Category: Fréttir

Tímabundin lokun á gatnamótum við Fjarðarhraun

Reykjanesbraut verður lokuð kl. 19 í kvöld, mánudaginn 6. maí, á gatnamótum við Fjarðarhraun hjá Kaplakrika í Hafnarfirði, vegna framkvæmda. Umferð á Reykjanesbraut mun aka hjáleið um Fjarðarhraun og hringtorg við Flatahraun / Kaplakrika. Umferð frá Fjarðarhrauni sem ætlar til austurs inn á Reykjanesbraut er beint á að aka Reykjanesbraut og fara um hringtorg við […]

48 sóttu um stöðu sviðsstjóra

Hafnarfjarðarbær auglýsti nýlega stöðu sviðsstjóra á nýju sviði þjónustu og þróunar. 48 einstaklingar sóttu um stöðuna. 5 drógu umsókn sína til baka.  Hér má sjá lista yfir umsækjendur: Alda Karen Svavarsdóttir – forstöðumaður Anna Lísa Rúnarsdóttir – sviðsstjóri Arnar Ægisson – stjórnendaráðgjafi Axel Gunnlaugsson – forstöðumaður Ásbjörn Þór Ásbjörnsson – framkvæmdastjóri Áslaug Guðjónsdóttir – verkefnastjóri […]

Kaldárselsvegur – lokanir vegna framkvæmda 7. maí

Vegna malbikunarframkvæmda við Kaldárselsveg er ekki hjá því komist að röskun verði á umferð um svæðið vegna lokana á vegköflum sem merktir eru á yfirlitsmynd. Röskun á umferð vegna lokana verður um eftirtaldar götur en þó á mismunandi tímum: Kaldárselsvegur Elliðavatnsvegur Brekkuás Klettahlíð Þriðja lokun – þriðjudaginn 7. maí Stefnt er að því að malbika […]

Kaldárselsvegur – lokanir vegna framkvæmda

<img height=“1″ width=“1″ style=“display:none“ src=“https://www.facebook.com/tr?id=307673236567705&ev=PageView&noscript=1″ /> Vegna komandi malbikunarframkvæmda við Kaldárselsveg á tímabilinu frá 22. apríl til 6. maí er ekki hjá því komist að röskun verði á umferð um svæðið vegna lokana á vegköflum sem merktir eru á yfirlitsmynd. Röskun á umferð vegna lokana verður um eftirtaldar götur en þó á mismunandi tímum: Kaldárselsvegur […]

Skuldaviðmið ekki lægra í aldarfjórðung

Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar 2018 var samþykktur á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í dag. Rekstrarafgangur A og B hluta bæjarsjóðs nam 1.129 milljónum króna þrátt fyrir mikilvægar fjárfestingar og óhjákvæmilegar lántökur á árinu. Skuldaviðmið sveitarfélagsins er komið niður í 112% og hefur ekki verið lægra í 25 ár. Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar 2018 sýnir að fjárhagsstaða sveitarfélagsins heldur áfram að […]

Garðaúrgangur sóttur heim

Garðaúrgangur verður sóttur heim til íbúa nú í maí.  Starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar verða á ferð um bæinn dagana 6. – 20. maí. Þannig verður garðaúrgangur í Norðurbæ, Vesturbæ, Hraunum og miðbæ sóttur heim 6. maí, í Setbergi, Kinnum og Hvömmum 13. maí og í Áslandi, á Völlum og Holti 20. maí. Íbúar í Hafnarfirði eru beðnir […]

Bæjarstjórnarfundur 2. maí

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar fimmtudaginn 2. maí. Formlegur fundur hefst kl. 16 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34. Hér er hægt að nálgast dagskrá fundar. Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu

Hundruðir barna tóku þátt í Víðavangshlaupi

Árlegt Víðavangshlaup Hafnarfjarðar fór fram á sumardaginn fyrsta, 25. apríl á Víðistaðatúni. Keppendur voru um fjögurhundruð í 12 flokkum, fjölmennast var í yngstu flokkunum. Keppendur voru frá öllum íþróttafélögum bæjarins og voru margir efnilegir hlauparar að stíga sín fyrstu skref þarna. Birta Þöll Sveinbjörnsdóttir var fyrst kvenna í mark í flokki 15 ára og eldri […]

22 verkefni fá menningarstyrk

Styrkir til verkefna og viðburða voru afhentir við hátíðlega athöfn í Hafnarborg í dag, síðasta vetrardag og hlutu 22 verkefni styrk að þessu sinni. Meðal verkefna eru hlaðvarpið Hafnfirðingurinn, Vegan Festival, HEIMA hátíðin, fjölmenningarhátíð í norðurbæ Hafnarfjarðar og alls konar tónleikar. Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðarbæjar afhenti í dag formlega menningarstyrki fyrri úthlutunar ársins 2019. 22 […]

Björk er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2019

Fjöllistakonan Björk Jakobsdóttir hlaut í dag titilinn bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2019. Björk hefur í gegnum tíðina sinnt fjölbreyttum hlutverkum og starfað meðal annars sem leikkona, leikstjóri, framleiðandi, leikskáld og uppistandari. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, Rósa Guðbjartsdóttir, veitti viðurkenninguna við hátíðlega athöfn í Hafnarborg í dag á síðasta degi vetrar. Athöfnin er liður í hátíðinni Björtum Dögum sem stendur […]