Category: Fréttir

Samningur við Specialisterne á Íslandi

Fjölskylduráð Hafnarfjarðar endurnýjaði samning við Specialisterne á Íslandi á fundi sínum þann 2. júní s.l. Markmið samkomulagsins er að veita starfsþjálfun og gera starfsmat fyrir fatlaða atvinnuleitendur. Samstarf Fjölskylduþjónustunnar og Specialiserne hefur gengið vel og er mikilvægur hlekkur í því skyni að auka atvinnuþátttöku á almennum vinnumarkaði.

Samgönguásar borgarlínu

  Lögð er fram til forkynningar vinnslutillaga vegna breytinga á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040 sbr. 2. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vinnslutillagan felst í að festa legu samgönguása fyrir Borgarlínu og að skilgreina viðmið um uppbyggingu á áhrifasvæðum. Lögð er fram til kynningar vinnslutillögur vegna breytinga á aðalskipulagi Garðabæjar 2004-2016, Hafnarfjarðar 2013-2025, Kópavogsbæjar 2012-2024, Mosfellsbæjar […]

Hagir og líðan ungs fólks

Á fundi Íþrótta- og tómstundanefndar nýverið var kynnt ný skýrsla um hagi og líðan barna í 5. – 7. bekk í Hafnarfirði. Það er Rannsókn og greining sem gerði þessa rannsókn fyrir Menntamálaráðuneytið. Skýrslan fjallar um ýmsa þætti í lífi barnanna eins og líðan í skóla, stríðni, tölvuleikjanotkun, ástundun íþrótta og samveru með foreldrum. Um […]

Bæjarstjórnarfundur 24. maí

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 10. maí. Fundurinn hefst kl. 14 í Hafnarborg, Strandgötu 34.  Fundi er streymt beint á heimasíðu. Hér má sjá dagskrá fundar Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu Útsending hefst stundvíslega kl. 14. Meðal efnis á fundi er Markaðsstofa Hafnarfjarðar tilnefning í stjórn, Framkvæmdasjóður aldraða, stöðuleyfi og […]

Leiguhúsnæði í hjarta Hafnarfjarðar

Hafnarfjarðarbær auglýsir Strandgötu 4 til leigu.  Fasteignin er kjallari, tvær hæðir og ris, alls um 515 m². Húsið er steinsteypt, byggt árið 1930 af Jóni Mathiesen kaupmanni sem rak þar verslun í mörg ár og bjó á efri hæð. Fasteignin verður afhent haustið 2017 Fasteignin er öll auglýst til leigu og er gert ráð fyrir […]

16% launahækkun í Vinnuskóla

Laun ungmenna í Vinnuskóla Hafnarfjarðar sem fædd eru 2001, 2002 og 2003 verða hækkuð sem nemur 16% sumarið 2017. Bætist þessi hækkun ofan á hækkun á launum vinnuskóla sumarið 2016 en þá voru launin hækkuð um 15%. Rík áhersla er lögð á það að ná inn duglegum og kraftmiklum einstaklingum fyrir sumarið í mikilvæg verkefni […]

Bærinn minn – hver er þinn uppáhaldsstaður?

Hafnfirðingar eiga allir sinn uppáhaldsstað – hver er þinn? Til stendur að kortleggja uppáhaldsstaði Hafnfirðinga og gera þá meira sýnilega á síðum bæjarins og Markaðsstofu Hafnarfjarðar þannig að Hafnfirðingar geti fengið hugmyndir til hreyfingar og heilsubótar og upplifað nýja og áhugaverða staði í Firðinum okkar fagra. Deildu þínum uppáhaldsstað með okkur! Sendu okkur línu og […]

45 viðurkenningar veittar fyrir 1316 ár í starfi

Starfsaldursviðurkenningar til starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar voru veittar við hátíðlega athöfn í Hafnarborg í gær. 45 einstaklingar tóku á móti viðurkenningu og eiga þessir einstaklingar allir það sammerkt að hafa starfað hjá bænum í 25 ár eða meira, samanlagt í 1316 ár. Erla Guðríður Jónsdóttir stuðningsfulltrúi í Setbergsskóla og Eygló Hauksdóttir deildarstjóri fjárreiðu hafa unnið lengst hjá […]

Í bæjarfréttum er þetta helst…

Orð frá bæjarstjóra eftir mánaðarmót Ég hef ákveðið að hafa það sem fastan lið að setja saman nokkur orð um mánaðamót til að segja frá áhugaverðum verkefnum sem í gangi eru innan sveitarfélagsins og upp og ofan af áskorunum, hugmyndum, heimsóknum og fundum mánaðarins. Af mörgu er að taka en með þessu vil ég upplýsa […]

Nýtt hjúkrunarheimili tilbúið í september 2018

Hafnarfjarðarbær hefur gengið til samninga við Munck Íslandi vegna byggingar á nýju hjúkrunarheimili á Sólvangi. Tilboð í verkið bárust frá fjórum aðilum og reyndist tilboð Munck Íslandi vera lægst. Kostnaðaráætlun verks hljóðaði upp á 1.515.686.540.- og var tilboð verktaka undir kostnaðaráætlun eða 1.460.336.306.- Verkefnið er bygging hjúkrunarheimilis við Sólvang í Hafnarfirði, 3ja hæða byggingu ásamt […]