægt er að senda hugmyndir í gegnum samráðsvettvanginn Betri Hafnarfjörð. Sjá fyrirliggjandi drög […]