Category: Fréttir

Tímamót í fjármálum Hafnarfjarðarbæjar

 Algjör viðsnúningur hefur orðið í rekstri Hafnarfjarðarbæjar – úr halla í afgang Skuldaviðmið komið undir 150% – bærinn losnar undan eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga Skuldahlutfall Hafnarfjarðarbæjar var 169,6% í árslok 2016 samanborið við 194% í árslok 2015 og hefur ekki verið lægra í aldarfjórðung eða frá árinu 1992 Rekstrarkostnaður nánast óbreyttur á milli ára Skuldahlutfall […]

Sópun á götum og göngustígum

Sópun á götum, stéttum og göngustígum í Hafnarfirði hófst mánudaginn 3. apríl. Í fyrra fór hún af stað um miðjan apríl en í ár gerðum við enn betur og fórum af stað með sópun í byrjun apríl þrátt fyrir að veður hafi aðeins sett strik í reikninginn síðustu vikuna. Bænum er skipt upp í 14 […]

Leigir þú á almennum markaði?

Leigir þú á almennum markaði? Þú gætir átt rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi frá Hafnarfjarðarbæ. Kannaðu rétt þinn og sæktu um rafrænt á hafnarfjordur.is – MÍNAR SÍÐUR. Nánari upplýsingar veitir þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar í s. 585-5500 eða í netspjalli.  Sótt er um húsnæðisbætur hjá Vinnumálastofnun á husbot.is þar sem réttur til sérstaks húsnæðisstuðnings er tengdur rétti á […]

Heilsuefling eldri borgara

Fjölskylduráð Hafnarfjarðarbæjar fékk Janus Friðrik Guðlaugsson, íþrótta- og heilsufræðing, á fund sinn í lok síðustu viku. Janus kynnti hugmyndir um fjölþætta heilsurækt og leiðir að farsælum efri árum. Með heilsueflingu er leitast við að efla heilbrigði með því að skapa fólki aðstæður og umhverfi sem gera einstaklingum og samfélaginu kleift að auka hreysti og efla […]

Komdu í sund um páskana!

Opið verður á rauðum dögum í sundlaugum Hafnarfjarðar yfir páskahátíðina Ákveðið hefur verið að hafa opið í sundlaugum Hafnarfjarðar um páskana og er það breyting frá því sem verið hefur til þessa. Á Föstudaginn langa verður opið frá kl. 8-17 í Suðurbæjarlaug og á Páskasunnudag frá kl. 8-17 í Ásvallalaug.  Allajafna er opnunartími í sundlaugar […]

Útboð – umsjón og eftirlit með byggingu hjúkrunarheimilis

Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í umsjón og eftirlit með byggingu hjúkrunarheimilis við Sólvang í Hafnarfirði.  Verkefnið felst í umsjón og eftirliti með byggingu hjúkrunarheimilis, sem er 3ja hæða bygging ásamt kjallara undir hluta hússins.  Stærð hússins er um 4.000 m2. Verktími er frá maí 2017 til ágúst 2018.  Þeir sem óska eftir að fá send […]

Útboð – niðurrif á Dverg

Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í að rífa bygginguna Dverg við Lækjargötu 2 í Hafnarfirði. Byggingin er 3ja hæða steinhús, samtals um 2.500 m2 að flatarmáli. Verkefnið felst í að rífa bygginguna, flokka byggingarefni og farga.  Verktími er frá 10. júní- 21. júlí 2017.  Þeir sem óska eftir að fá send útboðsgögn skulu senda beiðni um […]

Vinadreki á Drekavöllum

Risastór vinadreki liðaðist um Drekavelli í Hafnarfirði nú í morgun og samanstóð drekinn af hátt í 1200 nemendum, leikskólabörnum og starfsmönnum við Hraunvallaskóla. Vinadrekinn er lokahnykkur Hraunvallaleika sem haldnir hafa verið við skólann síðustu þrjá dagana. Leikarnir tengja saman nemendur á öllum aldri og hafa þann góða tilgang að efla samskipti og góðan skólaanda.    […]

Grenndarkynning – Klettahraun 23

Grenndarkynning – Klettahraun 23. Breyting vegna byggingarleyfisumsóknar Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa Hafnarfjarðar þann 08.03.2017, var tekið fyrir erindi eigenda Klettahrauns 23, Magnúsar Inga Óskarssonar og Signýjar Jóhannesdóttur um byggingarleyfi vegna fyrirhugaðra breytinga á húsi þeirra. Á fundinum var samþykkt að grenndarkynna meðfylgjandi tillögu THG arkitekta að breytingum á Klettahrauni 23, Hafnarfirði, dags. 07.03.2017. Erindið er […]

Nýtt deiliskipulag fyrir Kaldársel, Kaldárbotna, Gjárnar og Ásvallabraut

Tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Kaldársel, Kaldárbotnar og Gjárnar Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 23.11.16 að auglýsa nýtt deiliskipulag fyrir Kaldársel, Kaldárbotna og Gjárnar skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagið afmarkast í norðri af náttúruvættinu Kaldárhraun og Gjárnar og liggur að deiliskipulagi Sléttuhlíðar auk nær það yfir brunnsvæði vatnsverndar í Kaldárbotnum.  Alls […]