Category: Fréttir

Íbúafundur vegna borgarlínu

Þann 18. janúar var haldinn kynningarfundur vegna Borgarlínu í Hafnarborg. Hrafnkell Á. Proppé svæðisskipulagsstjóri hélt erindi um hið nýja kerfi almenningssamgangna sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ásamt ásamt Ólöfu Kristjánsdóttur verkfræðingi og fagstjóra samgöngu hjá verkfræðistofunni Mannvit sem kynnti skýrslu Mannvits um úttekt á göturými. Rúmlega hundrað manns sóttu fundinn og fjölmargir fylgdust með beinni útsendingu […]

Rekstur veitingasölu í Hafnarborg

Óskað er eftir tilboðum í leigu á veitingarými  í Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar að Strandgötu 34, Hafnarfirði. Veitingaaðstaðan býður upp á ýmsa möguleika, aðstaðan hefur sérstakan inngang og er rýmið aðskilið frá annarri starfsemi Hafnarborgar. Vinnuaðstaðan býður upp á framreiðslu á kaffiveitingum og léttum málsverðum. Gert er ráð fyrir að nýr rekstraraðili taki til […]

Bæjarlistamaður Hafnarfjarðar

Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2018. Einungis listamenn með fasta búsetu í Hafnarfirði koma til greina við úthlutun og er miðað við lögheimili síðustu 12 mánuði.  Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum ábendingum sem menningar- og ferðamálanefnd mun hafa til hliðsjónar við val á bæjarlistamanni. Umsóknum og ábendingum skal skilað […]

Bæjarstjórnarfundur 17. janúar

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 17. janúar. Fundurinn hefst kl. 17 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34.  Fundinum er streymt beint á heimasíðu.  Hér er hægt að sjá dagskrá fundar. Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu Útsending hefst stundvíslega kl 17:00. 

Hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag

Hafnarfjarðarhöfn og Hafnarfjarðarbær, í samvinnu við Arkitektafélag Íslands, efna til opinnar hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag Flensborgarhafnar og Óseyrarsvæðis, sem er í dag hluti hafnarsvæðis Suðurhafnar í Hafnarfirði. Fyrirhugað er að skipuleggja svæðið upp á nýtt með breyttum forsendum, endurskilgreindum skipulagsmörkum og endurskoðuðu aðalskipulagi Hafnarfjarðar.  Meginmarkmið samkeppninnar er að kalla fram hugmyndir um blandaða og þétta byggð […]

Hálka, sandur og salt

Mikil hálka er á götum, göngustígum og bílaplönum út um allan bæ þessa dagana vegna óvenjulegra veðuraðstæðna. Þjónustumiðstöð Hafnarfjarðarbæjar er á vakt allan sólarhringinn við söltun og söndun en það dugar ekki í öllum tilfellum til. Salt og sandur geta komið sér vel eins og spáin er næstu daga. Íbúar geta sótt sand í Þjónustumiðstöðina […]

Ánægja íbúa eykst

Ánægja íbúa í Hafnarfirði með þjónustu sveitarfélagsins eykst á milli ára samkvæmt niðurstöðum árlegrar þjónustukönnunar Gallup sem birtar voru á fundi bæjarráðs í morgun. Alls eru 91% íbúa í Hafnarfirði ánægðir með sveitarfélagið sem stað til að búa á. Ánægja með þjónustu við barnafólk og eldri borgara eykst mest sem og með leikskóla- og menningarmál. […]

Frístundastyrkir hækkuðu um 33% um áramótin

Frístundastyrkir vegna þátttökugjalda í íþrótta- og tómstundastarf fyrir börn á aldrinum sex til átján ára hækkuðu þann 1. janúar 2018, úr 3.000 kr. á mánuði í 4.000 kr. eða um 33% og hægt er að nota styrkinn 12 mánuði á ári. Frá og með áramótum geta nemendur í tónlistarnámi eins og í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar einnig notað […]

Nýr umhverfis- og veitustjóri

Guðmundur Elíasson er nýr umhverfis- og veitustjóri í Hafnarfirði.  Guðmundur er með víðtæka stjórnunarreynslu á sviði umhverfismála, mannvirkjagerðar og veitureksturs og hefur starfað sem yfirmaður umhverfismála, framkvæmda- og veitusviða í Árborg og Fjarðabyggð. Guðmundur er með meistaragráðu (M.Sc.) í iðnaðar- og rekstrarverkfræði við Álaborgarháskóla frá árinu 1993 og B.Sc. bakkalárgráðu í véltæknifræði frá Odense Teknikum. […]

Breytingar á leiðakerfi Strætó

Nokkrar breytingar á leiðakerfi Strætó í Hafnarfirði hafa tekið gildi. Leið 21 er stytt innan Hafnarfjarðar en við bætist akstur framhjá Smáralind í báðar áttir. Leiðin ekur nú beint um Flatahraun og stoppar við Kaplakrika en biðstöðvar við Bæjarhraun og Hólsraun leggjast af. Þjónustutími leiðarinnar lengist um klukkustund á kvöldin og að auki verður ekið […]