Category: Fréttir

Frítt í sund, listasmiðjur og bókasafnsbíó í vetrarfríi

Vetrarfrí verður í skólum Hafnarfjarðar á morgun og föstudag 19. og 20. október og af því tilefni er frítt í sund fyrir börn og fullorðna þá daga. Á Bókasafni Hafnarfjarðar verður spennandi ratleikur um bókasafnið þar sem leitað verður að landsliðsmönnum í fótbolta og bókasafnsbíó kl. 12 og 14 á föstudaginn. Á föstudaginn verður einnig […]

Samkomulag og samningslok

Undanfarnar vikur hafa staðið yfir viðræður milli Hafnarfjarðarbæjar og Skólaasks (ISS) um að ljúka samningi milli aðila um þjónustu á mat fyrir grunn- og leikskóla bæjarins, enda hafa báðir aðilar haft áhuga á að losna undan samningum.  Munnlegt samkomulag um samningslok náðust í síðustu viku og unnið er að nánari útfærslu þess.

Húsfyllir á íbúafundi um Reykjanesbrautina

Húsfyllir var á íbúafundi í Bæjarbíói í kvöld þar sem umferðaröryggi í og við Reykjanesbrautina var rætt. Meðal þeirra sem tóku til máls voru Hrafnhildur R. Halldórsdóttir, íbúi í Setbergi, Sindri Blær Gunnarsson, nemi í Flensborg sem lenti í hörðum árekstri á Reykjanesbraut. Þá var þar líka Lilja Guðríður Karlsdóttir, samgönguverkfræðingur hjá Viaplan, Magnús Einarsson […]

Reykjanesbraut – íbúafundur

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar boðar til íbúafundar um samgöngumál með áherslu á Reykjanesbraut þriðjudagskvöldið 17. október kl. 20 í Bæjarbíói. Fundinum verður streymt beint á netsamfelag.is – nánari slóð kemur þegar nær dregur fundi Mikil uppsöfnuð þörf er á verulegum úrbótum við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar. Gríðarleg aukning bílaumferðar á Reykjanesbraut veldur mikilli slysahættu og langar raðir af bílum myndast á […]

Um 100 manns sóttu ferðaþjónusturáðstefnu í Hafnarfirði um helgina

Hafnarfjarðarbær og Markaðsstofa Hafnarfjarðar stóðu fyrir vel heppnaðri ráðstefnu um stöðuna og tækifærin í ferðaþjónustunni um helgina. Ráðstefnan fór fram í Hafnarborg og bar yfirskriftina „Stefna og staða Hafnarfjarðar í ferðaþjónustu“. Um eitt hundrað manns sóttu ráðstefnuna sem var hugsuð sem upphafsstef í framtíðarvinnu þar sem lögð verður áhersla á framtíðarsýn og stefnumörkun fyrir bæinn. […]

Bæjarstjórnarfundur 11. október

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 11. október. Fundurinn hefst kl. 17 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34.  Fundinum er streymt beint á heimasíðu.  Hér er hægt að sjá dagskrá fundar Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu Útsending hefst stundvíslega kl. 17.  Meðal efnis á fundinum eru Skarðshlíð 2. áfangi. 

Forvarnardagurinn 2017

Forvarnardagur 2017 er í dag, miðvikudaginn 4. október. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu. Forvarnardagurinn er haldin að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands og fleiri aðilum en stutt af […]

Ráðstefna um ferðaþjónustuna í Hafnarfirði

Hafnarfjarðarbær og Markaðsstofa Hafnarfjarðar standa fyrir ráðstefnu um stöðuna og tækifærin í ferðaþjónustunni í Hafnarfirði laugardaginn 14. október næstkomandi í Hafnarborg. Ráðstefnan hefur fengið yfirskriftina „Stefna og staða Hafnarfjarðar í ferðaþjónustu“. Ráðstefnan verður nýtt sem upphaf á vinnu í mótun stefnumótun fyrir Hafnarfjörð. Ráðstefnan hefst klukkan 10:00 og stendur til 12:30  Meðal þeirra sem munu […]

Bæjarstjórnarfundur 27. september

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 27. september. Fundurinn hefst kl. 17 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34.  Fundinum er streymt beint á heimasíðu.  Hér má sjá dagskrá fundar Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu Útsending hefst stundvíslega kl. 17.  Meðal efnis á fundinum eru afsláttur elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti, úthlutun […]

Endurnýjun Lækjargötu

Framkvæmdir við endurnýjun á Lækjargötu halda áfram og nú er komið að næsta áfanga. Lækjargata er nú lokuð frá Strandgötu að Austurgötu með tilheyrandi truflun á umferð fram í desember. Í verkinu verða allar lagnir endurnýjaðar sem og yfirborð götunnar og gönguleiðir. Settar verða upp hjáleiðamerkingar meðan á verkinu stendur til að auðvelda umferð um […]