Category: Fréttir

Bæjarstjórnarfundur 20. desember

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 20. desember. Fundurinn hefst kl. 17 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34.  Fundinum er streymt beint á heimasíðu.  Hér er hægt að sjá dagskrá fundar. Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu Útsending hefst stundvíslega kl 17:00. 

Samningur við Björgunarsveit Hafnarfjarðar undirritaður

Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri Hafnarfjarðar og Gísli Johnsen, formaður Björgunarsveitar Hafnarfjarðar undirrituðu í gær rekstrarsamning fyrir árið 2018. Þar skuldbindur bærinn sig til að styðja við rekstur sveitarinnar á árinu sem nemur 19 milljónum króna og skv. fjárhagsáætlun 2018-2022. Rekstrarsamningurinn tekur að mestu á rekstri björgunar- og slysavarnarmiðstöðvar félagsins en forsendur fyrir framlagi Hafnarfjarðarbæjar til […]

Ný mislæg gatnamót á Reykjanesbraut tekin í notkun í dag

Nýframkvæmdin, gatnamót Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar verður tekin í notkun núna í hádeginu föstudaginn 15. desember kl. 13:00.  Athöfn verður við gatnamótin að vestanverðu og mun Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra formlega opna gatnamótin með aðstoð vegamálastjóra. Auk þeirra verða viðstaddir þessa opnun bæjarstjóri Hafnarfjarðar og fulltrúar frá Hafnarfjarðarbæ, Vegagerðinni, verktakanum og aðrir sem komið hafa að […]

Líðan og velferð barna og unglinga í forgrunni í nýsamþykktri fjárhagsáætlun

Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2018 var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í gærkvöldi. Áætlunin ber þess skýr merki að umbætur í fjármálum sveitarfélagsins undanfarin ár eru að skila sér til bæjarbúa. Framundan er uppbygging á þjónustu á hinum ýmsu sviðum sveitarfélagsins og er fjölskyldan í fyrirrúmi. Mikil áhersla er á umbætur í leik- og grunnskólum bæjarins, […]

BRAUTRYÐJENDUR FRÁ DANMÖRKU KYNNA TÍMAMÓTAVERKEFNI

Í dag mánudaginn 4. desember fer fram vinnustofuna í Hásölum í Hafnarfjarðarkirkju milli kl. 9-15.  Helstu fyrirlesarar dagsins eru tveir danskir sérfræðingar þær Stinne Højer Mathiasen, stjórnmálafræðingur, verkefnastjóri hjá Herning Kommune og Trine Nanfeldt, félagsráðgjafi og hjúkrunarfræðingur, verkefnastjóri hjá Herning Kommune. Á vinnustofunni kynna þær nýja nálgun og breytta hugmyndafræði í þjónustu við börn og […]

Bæjarstjórnarfundur 6. desember

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 6. desember. Fundurinn hefst kl. 16 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34. Fundinum er streymt beint á heimasíðu. Hér er hægt að sjá dagskrá fundar Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu Útsending hefst stundvíslega kl 16:00. 

OPIÐ HÚS Í GÖMLU SKATT- STOFUNNI

Hafnarfjarðarbær býður í opið hús í gömlu Gömlu Skattstofunni Suðurgötu 14 næst komandi föstudag 1. des. Milli kl. 15:00 – 17:00. Nýlega festi bærinn kaup á húsinu af Ríkissjóði og í dag hýsir Skattstofan nokkur verkefni á vegum bæjarins. Á næstunni verður efnt til hugmyndavinnu um nafn og framtíðar starfssemi í húsinu. Tvö verkefni eru […]

Hálka, salt og sandur

Mikil hálka er á götum, göngustígum og bílaplönum út um allan bæ þessa dagana. Þjónustumiðstöð Hafnarfjarðarbæjar er á vakt nánast allan sólarhringinn við söltun og söndun en það dugar ekki í öllum tilfellum til. Varðandi sandpoka þá er sandur, pokar og skóflur sem íbúar geta haft afnot af við Þjónustumiðstöð Hafnarfjarðar við Norðurhellu 2. Mjög […]

Hafnarfjarðarbær verðlaunaður af Evrópustofnuninni í opinberri þjónustu í Maastricth

EIPA, Evrópustofnunin í opinberri þjónustu, veitti í vikunni Hafnarfjarðarbæ EPSA viðurkenningu,  eða svokölluð European public sector award. Viðurkenningin er veitt verkefnum í opinberri þjónustu sem bera vott um góða starfshætti og nýstárlegar úrlausnir á krefjandi viðfangsefnum. Þema EPSA verðlaunanna árið 2017 var nýsköpun í opinberri þjónustu en viðurkenningin var veitt í Maastricht í Hollandi núna […]

Jólaþorpið í Hafnarfirði

Jólaþorpið í Hafnarfirði verður opnað í fimmtánda sinn föstudagskvöldið 1. desember kl. 18 með fjölbreyttri dagskrá á Thorsplani þegar ljósin verða tendruð á jólatrénu. Í ár er það enginn annar en Laddi, Þórhallur Sigurðsson, sem mun segja frá jólunum sínum sem ungur drengur í Hafnarfirði, tendra ljósin á jólatrénu og telja í nokkur jólalög. Jólaþorpið […]