Category: Fréttir

Grunnskólahátíðin í Hafnarfirði

Í dag fer fram Grunnskólahátíðin í Hafnarfirði. Félagsmiðstöðvarnar og skólarnir hafa staðið að þessu verkefni í áraraðir og hefur hátíðin verið unglingum og verkefnum þeirra til sóma.  Sýningar í Gaflaraleikhúsi Yfir daginn í dag verða leiksýningar  í Gaflaraleikhúsinu kl. 10, 12 og 14. Þar sýna nemendur úr skólum bæjarins afrakstur allskonar listtengdrar vinnu. Leiksýning kl. […]

Dagur leikskólans 6. febrúar

Sjötti febrúar er dagur leikskólans og er dagurinn m.a. haldinn hátíðlegur í leikskólum Hafnarfjarðar og það í áttunda  sinn. Þennan dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Leikskólar landsins hafa á undanförnum árum haldið upp á dag leikskólans með margbreytilegum hætti og þannig stuðlað að jákvæðri umræðu um leikskólastarfið. Dagurinn er helgaður því […]

Lífshlaupið er hafið!

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum embættis landlæknis um hreyfingu hvort sem er í frítíma, vinnu, skóla eða við val á ferðamáta. Í ráðleggingunum segir að börn og unglingar ættu að hreyfa sig í minnst […]

Go Red á morgun – tökum þátt!

Febrúar er hjartamánuðurinn og við fögnum honum. Árið 2009 fór Ísland í samstarf með alþjóða hjartasamtökunum og GoRed verkefninu með megináherslu á konur og hjartasjúkdóma. Verkefnið hefur síðan þróast í gegnum árin og að þessu sinni er allur mánuðurinn undir, efnið óháð kyni og aldri því hjartaheilsa varðar alla. Rauði dagurinn að þessu sinni er föstudagurinn […]

1500 fundur Hafnarstjórnar

1500 fundur Hafnarstjórnar var haldinn nú í morgun. Fyrsti fundur „Hafnarnefndar“ var haldinn 9. september 1909. Í nefndinni áttu þá sæti Magnús Jónsson bæjarstjóri, Sigfús Bergmann og Guðmundur Helgason bæjarfulltrúar.  Fyrsta verkefni nefndarinnar var að undirbúa byggingu hafskipabryggju. Það þótti vel við hæfi í tilefni dagsins í dag að á 1500 fundi Hafnarstjórnar væru kynntar […]

Hraunin vestur – tillögur hönnuða

Fjölmennur fundur um skipulagshugmyndir í vesturhluta Hrauna var haldinn í Hafnarborg í gær þar sem tillögur hönnunarhópa voru meðal annars kynntar. Fyrirhuguð er deiliskipulagsvinna á reit sem afmarkast af Fjarðarhrauni, Reykjavíkurvegi og Flatahrauni sem hefur það að meginmarkmiði að þétta byggð á svæðinu og breyta landnotkun í blandaða byggð íbúða/atvinnustarfsemi. Hafnarfjarðarbær kallaði eftir hugmyndum fimm […]

Tímasett heildarstefna vegabóta

Hafnarfjarðarbær áréttar að mikil þörf er á að marka heildarstefnu varðandi vegabætur á stofnvegakerfi sem liggur í gegnum Hafnarfjörð. Síðustu misseri hefur umferð á þessari leið aukist mjög mikið og sýna tölur glöggt að tvö slysahæstu hringtorgin á höfuðborgarsvæðinu eru hringtorg við Lækjargötu og Flatahraun og eru þau einnig efst á blaði þegar kemur að […]

Vel lukkað Ungmennaþing

Ungmennaráð Hafnarfjarðar ásamt starfsfólki félagsmiðstöðva Hafnarfjarðar stóðu fyrir Ungmennaþingi ,,Nýtt ár! Nýr Hafnarfjörður „ þann 25. janúar s.l. Tilgangur þingsins var m.a. að fá hugmyndir frá ungu fólki að verkefnum og lausnum sem geta bætt hag ungmenna í Hafnarfirði. Þátttakendum þingsins stóð til boða að taka þátt í þremur umræðuhópum; skólamál, félagslíf og menning og […]

Í bæjarfréttum er þetta helst…

Orð mánaðarins frá bæjarstjóra Hafnarfjarðarbæjar Fyrsti mánuðurinn af nýja árinu er nú liðinn og er óhætt að segja að hann hafi liðið ansi hratt enda í mörgu að snúast á stóru heimili, heimili sem við öll viljum sjá vaxa og dafna og munum sjá vaxa og dafna á næstu misserum. Árið 2016 var um margt […]

Skipulagsbreyting Eskivellir 11 og 13

Breyting á deiliskipulagi Eskivalla 11 og 13, Vellir 5. Skipulags- og byggingarráð  Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 13.12.2016 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi við Eskivelli 11 í samræmi við 1. mgr. 43 gr.  skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í: 5.4.1. Fjölbýlishús F1.  Við Eskivelli 11 verður eitt sex hæða fjölbýlishús (F1) með 39 íbúðum Byggingarreitur […]