Category: Fréttir

Bæjarstjórnarfundur 20. febrúar

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 20. febrúar. Formlegur fundur hefst kl. 14:00 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34. Hér er hægt að nálgast dagskrá fundar. Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu 

Selhraun suður, Norðurhella 1

Á fundi bæjarstjórnar þ. 6.febrúar sl. var samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu er nær til lóðarinnar við Norðurhellu 1 í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í breytingunni felst að: byggingareit er snúið um 90°. Heimilt verði að reisa skjólgirðingu allt að 2,1m að hæð, við vörumóttöku, utan byggingareits. Komið verði fyrir nýrri […]

Suðurbær sunnan Hamars, Suðurgata 35b

Á fundi bæjarstjórnar þ. 6.febrúar sl. var samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu er nær til lóðarinnar við Suðurgötu 35b í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt að tillagan verði kynnt aðliggjandi lóðarhöfum. Í breytingunni felst að: nýr byggingarreitur verði fyrir aftan núverandi hús og heimild til að reisa viðbyggingu upp á eina […]

Leikskólinn Hlíðarendi – viðbygging

Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í byggingu viðbyggingar við leikskólann Hlíðarenda við Úthlíð 1 í Hafnarfirði, ásamt rifi á hluta af núverandi leikskólabyggingu, breytingu innandyra og frágangi lóðar umhverfis viðbyggingu. Viðbygging er um 70m² að stærð og reist með léttum timbur útveggjum klæddum steni plötum að utanverðu og hefðbundnu mænis sperruþaki klætt með pappa og bárujárni […]

Styrkir bæjarráðs 2019

Bæjarráð veitir ár hvert félagasamtökum, fyrirtækjum eða einstaklingum styrki til starfsemi og þjónustu sem fellur að hlutverki sveitarfélagsins eða telst á annan hátt í samræmi við stefnumörkun, áherslur og forgangsröð sveitarfélagsins. Úthlutun styrkja fer fram tvisvar á ári og er nú komið að fyrstu úthlutun ársins í ár. Umsóknarfrestur er til 25. mars 2019. Umsækjendur […]

Klósettið er EKKI ruslatunna

Veistu hvað má fara í klósettið þitt? Á hverjum degi berst gríðarlegt magn af rusli í fráveitukerfi bæjarins sem veldur stíflum í kerfinu og oft á tíðum miklu tjóni. Mikil vinna og kostnaður felst í því að hreinsa og losa þessar stíflur og skipta um eða lagfæra dælur sem stöðvast við álagið og gefa sig […]

Sprengingar vegna vinnu við Háabakka

Framkvæmdir eru hafnar af fullum krafti við byggingu Háabakka í Hafnarfjarðarhöfn, en þessi nýi stálþilsbakki sem verður um 110 metra langur mun liggja milli enda Suðurbakka og Óseyrarbryggju framan við Fornubúðir. Ráðgert er að þessi bakki verði aðalviðlegustaður rannsóknarskipa Hafrannsóknarstofnunar sem mun flytja starfsemi sína að Suðurhöfninni á síðari hluta þessa árs. Til undirbúnings fyrir […]

Viðburða- og verkefnastyrkir

>>English and Polski below <<Viðburða- og verkefnastyrkir – Grants for events and cultural projects – Dotacje do wydarzeń i projektów kulturalnych. Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í Hafnarfirði. Umsóknum skal skila inn með rafrænum hætti til og með 17. febrúar 2019. […]

Sandur í boði fyrir íbúa

Vetur konungur kallar og nú er staðan sú og veðurskilyrði þannig að nokkur hálka hefur myndast á götum, göngustígum og bílaplönum víða um bæinn. Þjónustumiðstöð Hafnarfjarðarbæjar sér um mokstur og hálkuvarnir en einnig eru kallaðir til verktakar á annatímum. Almennt viðmið er þjónusta frá kl. 7:30 – 22 en veður og færð stýra þjónustutíma. Þegar […]

Snemmtæk íhlutun í Bjarkalundi

Frá opnun leikskólans Bjarkalundar haustið 2016 hefur starfsfólk leikskólans unnið að þróunarverkefninu Snemmtæk íhlutun í leikskólastarfi undir handleiðslu Ásthildar Bj. Snorradóttur talmeinafræðings. Allt starfsfólk leikskólans hefur tekið þátt í verkefninu og lagt sitt af mörkum við innleiðingu þess og afraksturinn er handbók í snemmtækri úthlutun sem kom formlega út 6. febrúar síðastliðinn. Markmiðin með þróunarverkefninu […]