Pepper heimsótti Arnarberg Posted júní 8, 2017 by avista Vélmennið Pepper heimsótti leikskólann Arnarberg í morgun. Um er að ræða mannlegt vélmenni sem sérhannað er fyrir kynningar og fræðslu og þ.á.m. forritunarkennslu í skólum. Eitt af sérkennum Pepper er að greina svipbrigði og raddblæ viðmælanda en um leið að skapa gleði og ánægju. Pepper, sem er á landinu í tilefni af 25 ára afmæli […]
Okkur vantar fleiri flokkstjóra! Posted júní 8, 2017 by avista Hafnfirsk ungmenni eru spennt fyrir vinnu hjá Hafnarfjarðarbæ nú í sumar og jókst aðsókn umtalsvert á milli ára – við fögnum því! Okkur vantar fleiri flokkstjóra! Vegna aukinna umsvifa óskar Vinnuskóli Hafnarfjarðar eftir fleiri flokkstjórum 21 árs og eldri til starfa og best væri ef viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst. Áhugasamir eru beðnir um […]
Fyrstu tillögur um legu Borgarlínu kynntar Posted júní 7, 2017 by avista Þáttaskil verða í undirbúningi fyrirhugaðrar Borgarlínu, nýs hágæða samgöngukerfis sem fá mun sérrými í gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins, þegar vinnslutillögur um breytingar á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins til 2040 og aðalskipulagi sveitarfélaganna sex sem standa að Borgarlínu verða kynntar á sameiginlegum fundi sveitarfélaganna í Salnum í dag. Þar verða kynntar tillögur um staðsetningu línuleiða og helstu stöðva Borgarlínu og […]
Samþykkt á breytingu á deiliskipulagi Suðurhafnar Posted júní 7, 2017 by avista Samþykkt á breytingu á deiliskipulagi Suðurhafnar vegna Fornubúða 5 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti 27. 04. 2017 breytingu á deiliskipulagi Suðurhafnar vegna lóðarinnar Fornubúðir 5. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemd barst og hefur þeim, sem gerðu athugasemd, verið send umsögn sveitarstjórnar. Sú breyting var gerð frá auglýstri tillögu að heimilt […]
Opnunartími sundstaða um hvítasunnuna Posted júní 4, 2017 by avista Opnunartími sundstaða Hafnarfjarðar um hvítasunnuna verður sem hér segir: Laugardagur3. júní Hvítasunnudagur4. júní Annar í hvítasunnu5. júní Þriðjudagur6. júní Ásvallalaug 8-18 Lokað 8-17 Lokað* Suðurbæjarlaug 8-18 8-17 8-17 6:30-21 Sundhöll Lokað Lokað Lokað 6:30-14* *Vegna endurmenntunarnámskeiðs starfsmanna
Bæjarstjórnarfundur 7. júní Posted júní 2, 2017 by avista Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 7. júní. Fundurinn hefst kl. 14 í Hafnarborg, Strandgötu 34. Fundi er streymt beint á heimasíðu. Hér má sjá dagskrá fundar Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu Útsending hefst stundvíslega kl. 14.
Samningur við Specialisterne á Íslandi Posted júní 2, 2017 by avista Fjölskylduráð Hafnarfjarðar endurnýjaði samning við Specialisterne á Íslandi á fundi sínum þann 2. júní s.l. Markmið samkomulagsins er að veita starfsþjálfun og gera starfsmat fyrir fatlaða atvinnuleitendur. Samstarf Fjölskylduþjónustunnar og Specialiserne hefur gengið vel og er mikilvægur hlekkur í því skyni að auka atvinnuþátttöku á almennum vinnumarkaði.
Samgönguásar borgarlínu Posted júní 1, 2017 by avista Lögð er fram til forkynningar vinnslutillaga vegna breytinga á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040 sbr. 2. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vinnslutillagan felst í að festa legu samgönguása fyrir Borgarlínu og að skilgreina viðmið um uppbyggingu á áhrifasvæðum. Lögð er fram til kynningar vinnslutillögur vegna breytinga á aðalskipulagi Garðabæjar 2004-2016, Hafnarfjarðar 2013-2025, Kópavogsbæjar 2012-2024, Mosfellsbæjar […]
Hagir og líðan ungs fólks Posted maí 29, 2017 by avista Á fundi Íþrótta- og tómstundanefndar nýverið var kynnt ný skýrsla um hagi og líðan barna í 5. – 7. bekk í Hafnarfirði. Það er Rannsókn og greining sem gerði þessa rannsókn fyrir Menntamálaráðuneytið. Skýrslan fjallar um ýmsa þætti í lífi barnanna eins og líðan í skóla, stríðni, tölvuleikjanotkun, ástundun íþrótta og samveru með foreldrum. Um […]
Bæjarstjórnarfundur 24. maí Posted maí 22, 2017 by avista Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 10. maí. Fundurinn hefst kl. 14 í Hafnarborg, Strandgötu 34. Fundi er streymt beint á heimasíðu. Hér má sjá dagskrá fundar Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu Útsending hefst stundvíslega kl. 14. Meðal efnis á fundi er Markaðsstofa Hafnarfjarðar tilnefning í stjórn, Framkvæmdasjóður aldraða, stöðuleyfi og […]