Category: Fréttir

Tónlistarskóli Hafnarfjarðar óskar eftir að ráða skólastjóra til starfa.

Skólinn var stofnaður 1950 og starfar nú á tveimur stöðum í Hafnarfirði. Í glæsilegum skóla að Strandgötu 51, sem vígður var 1997 og í Tónkvísl við “Gamla Lækjarskóla” þar sem rytmiska deildin er til húsa. Starfið felur í sér að stýra skólanum þar sem um 600 nemendur stunda nám og  50 kennarar starfa við skólann […]

Dvergsreitur í uppbyggingu

Í gær undirrituðu Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Helgi Gunnarsson fyrir hönd GG verk samning um  uppbyggingu á Dvergsreitnum samkvæmt niðurstöðum útboðs. Deiliskipulagið er á lokastigum og framkvæmdir hefjast væntanlega snemma í haust. 

Framkvæmdir við Reykjanesbraut

Laugardag 14. júlí frá kl 07:30-15:30 er stefnt að því að þökuleggja mön á 200m kafla á Reykjanesbraut í Hafnarfirði. Svæðið sem um ræðir er á kaflanum þar sem ekið er undir Áslandinu og þarna er ein akrein í hvora átt og umferð sett á hjáleið um Ásabraut, óhindruð umferð er til suðurs í átt […]

Róló á leikskólanum Hlíðarbergi

Í sumar verður starfræktur gæsluvöllurinn Róló á leikskólanum Hlíðarbergi, Hlíðarbergi 3, í sumarfríi leikskólanna frá 11. júlí til og með 3. ágúst. Opnunartími er frá kl. 9.00-12.00 og 13.00-16.00 (lokað í hádeginu). Róló er ætlaður börnum á aldrinum 2-6 ára. Börnin verða að vera klædd eftir veðri og með aukaföt. Athugið að lítil aðstaða til […]

Framkvæmdir við Kaldárselsveg

Framkvæmdir eru hafnar við endurnýjun Kaldárselsvegar, ásamt gerð göngu- og hjólastíga og landmótun á nærliggjandi svæði. Verkið felur í sér endurgerð vegarins frá Reykjanesbraut að Elliðavatnsvegi, gerð tveggja hringtorga, tenginga við Brekkuás, Klettahlíð og Elliðavatnsveg, auk nýrra gróðursvæða og mana. Í framkvæmdinni verða einnig fluttar veitulagnir Vatnsveitu Hafnarfjarðar, HS veitna og Mílu.  Verkið verður unnið […]

Samið um kaup á gæðaritföngum fyrir grunnskólanemendur

Hafnarfjarðarbær hefur ritað undir samning við Pennann/Eymundsson um kaup á ritföngum fyrir nemendur í grunnskólum Hafnarfjarðar fyrir skólaárið 2018-2019. Samningsundirritunin er lok á löngu ferli sem staðið hefur frá byrjun árs 2018 við að skilgreina vörur og undirbúa útboð á ritföngum. Penninn/Eymundsson reyndist hlutskarpastur í útboðinu af þremur aðilum sem buðu í ritföngin. Alls reyndust […]

Snyrtileikinn 2018 – tilnefningar

Hafnarfjarðarbær leitar til íbúa og annarra áhugasamra eftir tilnefningum til viðurkenninga fyrir fallega og vel hirta garða, götur og opin svæði eða stofnanalóðir í Hafnarfirði. Val til viðurkenninga byggir eingöngu á innsendum tillögum og því eru íbúar, starfsmenn og aðrir áhugasamir hvattir til virkrar þátttöku. Með viðurkenningunum er verið að skapa ákveðna fyrirmynd í þessum […]

Rósa Guðbjartsdóttir nýr bæjarstjóri

Rósa Guðbjartsdóttir tók við sem bæjarstjóri í Hafnarfirði fimmtudaginn síðast liðinn  og hefur síðustu daga verið að koma sér inn í starfið og verið að heimsækja stærstu starfstöðvar bæjarins og hitta þar samstarfsfólk sitt. Rósa er alkunn bæjarmálunum í Hafnarfirði en hún tók sæti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar fyrir tólf árum, eða árið 2006 og var á […]

Íbúafundur vegna tillögu að deiliskipulagsbreytingu við Hrauntungu

Boðað er til íbúafundar miðvikudaginn 27. júní kl. 17 á Norðurhellu 2 þar sem tillaga að uppbyggingu við lóðina að Hrauntungu 5 verður kynnt. Þar gefst tækifæri til að fara yfir tillöguna og ræða við skipulagshöfunda. Fundurinn er góður vettvangur til að ræða málin og gefur íbúum tækifæri til að koma á framfæri sínum sjónarmiðum. […]

Ný bæjarstjórn tekur við í dag

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra í Hafnarfirði hafa gert með sér samkomulag um meirihlutamyndun í bæjarstjórn. Samstarfið er byggt á málefnasamningi sem kynntur verður nánar á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar kl 17:00 í dag. Ágúst Bjarni Garðarsson verður formaður bæjarráðs og Kristinn Andersen verður forseti bæjarstjórnar og þá verður Rósa Guðbjartsdóttir oddviti Sjálfstæðismanna og […]