Styrkur úr Lýðheilsusjóði 2017 Posted júní 26, 2017 by avista Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra úthlutaði á föstudaginn rúmlega níutíu milljónum króna í styrki úr Lýðheilsusjóði til 139 verkefna og rannsókna. Styrkþegar eru staðsettir um land allt og verkefnin ætluð öllum aldurshópum. Sjá lista yfir verkefni og styrkþega 2017. Hafnarfjarðarbær er einn styrkþega í ár. Heilsubærinn Hafnarfjörður Verkefni Hafnarfjarðarbæjar snýr að markvissri innleiðingu á heilsueflingarstefnu (lýðheilsustefnu) í þverfaglegri […]
Útboð: Lækjargata – endurnýjun 2017 Posted júní 23, 2017 by avista Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í framkvæmdir við endurnýjun á um 200m kafla Lækjargötu frá Fjarðargötu að Austurgötu. Verkið felur í sér: upprif á malbiki, uppúrtekt, burðarlög og malbik, kantsteina, fráveitulagnir, vatnsveitulagnir ásamt lögnum veitna. Einnig yfirborðsfrágang, hellulögn, gróður, að endurnýja steypta stoðveggi og fleira. Verklok eru 15. nóvember 2017. Helstu magntölur: Uppúrtekt úr götum og […]
Í bæjarfréttum er þetta helst… Posted júní 23, 2017 by avista Orð frá bæjarstjóra eftir mánaðarmót Ég hef ákveðið að hafa það sem fastan lið að setja saman nokkur orð um mánaðamót til að segja frá áhugaverðum verkefnum sem í gangi eru innan sveitarfélagsins og upp og ofan af áskorunum, hugmyndum, heimsóknum og fundum mánaðarins. Af mörgu er að taka en með þessu vil ég upplýsa […]
Sumarlestur 2017 Posted júní 23, 2017 by avista Öllum krökkum sem farnir eru að lesa sjálfir er boðið að taka þátt í sumarlestri Bókasafns Hafnarfjarðar sem stendur yfir frá 1. júní til 18. ágúst. Sumarlestur – fyrirkomulag Skráðu þig í sumarlesturinn hjá starfsfólki í afgreiðslu eða á barnadeild og fáðu lestrardagbók. Lestu einhverja fáránlega skemmtilega bók, teiknimyndasögu, hljóðbók eða tímarit. Fáðu stimpil í […]
Skipulagsbreyting – Einhella 6 Posted júní 22, 2017 by avista Breyting á deiliskipulagi Einhellu 6, 2. áfangi Hellnahrauni. Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 21.02.2017 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðanna að Einhellu 6 í samræmi við 1. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í því að byggingarreitur á lóð er fækkað úr tveimur í einn. Hámarks byggingarmagn verður 1500m² […]
Lífsnauðsynlegt að tryggja fjármagn til vegaframkvæmda Posted júní 21, 2017 by avista Hafnarfjarðarbær ítrekar mikilvægi þess að mörkuð sé heildarstefna fyrir framkvæmdir við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar, þar sem tímasetning framkvæmda er ákveðin og fjármagn tryggt. Í dag er hafin vinna við gerð mislægra gatnamóta við Krýsuvíkurveg en aðrar framkvæmdir eru ekki komnar í undirbúning. Minnisblað vegna samgöngumála var lagt fram á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í gær og […]
Hafnarfjarðarbær eignast St. Jósefsspítala Posted júní 21, 2017 by avista Bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum í dag að ganga að fyrirliggjandi kaupsamningi á húsnæði St. Jósefsspítala og þar með frá kaupum á eigninni. Við kaupin skuldbindur Hafnarfjarðarbær sig til að reka almannaþjónustu í fasteigninni að lágmarki í 15 ár frá undirritun samnings. Sérstakur starfshópur mun skoða hugmyndir um starfsemi í húsinu. Hafnarfjarðarbær hefur samið […]
Húsnæði óskast – langtímaleiga Posted júní 20, 2017 by avista Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir tilboði i langtímaleigu á minnst 700 m2 húsnæði í Hafnarfirði sem uppfyllir eftirfarandi: Salur – minnst 500m2, lofthæð a.m.k. 6-7m í hluta salarins Geymsla 50m2 Afgreiðsla/móttaka – 80m2 Skrifstofuaðstaða – 50m2 Tvö WC og ræstikompa Tilboð sendist til Þjónustuvers Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu 6, merkt “Langtímaleiga” fyrir 10. júlí. Nánari upplýsingar veitir Geir Bjarnason […]
Yfir 200 ungir dorgveiðimenn Posted júní 20, 2017 by avista Yfir 200 dorgveiðimenn á aldrinum 6-12 ára mættu á Flensborgarbryggju í Hafnarfirði í dag, munduðu veiðarfærin og kepptust við að veiða sem flesta og furðulegasta fiska. Mohammad El Said sjö ára fékk verðlaun fyrir að fanga stærsta fiskinn en hann veiddi þyrskling sem vó hátt í 600 gr. Færi og furðulegir fiskar Árlega standa leikjanámskeiðin […]
Grenndarkynning – lóðirnar Óseyrarbraut 25, 27 og 27B Posted júní 19, 2017 by avista Breyting á deiliskipulagi Suðurhafnar í Hafnarfirði vegna lóðanna Óseyrarbraut 25, 27 og 27B. Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 13. júní 2017 að grenndarkynna breytingu á reit 5.4c í deiliskipulagi Suðurhafnar vegna lóðanna að Óseyrarbraut 25, 27 og 27B í Hafnarfirði í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagsbreytingin felst í […]