Category: Fréttir

Gæsluvöllurinn Róló

Í sumar verður starfræktur gæsluvöllurinn Róló að Smyrlahrauni 41a, í sumarfríi leikskólanna frá 12. júlí til og með 9. ágúst. Opnunartími er frá kl. 9-12 og 13-16 (lokað í hádeginu). Róló er ætlaður börnum á aldrinum 2-6 ára. Börnin verða að vera klædd eftir veðri og með aukaföt.  Athugið að ekki er aðstaða til inniveru […]

Hraunvallaskóli verðlaunaður

Í vor var efnt til samkeppni um kynningu á verkefninu Velkomin – úrræði fyrir móttöku og samskipti. Fyrstu verðlaun hlaut Hraunvallaskóli en starfsmenn skólans, þær Ingibjörg Edda Haraldsdóttir, Kristín Guðnadóttir og Hjördís Ýrr Skúladóttir unnu kynningarmyndband um verkefnið. Verðlaunin voru afhent föstudaginn 9. júní að viðstöddu starfsfólki skólans og fulltrúa fræðslu- og frístundaþjónustu. Hulda Karen […]

Skemmtileg og þroskandi kóraferð

Dagana 24.-29. maí sl. fór spenntur 60 barna hópur í Kór Lækjarskóla á Norbusang ásamt sex fararstjórum, Ólöfu kórstjóra og Smára meðleikara kórsins. Það var sungið, tekið þátt í smiðjum þar sem kórfélagar frá Lækjarskóla sóttu kvikmyndaleiksmiðju og indverska tónlistarsmiðju. Þá voru haldnir sameiginlegir tónleikar allra kóranna þar sem áhersla var lögð á vináttu og kærleika […]

Einar Bárðarson ráðinn samskiptastjóri

Einar Bárðarson hefur verið ráðinn samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar en um tímabundna ráðningu er að ræða frá 1. ágúst n.k. til 31. ágúst 2018. Einar er fyrrum rekstrarstjóri Reykjavík Excursions og forstöðumaður Höfuðborgarstofu. Síðustu misseri hefur hann starfað sem sjálfstæður ráðgjafi í ferðaþjónustu. Einar mun í starfi sínu sem samskiptastjóri sveitarfélagsins annast samskipti og samstarf við fjölmiðla, […]

Ratleikur Hafnarfjarðar 2017

Tuttugasti Ratleikur Hafnarfjarðar er hafinn. Í tilefni tímamótanna er þemað Brot af því besta, valdir staðir úr öðrum leikjum auk viðbótar. Guðni Gíslason leggur leikinn í 10. sinn en það er Hönnunarhúsið ehf. sem hefur umsjón með útgáfunni í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ. Markmið með leiknum er að hvetja til útivistar og náttúruskoðunar í fjölbreyttu upplandi […]

Grenndarkynning – Gullhella 1

Breyting á deiliskipulagi 1. áfanga Kapelluhrauns í Hafnarfirði. Stækkun byggingarreits Gullhellu 1 Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann  20. febrúar 2017 að grenndarkynna breytingu á deiliskipulagi 1. áfanga Kapelluhrauns vegna lóðarinnar Gullhellu 1, með vísan til 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagsbreytingin felst í stækkun  byggingarreits lóðarinnar, eins og fram […]

Skipulagsbreyting – Grandatröð

Breyting á deiliskipulagi iðnaðarsvæðis á Hvaleyrarholti í Hafnarfirði – stækkun byggingarreits Grandatröð 12  Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 16. 05. 2017 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar að Grandatröð 12 í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi iðnaðarsvæðis á Hvaleyrarholti í Hafnarfirði. […]

Samningur um kaup á St. Jósefsspítala undirritaður

Hafnarfjarðarbær kaupir aðalbyggingu St. Jósefsspítala af ríkinu Almannaþjónusta verður aftur starfrækt í húsinu Starfshópur um framtíð hússins stofnaður á vegum bæjarins Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar og Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra skrifuðu í dag undir samning um kaup Hafnarfjarðarbæjar á 85% eignarhlut ríkisins í aðalbyggingu St. Jósefsspítala. Fyrir átti Hafnarfjarðarbær 15%. Við kaupin skuldbindur […]

90% aukning í sölu Gestakorta

Höfuðborgarstofa gefur út Gestakort Reykjavíkur (Reykjavík City Card) en á fyrstu sex mánuðum ársins var 90% meiri sala á kortunum samanborið við sama tímabil á síðasta ári. Það er mun meiri söluaukning en í straumi ferðamanna til landsins á svipuðum tíma en samkvæmt gögnum Ferðamálastofu var 47% aukning á brottförum frá landinu í Flugstöð Leifs […]

Við sýnum vináttu í verki

Bæjarráð Hafnarfjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum í morgun að veita styrk að upphæð 1.000.000.- til verkefnisins Vinátta í verki. Verkefni og söfnun kemur til vegna flóðbylgju sem skall á grænlenska þorpinu Nuugattsiaq aðfararnótt sunnudagsins 18. júní og varð til þess að fjórir fórust og ellefu hús eyðilögðust m.a. rafveita þorpsins, verslun þess og grunnskóli. Eins […]