Category: Fréttir

Sérstakur húsnæðisstuðningur

Frá áramótum sér Vinnumálastofnun um afgreiðslu nýrra húsnæðisbóta en Hafnarfjarðarbær heldur utan um afgreiðslu sérstaks húsnæðisstuðnings, sem kemur í stað sérstakra húsaleigubóta. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 18. janúar s.l. nýjar reglur um sérstakan húsnæðisstuðning. Sérstakur húsnæðisstuðningur er fjárstuðningur til greiðslu á húsaleigu umfram húsnæðisbætur sem veittar eru á grundvelli laga um nr. […]

Nýr vefur Hafnarfjarðarbæjar tilnefndur til vefverðlauna

Dómnefnd Íslensku Vefverðlaunanna hefur unnið hörðum höndum síðustu vikur og hefur nú valið efstu fimm vefverkefni í hverjum flokki. Nýr vefur Hafnarfjarðarbæjar er í hópi þeirra fimm vefverkefna sem tilnefnd hafa verið í flokknum: Opinberi vefur ársins og er þar í hópi vefverkefna Einkaleyfastofu, Kópavogsbæjar, Íslandsstofu og Veitna. Afhending vefverðlaunanna fer fram í Silfurbergi Hörpunnar […]

Framkvæmdir hafnar við nýtt hjúkrunarheimili

Framkvæmdir við nýtt hjúkrunarheimili á Sólvangi eru hafnar. Um er að ræða 60 rýma hjúkrunarheimili á svæði sem opnar á ýmsa möguleika. Starfshópur á bak við uppbygginguna tók í vikunni skóflustunga að nýju heimili og markaði þar með upphaf framkvæmda. Fyrirtækið Grafa og grjót hf. mun á næstu dögum hefja jarðvinnu á svæðinu sem ráðgert […]

Mikil gróska í hafnfirsku atvinnulífi

Hvatningarverðlaun Markaðsstofu Hafnarfjarðar sem voru veitt í fyrsta sinn í gær Íshúsi Hafnarfjarðar við hátíðlega athöfn í Hafnarborg. Annríki – Þjóðbúningar og skart og VON mathús & bar fengu einnig viðurkenningu. Íshús Hafnarfjarðar hlaut verðlaunin fyrir að hafa lyft bæjaranda Hafnarfjarðar með starfsemi sinni og athöfnum. Verðlaunin eru þakklætisvottur Markaðsstofunnar fyrir óeigingjarnt starf við að […]

Skipulagsbreyting – Hafravellir

Breyting á deiliskipulagi við Hafravelli 13, Hafnarfirði Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 31.08.2015 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar að Hafravöllum 13 í samræmi við 43 gr.  skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í stækkun lóðar sem nemur tveimur bílastæðum af fjórum sem staðsett eru við suð- vesturhorn lóðarinnar nr. 13 við […]

Skipulagslýsing Kaldárselsvegur

Auglýsing skipulagslýsingar vegna nýs deiliskipulags fyrir Kaldárselsveg.  Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 10. janúar 2017 var samþykkt að senda skipulagslýsingu fyrir Kaldárselsveg í auglýsingu.  Þegar vinna við gerð deiliskipulags hefst skal sveitarstjórn taka saman lýsingu á skipulagsverkefninu þar sem fram kemur hvaða áherslur sveitarstjórn hafi við deiliskipulagsgerðina og upplýsingar um forsendur, fyrirliggjandi stefnu og […]

Vinátta í leikskólum Hafnarfjarðar

Vináttuverkefni Barnaheilla – Save the Children á Íslandi – verður innleitt í alla leikskóla Hafnarfjarðar á árinu. Innleiðingin hófst formlega í dag þegar öllum leikskólum voru afhent námsgöng sem tilheyra verkefninu. Starfsmenn allra leikskólanna sækja svo námskeið, þar sem þeir fá fræðslu um verkefnið og þjálfun í að nota það. Vináttuverkefnið miðar að því að […]

Bæjarstjórnarfundur 18. janúar

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 18. janúar. Fundurinn hefst kl. 14:00 í Hafnarborg, Strandgötu 34.  Fundi er streymt beint á heimasíðu bæjarins.   Hér má sjá dagskrá fundar Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu Útsending hefst stundvíslega kl. 14:00. Meðal efnis á fundi eru reglur um félagslegt húsnæði og sérstakar húsnæðisbætur, samstarfssamningur […]

SORPU-appið auðveldar lífið

Nýr vefur um flokkun úrgangs, gjaldskyldu og starfsstöðvar SORPU opnar í dag! Á hádegi opnar SORPA nýjan vef hver virkar í mismunandi miðlum, s.s. tölvum, snjallsímum og spjaldtölvum. Markmiðið með vefnum er að koma enn betur til móts við þarfir notenda og gera upplýsingar um flokkun úrgangs, gjaldskyldu og starfsstöðvar SORPU aðgengilegri á rafrænu formi. […]

Mislæg gatnamót verða að veruleika

Hafnarfjarðarbær fagnar ákvörðun nýs samgönguráðherra, Jóns Gunnarssonar, um að ráðist verði í útboð og gerð mislægra gatnamóta á mótum Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar strax í upphafi á þessu ári. Gatnamótin eru mikið öryggismál fyrir m.a. íbúa Vallahverfis og alla þá sem erindi eiga á stækkandi atvinnusvæði í Hellna- og Kapelluhrauni. Mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar eru […]