Ný útgáfa af skóladagatölum

Fréttir Verkefnasögur

Mikill kraftur og vinnugleði einkenndi nemendahópinn sem kom til starfa hjá bænum í sumar í gegnum sumaratvinnuátak Hafnarfjarðarbæjar og Vinnumálastofnunar. Áhersla var m.a. lögð á það að nýta krafta þeirra í lítil og stór verkefni sem skipta miklu máli í stóra samhenginu og eru til þess fallin að bæta og auðvelda þjónustu sveitarfélagsins og upplýsingagjöf.

Mikill kraftur og vinnugleði einkenndi nemendahópinn sem kom til starfa hjá bænum í sumar í gegnum sumaratvinnuátak Hafnarfjarðarbæjar og Vinnumálastofnunar. Áhersla var m.a. lögð á það að nýta krafta þeirra í lítil og stór verkefni sem skipta miklu máli í stóra samhenginu og eru til þess fallin að bæta og auðvelda þjónustu sveitarfélagsins og  upplýsingagjöf. Þannig vann t.a.m. nemandi í tölvunarfræði, sem ráðinn var í sumarstarf í vefmiðlun, nýja útgáfu af skóladagatölum grunnskóla Hafnarfjarðar.

Skóladagatölin eru vinsælt efni

Tölfræði yfir umferð á grunnskólavefina sýnir að skóladagatölin eru vinsælasta efni vefjanna og var því ákveðið að ráðast í það litla en mikilvæga verkefni að koma dagatölunum yfir á aðgengilegra form.  Þannig geta notendur (foreldrar og forráðamenn) nú með góðu móti sótt dagatal síns grunnskóla og flutt yfir í Outlook, iCalendar eða  Google Calendar.  Áður var aðeins hægt að sækja dagatölin í formi PDF skjala á vefjum skólanna.

Þessi litla en mikilvæga breyting og viðbót gerir foreldrum og forráðamönnum kleift að hafa dagatal skólans alltaf aðgengilegt í síma og/eða tölvu og því minni hætta á að mikilvægir dagar eins og frídagar, starfsdagar eða viðburðir gleymist.  Til skoðunar er hvort hægt sé að vinna sambærilega lausn fyrir alla leikskóla Hafnarfjarðar sem hýstir eru í öðru vefumsjónarkerfi.

Hér er dæmi af vef Víðistaðaskóla –  http://www.vidistadaskoli.is/skolinn/skoladagatal/

Sjá lista yfir alla grunnskóla Hafnarfjarðar

Ábendingagátt