Category: Fréttir

Fimmtán mánaða innritunaraldur leikskólabarna

Hafnarfjarðarbær hefur undanfarin ár unnið jafnt og þétt að lækkun innritunaraldurs á leikskóla svo börn hefji leikskóladvöl árið sem þau verða 18 mánaða. Í janúar 2017 bauð Hafnarfjarðarbær 16 og 17 mánaða gömlum börnum, fæddum í apríl og maí 2015, dvöl í leikskóla.  Frá og með hausti 2017 verður börnum sem eru fædd frá janúar […]

Opnun tilboða í byggingu hjúkrunarheimilis við Sólvang

Í gær þriðjudaginn 28. mars voru opnuð tilboð í byggingu hjúkrunarheimilis við Sólvang í Hafnarfirði. Tilboðin voru opnuð kl. 11 í húsnæði umhverfis- og skipulagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar að Norðurhellu 2.  Um miðjan mars óskaði  Hafnarfjarðarbær eftir tilboðum verktaka í byggingu hjúkrunarheimilis við Sólvang í Hafnarfirði, 3ja hæða byggingu ásamt kjallara undir hluta hússins auk tengiganga sem […]

Jafnræði og gegnsæi í starfihafnfirskra íþróttafélaga

Bæjarstjórn samþykkti í dag fyrirliggjandi rekstrar- og þjónustusamninga við tólf íþróttafélög í Hafnarfirði. Félögin eru Badmintonfélag Hafnarfjarðar, Fimleikafélagið Björk, Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar, Fimleikafélag Hafnarfjarðar, Íþróttafélagið Fjörður, Golfklúbburinn Keilir, Golfklúbbur Setbergs, Íþróttafélagið Haukar, Hnefaleikafélag Hafnarfjarðar, Sundfélag Hafnarfjarðar, Hestamannafélagið Sörli og Siglingaklúbburinn Þytur. Um mitt ár 2015 kom út skýrsla sem greindi þáverandi samninga Hafnarfjarðarbæjar við íþróttafélögin, tekin […]

Teboð fyrir bæjarstjórn

Ungmennaráð Hafnarfjarðar hélt teboð fyrir bæjarstjóra og bæjarstjórn fyrir bæjarstjórnarfund á miðvikudaginn. Í teboði voru viðraðar þær tillögur sem komu fram á Ungmennaþingi 2017 ásamt því að ræða um stöðu ungs fólks í Hafnarfirði en Ungmennaráð hélt ungmennaþingið í lok janúar undir yfirskriftinni: Nýtt ár! Nýr Hafnarfjörður. Markmið með teboði var að fá betri tilfinningu […]

Ætlum að útrýma óútskýrðum launamun

Hafnarfjarðarbær hefur verið þátttakandi í tilraunaverkefni fjármála- og velferðarráðuneytis um innleiðingu jafnlaunastaðals síðan 2013 en markmiðið er að eyða óútskýrðum launamun og uppfylla lagaskyldu atvinnurekenda um að greiða konum og körlum jöfn laun og tryggja að þau njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf. Í upphafi var ráðinn verkefnastjóri sem sinnti áætlanagerð vegna […]

Stolt starfsfólk og vaxandi starfsánægja

Um árabil hefur Hafnarfjarðarbær, í samstarfi við þriðja aðila, kannað ánægju og viðhorf starfsmanna til m.a. starfsumhverfis, samskipta og stjórnunarhátta og hafa niðurstöður verið nýttar til betrumbóta og umbóta á þeim 70 starfsstöðvum sem starfsemi Hafnarfjarðarbæjar dreifist á. Niðurstöður nýjustu vinnustaðagreiningarinnar eru heilt yfir ánægjulegar fyrir Hafnarfjarðarbæ þar sem allir þættir í könnun hækka á […]

Staðfesting á skólaskráningu 1.bekkinga haustið 2017

Foreldrar barna sem hefja grunnskólagöngu sína í haust fengu bréf heim fyrir helgi þar sem þeir eru vinsamlega beðnir um að staðfesta skráningu í ákveðinn grunnskóla rafrænt í gegnum MÍNAR SÍÐUR og veita samhliða allar viðeigandi upplýsingar um netföng, símanúmer og fleira. Skráning þarf að eiga sér stað eigi síðar en 31. mars næstkomandi.  Heimasíða […]

Bæjarstjórnarfundur 29. mars

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 29. mars. Fundurinn hefst kl. 14:00 í Hafnarborg, Strandgötu 34.  Fundi er streymt beint á heimasíðu.  Hér má sjá dagskrá fundar Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu Útsending hefst stundvíslega kl. 14:00. Meðal efnis á fundi eru þjónustusamningar við íþróttafélögin, beiðni um deiliskipulagsbreytingu, byggingarleyfi við Flugvelli 1, […]

Skipulagsbreyting – Hamarsbraut 5

Breyting á deiliskipulagi við Hamarsbraut 5, Hafnarfirði.  Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 07.02.2017 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi á lóð við Hamarsbraut 5 í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samhliða grenndarkynna tillöguna skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.    Breytingin felst í að komið […]

Sumarstörf fyrir 17 ára og eldri

Hafnarfjarðarbær leitar eftir duglegum og öflugum einstaklingum til starfa í sumar. Til umsóknar eru störf flokkstjóra, leiðbeinenda og aðstoðarleiðbeinenda á íþrótta- og leikjanámskeiðum og í skólagörðum, störf í umhverfis- og garðyrkjuflokkum. Skilyrði fyrir ráðningu er að viðkomandi eigi lögheimili í Hafnarfirði og eru laun samkvæmt kjarasamningi Hafnarfjarðarbæjar og viðkomandi stéttarfélags. Lágmarksaldur umsækjenda í eftirfarandi störf er […]