Category: Fréttir

Ný bæjarstjórn tekur við í dag

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra í Hafnarfirði hafa gert með sér samkomulag um meirihlutamyndun í bæjarstjórn. Samstarfið er byggt á málefnasamningi sem kynntur verður nánar á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar kl 17:00 í dag. Ágúst Bjarni Garðarsson verður formaður bæjarráðs og Kristinn Andersen verður forseti bæjarstjórnar og þá verður Rósa Guðbjartsdóttir oddviti Sjálfstæðismanna og […]

Bæjarstjórnarfundur 20.júní

Meg Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 20. júní. Fundurinn hefst kl. 17 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34.   Hér er hægt að sjá dagskrá fundar. Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu

17. júní 2018

8:00 Fánar dregnir að húni og fánahylling á HamrinumSkátafélagið Hraunbúar flaggar fánum víðsvegar um bæinn. 11:00 Þjóðbúningasamkoma í FlensborgAnnríki – Þjóðbúningar og skart veitir aðstoð við að klæðast þjóðbúningum og hvetur Hafnfirðinga til að taka fram þjóðbúninga allra landa.  13:00 Skrúðganga frá FlensborgarskólaGengið niður Hringbraut, eftir Lækjargötu og inn Strandgötu að Thorsplani. Lúðrasveit Hafnarfjarðar og […]

Menningar- og heilsugöngur í sumar

Í sumar verður boðið upp á menningar- og heilsugöngur öll fimmtudagskvöld kl. 20. Flestar göngur taka um klukkustund og hefjast kl. 20 nema annað sé tekið fram, þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. 7. júní StraumsvíkJónatan Garðarsson leiðir göngu um byggðina sem var við Straumsvík. Gengið frá Straumi 14. júní – Gamli HafnarfjörðurBjörn Pétursson bæjarminjavörður […]

Kveðja frá fráfarandi bæjarstjóra

Kæru vinir og samstarfsfólk. Um helgina rennur út samningur minn við Hafnarfjarðarkaupstað um starf bæjarstjóra. Það hefur verið mikill heiður að fá að sinna þessu fjölbreytta og gefandi starfi í þessi fjögur ár og er ég þakklátur fyrir að hafa  fengið það tækifæri. Ég held að það hafi gengið nokkuð vel hjá okkur á þessu […]

Niðurstöður sveitarstjórnakosninga í Hafnarfirði 26. maí 2018.

Niðurstöður sveitarstjórnakosninga í Hafnarfirði 26. maí 2018. Á kjörskrá voru 20.770 og kusu 12.058, auðir seðlar 443 og ógildir 52. Kjörsókn 58,1%.   B listi Framsókn og óháðir, 928 atkvæði,     8,0%,     fjöldi kjörinna fulltrúa 1 C listi Viðreisn, 1.098 atkvæði,  9,5%,     fjöldi kjörinna fulltrúa 1 D listi Sjálfstæðisflokkurinn, 3.903 atkvæði, 33,8%,   fjöldi kjörinna […]

Rio Tinto og Hafnarfjarðarbær styrkja íþróttaiðkendur

Fimmtudaginn 31. maí fór fram úthlutun íþróttastyrkja fyrir yngri en 18 ára iðkendur aðildarfélaga ÍBH samkvæmt samningi milli ÍBH, Rio Tinto og Hafnarfjarðarbæjar. Úthlutunin fer fram í höfuðstöðvum Rio Tinto á Íslandi í Straumsvík. Samningur hefur verið í gildi frá árinu 2001 á milli Íþróttabandalagsins í Hafnarfirði, Rio Tinto og Hafnarfjarðarbæjar. Samningar hafa verið gerðir […]

Hafnarfjarðarkaupstaður 110 ára þann 1. júní 2018

Hafnarfjarðarkaupstaður fagnar á 110 ára afmæli sitt á þessu ári og verður því fagnað með ýmiskonar viðburðahaldi í Hafnarfirði núna yfir sjómannadagshelgina. Afmælisdagurinn er 1. júní en á þeim degi fyrir 110 árum fékk Hafnarfjörður kaupstaðaréttindi, þá var einnig fyrsti kjörfundurinn haldinn í Góðtemplarahúsinu. Þann 1. júní 1909 bjuggu 1469 manns í bænum og 109 […]

Íbúarekið leigufélag, almennar leiguíbúðir og íbúðir fyrir fatlað fólk

Bæjarstjóri fyrir hönd Skarðshlíð íbúðafélag hses. og framkvæmdastjóri Modulus eignarhaldsfélags skrifuðu á dögunum undir verksamning um byggingu almennra leiguíbúða í Skarðshlíð. Til stendur að byggja 12 íbúðir á lóðunum Hádegisskarð 12 og 16 í Skarðshlíð samkvæmt útboðslýsingu og á að skila þeim fullbúnum. Um er að ræða 6 tveggja herbergja 50 m2 íbúðir, 4 þriggja […]

Kjörsókn í Hafnarfirði

Kjörfundur í Hafnarfirði vegna sveitarstjórnarkosninganna 26. maí 2018 hófst kl. 9 og lýkur kl. 22. Á kjörskrá í Hafnarfirði eru 20.770. Klukkan 21 höfðu 10092 kjósendur greitt atkvæði á kjörstað. Kjörsókn 48,59% Klukkan 20 höfðu 9614 kjósendur greitt atkvæði á kjörstað. Kjörsókn 46,29% Klukkan 19 höfðu 8978 kjósendur greitt atkvæði á kjörstað. Kjörsókn 43,23% Klukkan 18 […]